Flug til USA

Flugmálastjórn hyggst senda Iceland Express bréf til að spyrjast fyrir um flug félagsins til New York í Bandaríkjunum, en skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn hefur Astraeus, sem Iceland Express leigir vélar af, ekki leyfi til til að fljúga vestur um haf frá Íslandi. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir hins vegar að öll leyfi séu fyrir hendi.

Í fréttinni kemur skýrt fram að flugfélagið Astraeus, sem flýgur fyrir Iceland Express hefur fullt leyfi til að fljúga frá hvaða stað í Evrópu til allra þeirra borga í Bandaríkjunum sem það vill.  Því er þessi afstaða Flumálastjórnar óskiljanleg, en þó ekki því þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Icelandair í Flugmálastjórn nota þessa stofnun til að hindra samkeppni á sínum flugleiðum.  Þeir reyndu að stoppa að Iceland Express færi að fljúga innanlandsflug í samkeppni við dótturfélag sitt Flugfélag Íslands, með því að neita að veita þeim aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli, en Iceland Express ætlar að koma sér sjálft upp sinni eigin aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli og mun hefja innanlandsflug eftir nokkur ár.  Ef Icelandair getur ekki verið heiðarlegri samkeppni þá er eitthvað mikið að hjá því félagi og ættu þeir frekar að nota sína krafta til að laga eigin rekstur, frekar en leggja ávalt stein í götu annarra.


mbl.is Segjast hafa öll leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sverrisson

Þetta er að byrja að minna á Sterling áður enn það fór í þrot fullt af nýjum flugleiðum á góðum kjörum en svo fór allt á hausinn

Ragnar Sverrisson

Ragnar Sverrisson, 12.10.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Iceland Express á í mínum huga allt gott skilið. Ég er ekki búinn að gleyma því þegar það kostaði 80.000 ISK að fljúga til Danmerkur með FI árið 1992. Ég flaug bara aðra leiðina en neyddist til að borga fram og til baka af því að "svoleiðis miða (þ.e. aðra leiðina) seljum vér eigi" sögðu þeir hjá FI!

Samkeppnin frá IE er eitt besta dæmið um það þegar samkeppni skilar sér neytendum til mikilla hagsbóta og það er skandall að FL skuli sitja í Flugmálastjórn sem er eftirlits- og leyfisaðili fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við FI.

Jón Bragi Sigurðsson, 13.10.2009 kl. 07:42

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ragnar, Þetta er ekkert skylt við Sterling-ævintýrið og rétt að mynna á að Icelandair tók nú aldeilis þátt í því með Hannes Smárason í fararbroddi.

Ég er sammála þér að öllu leyti Jón Bragi.  Elsti sonur minn býr í New York og í einni heimsókninni til Íslands ætlaði hann að nota ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair.  En þá varð hann að kaupa flugmiða fram og til baka til London.  Hann mátti ekki fara úr vélinni þegar hún millilenti í Keflavík og gat þá ekki fengið sinn farangur, sem er skiljanlegt, því enginn farangur er tekin úr flugvélinni við millilendingu í Keflavík.  Hann ætlaði þá að taka bara með sér handfarangur og fara úr vélinni í Keflavík, en það var ekki hægt heldur.  Hann neyddist því til að kaupa rándýran flugmiða frá New York til Keflavíkur.  Því fagna ég samkeppni frá Iceland Express á þessari flugleið.

Jakob Falur Kristinsson, 13.10.2009 kl. 08:11

4 Smámynd: Snuddi

Hvernig er hægt að segja ð þetta eigi ekki neitt sameiginlegt við Sterling.... lesið þetta bara

http://jonsullenberger.blog.is/blog/jonsullenberger/entry/963170/

Snuddi, 13.10.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband