Áfengi

Sala áfengis minnkaði um 11,5% í september miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 20,3% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í september 14%. Verð á áfengi var 36% hærra í september síðastliðnum en í sama mánuð í fyrra.

Líklegasta skýringin á þessu er hærra verð, drykkjan er ekkert minni, heldur er nú bruggað út um allt. Þannig að þessi mikla verðhækkun skilar sennilega minna í ríkissjóð en var áður Til að bjarga þessu er til eitt gott ráð, sem er að stjórnvöld taki hækkunina til baka og hvetji til aukinnar drykkju.  Til að framkvæma þetta ætti að veita ákveðin skattaafslátt t.d. 5% afslátt hjá þeim sem kaupa áfengi fyrir meira en 50 þúsund á mánuði 10% afslátt hjá þeim sem kaupa fyrir yfir 100 þúsund á mánuði. 20% afslátt hjá þeim sem kaupa fyrir meira en 200 þúsund á mánuði og halda þannig áfram að hækka skattaafslátt eftir því sem meira er keypt af áfengi.

Þar sem mikill hluti drykkjunnar fer fram á hinum ýmsu börum landsins yrði að gefa út sérstök drykkjukort, sem stimplað væri í við hvert keypt glas.  Drykkjukortin yrðu síðan tengd rafrænt við skattstofur landsins og þar safnaðist afslátturinn upp.  Þetta myndi skila ríkissjóði mun meiri tekjum en verðhækkunin.  Auk þess væri fólk að drekka gott vín en ekki einkvað brugg, sem gæti skaðað heilsu fólks.  Ríkisstjórnin yrði að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa áfenga drykki á borðum á ríkisstjórnarfundum.  Einnig væri upplagt að hafa bar opinn á Alþingi, því þingmenn myndu ekki bulla meiri vitleysu fullir eða ófullir.

Allir á fyllirí strax


mbl.is Sala á áfengi minnkar um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband