Uppbygging

Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég er nú fluttur til Bíldudals núna og má segja að ég hafi verið beðin um það.  Fljótlega eftir að ég flutti til Sandgerðis í desember 2005 fór ég að vinna viðbókhald ofl. fyrir ýmsa útgerðarmenn.  Í gegnum það starf mitt kynntist ég mönnum, sem voru í útgerð og áttu ættir að rekja til Bíldudals, eða Arnarfjarðar.  Í ársbyrjun 2006 vann ég með þeim við að sameina nokkrar útgerðir í eina og sem greiðslu fyrir mína vinnu buðu þeir mér að fá hlutabréf í þessu nýja félagi og á ég um 10%.  Þetta nýja félag átti þá nokkra krókabáta, sem réru með handfærum á sumrin og línu yfir veturinn og beitt var í landi.  Einnig tvo yfirbyggða krókabáta sem voru með beitningarvélum.  Auk tveggja stærri báta sem voru á dragnót og netum.  Þetta nýja félag hafði yfir að ráð um 1.500 tonnum í krókakerfinu og svipað magn í stóra kerfinu.  Má því segja að þeir hafi verið mjög rausnarlegir við mig að greiða mér fyrir mína vinnu 10% hlut í þessu félagi. Gert var út bæði frá Sandgerði og Grindavík.

Þegar kom í fréttum að Stapar ehf. ætluðu að hætta starfsemi sinni í frystihúsinu á Bíldudal og það kom einnig fram í fréttum frá bæjarstjórn Vesturbyggðar, að sá sem vildi hefja þarna rekstur fengi allan byggðakvóta sem kæmi í hlut Vesturbyggðar. Þá var haldin fundur í þessu nýja félagi og mér falið að kanna hvort mögulegt væri að fá þennan byggðakvóta og hefja rekstur í frystihúsinu.  Ég hafði samband við Úlfar Thoroddsen forseta bæjarstjórnar og sagði honum frá þessu og við myndum koma með skip og kvóta til Bíldudals.  Í raun og veru skipti byggðakvótinn, sem slíkur ekki öllu máli, nema að hann var í raun aðgöngumiði að frystihúsinu, sem er í eigu Stapa ehf.og var ætlunin að kaupa það af því félagi.  Þarna hefðu skapast allt að 100 störf til sjós og lands.  Úlfar sagði mér að þetta yrði skoðað vel og síðan haft samband aftur, en í honum heyrði ég aldrei meir.  En sá seinna að fyrirtækinu Perlufiski á Patreksfirði, hefði verið úthlutað byggðakvótanum og væri að hefja vinnslu í frystihúsinu.  Þar með datt þetta niður og við gerðum bátana áfram út frá Sandgerði og Grindavík og er allur fiskur seldur á fiskmörkuðum.  Þar sem félagar mínir í útgerðinni höfðu mjög sterkar taugar til Arnarfjarðar, nóg var til af peningum og viðskiptabankar okkar mjög jákvæðir en þeir eru tveir.  Það er Sparisjóðurinn í Keflavík, sem nú rekur útbú á Bíldudal og Sparisjóðurinn Byr í Kópavogi, þá vildu mínir félagar kanna betur með uppbyggingu á Bíldudal og var því ákveðið að stofna félagið Dynjandaútgerðin ehf. með lögheimili á Bíldudal.  Það er reyndar ekki búið að skrá þetta félag ennþá, því beðið er eftir endurskipulagningu, sem nú stendur yfir hjá báðum þessum Sparisjóðum og miklar líkur á að þeir verði sameinaðir, eða renni inn í stærri banka.  Það er nánast útilokað að fara af stað með nýtt fyrirtæki í dag nema að bankaviðskipti séu tryggð.  Nær flestir af þessum mönnum eru búnir að kaupa sér lóðir undir sumarhús í Selárdal.

Þrátt fyrir að Dynjandaútgerðin ehf. sé ekki tekin formlega til starfa hafa verið gerðir tveir kaupsamningar í mínu nafni um kaup á tveimur skipum, en þau eru Aðalvík SH skipask.nr. 168 (Þetta skip hét á sínum tíma Pétur Thorsteinsson BA-12) og nú eru um 50 ár frá því það kom nýtt til Bíldudals.)  Þetta skip á að gera út á togveiðar yfir veturinn og úthafsrækju á sumrin.  Hitt skipið er yfirbyggður 35 tonna stálbátur og heitir Birta SH-8 skipasár.nr. 1927, það skip á að vera á netum allt árið til að byrja með en setja síðan í það beitningarvél og vera á línu allt árið.

Ætlunin er að selja Perlufiski þann fisk sem þeir vilja og geta keypt.  Að öðru leyti mun allur fiskurinn fara í gáma á erlendan markað. Þá er ætlunin að byggja skemmu úr stálgrind eða límtré fyrir skrifstofuaðstöðu og veiðarfærageymslu.Einnig verður þar ísframleiðsla og lyftarageymsla.  Sjálfur ætla ég að byggja finnskt bjálkahús næsta sumar ef ég fæ þá lóð sem ég helst óska mér.

Vonandi verður þetta brölt í mér og mínu félögum til að fjölga hér íbúum næstu ár og skemmi ekki fyrir neinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband