Patreksfjörður

Ég skrifaði um það í gær hvað gott væri að vera kominn aftur til Bíldudals og hvað hér væri mikill kraftur í öllu og mannlífið gott.  Í dag þurfti ég að fara til læknis á Patreksfjörð vegna þess að þegar við vorum að létta sendiferðabílinn hjá Flytjanda, duttu nokkrir kassar út úr bílnum og rifnuðu í sundur og pappír sem í þeim var fór að fjúka um allt og þótt við reyndum að tína þetta upp var hluti sem tókst á loft og fauk út í loftið og þar á meðal voru lyfseðlarnir mínir.  Það lá við að ég fengi taugaáfall að sjá hvernig þessi stærsti byggðakjarni í Vesturbyggð er á sig kominn.  Það var varla mann að sjá á götunum, læknirinn mátti varla vera að því að sinna mér og spurði ekkert um heilsu mína, sem var alltaf það fyrsta sem minn læknir í Keflavík gerði þegar ég mætti þar.  Ég sagði honum hvernig læknirinn í Keflavík hefði ef ég þurfti á að halda ávísað fyrir mig mínum lyfjum og eins Snorri Ingimarsson geðlæknir, þá hreytti hann út úr sér; "Ég vinn ekki þannig" og þegar ég bað hann að búa um sár sem var á öðrum handleggnum og ég get ekki sett plástur á með einni hendi.  Þá var svarið; "Þú hefðir átt að taka það fram þegar þú pantaðir tímann."  Ég sagði að sárið hefði ekki verið komið þá og hvort hann sem læknir treysti sér til að setja einn plástur á handlegginn.  Hann fór fram og kom með eitthvað sótthreinsandi og þurrkaði burt hrúðrið og sagði;  "Það þarf engan plástur á þetta því það er gróið" og var það alveg rétt.  Síðan fór hann að gera athugasemdir við hvað ég tæki af lyfjum og þá sérstaklega geðlyfin og svefnlyfin.  Ég var orðinn ansi pirraður og sagði að þau lyf tæki ég eftir ráðleggingum Snorra Ingimarssonar geðlæknis, sem þekkti þetta örugglega mun betur en hann.  Þá benti hann á dyrnar og tíminn var búinn.  Næst var að fara í apótekið til að fá 3 lyfseðla afgreidda, sú sem var að afgreiða spurði  undrandi; " Ha ætlar þú að fá þetta allt?"  Já sagði ég er þetta eitthvað vandamál? "Nei nei það tekur bara talsverðan tíma þegar þetta er svona mikið og ef þú þarft að gera eitthvað annað þá skaltu gera það og koma svo aftur."  Ég sagðist þá fara og fá mér kaffi og koma aftur.  Ég fór á stað sem vinkona mín rekur, en þar var allt læst og miði í glugganum um opnunartíma, sem reyndist vera nokkrir klukkutímar og þá helst um helgar.  Ég fór þá í sjoppuna hjá N1 og fékk loks kaffi þar eftir talsverða bið því sú sem var að afgreiða var alltaf upptekinn í símanum.  Næst ætlaði ég að fara í matvörubúðina, sem lengi hefur verið rekin á Patreksfirði Kjöt og Fisk, en þar var neglt fyrir alla glugga og allt lokað.  Ég fór þá niður á höfn en þar var lítið líf, þó hitti ég mann frá Bíldudal, sem var að vinna um borð í bát sonar míns og hann sagði mér að Kjöt og Fiskur væri orðið gjaldþrota, en hinsvegar væri hægt að fá matvöru í verslun sem heitir Fjölvar og fór ég þangað og þar var gott úrval af vöru og verðin sanngjörn.  Þar verslaði ég það sem mig vantaði og þar var við afgreiðslu kona frá Bíldudal, sem sagðist vera búin að vera á Patreksfirði í 5 ár. Hún var hress og þjónusta góð.  Síðan fór ég í apótekið og fékk lyfin og yfirgaf síðan þennan ömurlega stað og ók aftur til Bíldudals.  Ég fékk seinna skýringu á geðvonsku læknisins.  Hann er einn læknir á Patreksfirði en þeir eiga að vera tveir og til að kóróna vitleysuna er hann í 50% starfi við Heilsugæslustöð Suðurnesja og þegar hann fer þangað þá kemur læknir frá Ísafirði til að leysa hann af á meðan.  Ég hafði reyndar séð hann í Sandgerði en hann er ættaður þaðan og á þar móður á lífi.  Einnig situr hann í bæjarstjórn Vesturbyggðar og er að drepa sig á vinnu slík er peningagræðgin.  Enda hafði hann á þriðju milljón í laun á mánuði 2008 samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar.  En auðvitað hlýtur öll þessi mikla vinna bitna á hans sjúklingum, sem hann á að þjóna.  Ég er líka undrandi á að landlæknir skuli leyfa þetta og bara spurning um hvenær en ekki hvort einhver sjúklingur deyr sökum mistaka vegna of mikillar vinnu læknisins og andlegs álags.  Þetta er alveg örugglega ekki öruggt heilbrigðisþjónusta, sem er í boði í Vesturbyggð.  Enda virðist allt vera á niðurleið a.m.k. á Patreksfirði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband