Spakmæli dagsins

Þar sem ég er ekki búinn að taka upp úr öllum bókakössunum eftir flutninginn vestur finn ég ekki bókina góðu, sem ég notaði alltaf við þessi spakmæli.  Verð ég því að nota það sem hendi er næst og er það um hinn mikla athafna- og alþingismann Gísla Jónsson, sem var með mikinn rekstur hér á Bíldudal á sínum tíma eða frá 1930-1955, og eins og oft vill verða um þá sem standa fyrir miklum atvinnurekstri er alltaf stutt í andskotans öfundina og eftirfarandi vísa segir hug margra á Bíldudal til Gísla;

Við eigum bíl og bragga

og bryggju sem er ný

og fabrikkurnar frægu

sem framleiða reyk og ský

en Maron hann á okkur

og aftur Gísli hann.

Hann er nú hjá Hitler,

að hylla foringjann.

Það er rétt að geta þess að fyrirtæki Gísla hét Maron hf.  Eins var Gísli mikið í Þýskalandi til að kynna sér niðursuðuverksmiðjur ofl.  En á Bíldudal stofnaði hann niðursuðuverksmiðju, fiskimjölsverksmiðju og byggði nýja hafskipabryggju og rafvæddi þorpið og lagði einnig vatnsveitu í flest hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jæja vinur..gott að þú ert kominn á heimaslóðir..Hitti þig aldrei í eigin persónu hér í Sandgerði..Gangi þér allt í haginn.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.10.2009 kl. 22:46

2 identicon

Stóðst ekki mátið að koma hér inn! Þakkir fyrir öll skrifin um GJ.

Afi strandaði inni í Danmörku 1940 en kom heim með Frekjunni sem frægt er. Bróðir hans, Guðmundur Kamban var myrtur á frelsisdaginn í Kaupmannahöfn. Þeir bræður voru samt ekki hlynntir nasistum. Kveðja frá Eyjunni, gb

Gísli Baldvinsson 12.10.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sigurbjörg, við eigum örugglega eftir að hittast, ég sleppi aldrei tækifæri á að hitta fagrar konur og er ótrúlega seigur á að finna þær.

Gísli, ég þakka þér innlitið.  Ef afi þinn hefur verið bróðir Guðmundar Kamban, þá hefur hann verið bróðir Gísla og Jóns Maron, sem átti með Gísla fyrirtækið Maron hf.  Þótt Gísli hafi verið mikið í Þýskalandi á sínum tíma var hann aldrei hlynntur nasistum, þótt reynt hafi verið að ljúga því af pólitískum andstæðingum hans.  Ég skrifaði  um Gísla Jónsson kafla, sem verður í nýjustu bókinni í bókaflokknum "Frá Bjargtöngum að Djúpi", sem kemur út nú fyrir jólin og varð þá að afla mér mikilla heimilda um Gísla Jónsson.   Heimsóknir hans til Þýskalands voru til þess að afla sér peninga ofl. vegna hinna miklu framkvæmda hans á Bíldudal.   Frekjan var gerð út frá Bíldudal í mörg ár eftir þessa frægðarför frá Kaupmannahöfn.

Jakob Falur Kristinsson, 13.10.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband