Eldsvoði

Lifrarsamlagið við Strandveg í Vestmannaeyjum er nú alelda. Erfiðlega gengur að eiga við eldinn, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Allt slökkvilið bæjarins og slökkvilið Vestmannaeyjaflugvallar eru á staðnum. Tilkynnt var um eldinn um fjögurleytið í nótt.

Það mun vera elsta húsið, sem mesti eldurinn er í og talsverður vindur er í Eyjum, sem gerir slökkviliðinu erfitt fyrir að slökkva eldinn.  Eldurinn er kominn í lýsið og þá brennur þetta sennilega allt til grunna.  Þetta eru eldgamlir húskofar sem enginn eftirsjá er í.  Þetta er líka vel tryggt svo tjón eigenda verður lítið.

Þeir eru nokkuð duglegir í Eyjum að kveikja í húsum sínum, því ekki er langt síðan stórbruni varð í frystihúsi Ísfélags Vestmannaeyja, sem er eitt mesta tjón sem Tryggingarmiðstöðin hefur þurft að bæta.

Þeir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.


mbl.is Lifrarsamlagið er alelda
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Hvað hefur þú eftir þér í því að þetta sé vel tryggt og að tjón eiganda verði lítið ?

ég veit ekki betur en að eigandi komi til með að missa starfsviðurværi sitt.

þetta með tryggingarnar veit ég hreinlega ekki um.

og hérna, ekki saka okkur eyjamenn um tryggingarsvindl, með því að halda því fram að það séu eigendur sem að kveiki húsum sínum. 

Árni Sigurður Pétursson, 15.10.2009 kl. 07:26

2 Smámynd: Kristín Halldórsdóttir

Hvað er það sem gefur þér leyfi til þess að halda því fram að þarna hafi verið kveikt í ?? Þú veitst þá greinilega meira en lögreglan og slökkvilið !!

Kristín Halldórsdóttir, 15.10.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Allir sem eru í atvinnurekstri eru vel tryggðir.  Í fyrsta lagi er brunatrygging fasteigna skylda og gagnvart veðhöfum er líka skylda að tryggja allar vélar og tæki.  Síðan er það ákvörðun eiganda hvort hann tryggi sitt fyrirtæki fyrir rekstarstöðvun.  Þótt eigandinn missi sitt starfviðurværi kemur þessu máli ekkert við.  Til að fá tryggingarbætur greiddar verður að byggja upp aftur og þá fær þessi eigandi sitt starf aftur.  Ég sagði ALDREI að eigendur væru að stunda tryggingasvindl og kveikja í húsum sínum.  Ég sagði að EYJAMENN VÆRU DUGLEGIR VIÐ AÐ KVEIKJA Í HÚSUM SÍNUM.  Það er ekki langt síðan en sú frétt kom frá Eyjum að þar gengi brennuvargur laus, í Vestmannaeyjum.

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Sigurður

Það er kannski alveg tilgangslaust að svara svona heimskulegum skrifum en ég get ekki staðið á mér. Þú talar um það hérna til hliðar að fólk eigi að temja sér hóf og láta það ógert að ráðast á þig persónulega með skömmum og svíviðrðingum. Með svona yfirlýsingar ertu hreinlega að bjóða uppá það.

Eigandi Lifrasamlagsins hefur lagt allt sitt að veði til að halda þessu fyrirtæki gangandi og ekki hefur það verið auðvelt í gegnum tíðina. Að þú skulir voga þér að saka hann um að hafa kveikt í þessu sjálfur og talir um að tjón sé lítið og engin sé eftirsjáin. Þetta er ekkert annað en merki um fáfræði og lélegan karakter. Ég hef haldið að maður í þínum sporum,fyrrum útgerðarmaður og vélstjóri sem síðar missti viðurværi sitt eftir slys átti að geta sett sig í spor annars manns sem nú er að missa allt sitt. Í staðinn ákveður þú að koma með persónulega árás gegn manninum og reyndar einnig öllum Eyjamönnum án þess að hafa nokkuð fyrir þér í þeim málum og án þess að þekkja til aðstæðna.

Þú sem segist bera ábyrgð á því sem þú skrifar á þessa síðu áttir að líta í eigin barm áður en þú birtir svona vitleysu og kjaftæði hérna, ef þú kærir þig ekki um að aðrir séu að ráðast gegn þínu mannorði og persónu ættir þú að gera slíkt hið sama.

Sigurður, 15.10.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Jón Jónsson, sjómaður frá Bíldudal liggur nú á gjörgæslu eftir vinnuslys á sjó. Erfiðlega gengur að stöðva blæðingar og tengja slitnar taugar, segir yfirlæknir á bráðamóttökunni. Kallaðir hafa verið út sérfræðingar af nálægum sjúkrahúsum til að aðstoða við aðgerðina.

Þetta er eldgamall kall, kominn að eftirlaunaaldri, sem engin eftirsjá er í. Þá var hann líka vel tryggður, svo hann fær bæði bætur frá tryggingafélagi go svo örorkubætur frá Tryggingastofnun, svo tjón hans verður lítið.

Þeir eru nokkuð duglegir þessir sjómenn við að slasa sig, því ekki er langt síðan annar sjómaður tróð höndinni í blökk og Tryggingastofnun þurfti að punga út bótum.

--------------

Þykir þér þetta smekkleg skrif hér fyrir ofan?

Sigurður E. Vilhelmsson, 15.10.2009 kl. 11:38

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvaða voðaleg sárindi eru þetta út af nokkrum orðum,  Kristín; ég veit ekkert meira en lögreglan en ég veit jafn mikið og hún, en í fréttum sagði lögreglan að sennilega væri um íkveikju að ræða.  Hvað varðar brunann hjá Ísfélagi Vestmannaeyja þá leiddi rannsókn það í ljós að kveikt hafði verið í því húsi og var einn maður handtekin, sem síðar játaði á sig verknaðinn.

Sigurður;  Þú gerir mikið í að halda því á lofti að eigandi Lifrasamlagsins hafi lagt allt undir til að halda þessu fyrirtæki gangandi, sem ekki hafi verið auðvelt í gegnum tíðina og að ég hafi sagt að hann hafi sjálfur kveikt í.  Ég hef ALDREI haldið því fram að eigandinn hafi kveikt í þessu sjálfur.  Hinsvegar sagði ég að það væri enginn eftirsjá í nokkrum gömlum húskofum og ég talaði um EYJAMENN, en vonandi er þessi maður eini íbúinn í Vestmannaeyjum og ástæðan var sú að þegar upp komst hver kveikti í hjá Ísfélaginu var það Eyjamaður.  Ef það bætir eitthvað þína andlegu heilsu, sem virðist vera tæp, þá mátt þú demba yfir mig öllum þeim, svívirðingum sem þú vilt, en slepptu lyginni.  Ég er ekki með neina árás á eigenda Lifrasamlagsins, það er bara til í þínum hugarheimi.  Hinsvegar óska ég honum til hamingju að fá nú nýtt og betra húsnæði.  Ég þekki nokkuð vel til í Eyjum var þar á sjó sem vélstjóri fyrir nokkrum árum.  Þá sá ég þessa frægu húskofa sem hýstu Lifrasamlagið.  Eins kom ég nokkuð oft til Eyja í brælum á ýmsum skipum sem ég var vélstjóri á. þótt ekki væri róið frá Eyjum.

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2009 kl. 12:00

7 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Hvaða Eyjamaður var það sem kveikti í hjá Ísfélaginu?

Sigurður E. Vilhelmsson, 15.10.2009 kl. 12:19

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það veit ég ekki en get komist að því hjá lögreglunni en þið vitið það vel Eyjamenn.

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2009 kl. 13:33

9 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ég hef grun um það Jakob að þú sért að rugla staðreyndum. Mér er ekki kunnugt um að sá sem kveikti í Ísfélaginu forðum hafi nokkurntíma fundist. En aftur á móti þegar kveikt var í FES löngu seinna sem er fiskimjölsverksmiðja sem reyndar er í eigu ísfélagsins, þá var brennuvargurinn handsamaður....Undirrituð er Eyjamaður

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 15.10.2009 kl. 13:46

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Jakob!!!! Þú ferð illa með staðreyndir, þú veist bara ekkert í þinn haus, ég sem Eyjamaður get frætt þig á því að enginn hefur játað á sig íkveikjuna í Ísfélag Vestmannaeyja, og þessi eini sem var grunaður og yfirheyrður játaði aldrei, það þykir góð kurteisi að gæta orða sinna í svona málum, sérstaklega þegar eitt bæjarfélag á í hlut, þar sem brennu vargur eða vargar eru búnir að ganga laus eða lausir. Þú dæmdir okkur öll hér í Eyjum!

Helgi Þór Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 13:56

11 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Sparið stóryrðin og fullyrðingarnar, einkum þær órökstuddu. Eldsvoðar geta komið upp, þurfa ekki að vera ásetningsverk af mannavöldum. Máltækðið segir: "Eldurinn gerir ekki boð á undan sér". Er ekki rétt að hinkra aðeins, og sjá hvað rannsókn á brunananum leiðir í ljós? Ég ráðlegg ykkur það a.m.k.

Stefán Lárus Pálsson, 15.10.2009 kl. 14:07

12 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Rannsókn á Ísfélagsbrunanum leiddi í ljós að líklegast kviknaði í út frá rafmagni í lyftarakompu. Spurning hvort Jakob er að rugla saman bruna, eða sveitarfélögum eða er bara hreinlega að bulla.

Sigurður E. Vilhelmsson, 15.10.2009 kl. 14:23

13 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jakob skrifaði:  "Ég sagði að EYJAMENN VÆRU DUGLEGIR VIÐ AÐ KVEIKJA Í HÚSUM SÍNUM."

ef að ég kem og kveiki í húsinu þínu þarna þar sem að þú býrð.

fer síðan og kveiki í einhverju öðru húsi, og einu enn þar.

væri þá rétt að segja að bíldælingar væru duglegir að kveikja í húsunum sínum.

þú segir sínum, þar ertu ekki að tala um eignir almennt heldur eignir þeirra sem að í því lenda að það kvikni í.

þar að leiðandi ertu að segja að við eyjamenn séum í því að kveikja í og fá það bætt úr tryggingarfélugum.

og þetta með að vera vel tryggður.

ekki láta svona fáránlega að halda því fram að öll fyrirtæki séu vel tryggð og við altjón í eldi skipti það engu máli vegna trygginga.

þetta er að mínu mati alveg óheyrilega heimskulega sett fram. 

Árni Sigurður Pétursson, 15.10.2009 kl. 14:32

14 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

og já þetta með ísfélagsbrunann er búið að segja frá hérna að ofan, ekki halda þessum hlutum fram nema að þú vitir um hvað þú ert að tala.

Árni Sigurður Pétursson, 15.10.2009 kl. 14:33

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þið eruð öll stórskrýtin þarna í Eyjum, og skiljið þess vegna ekki venjulegt fólk. en eigið samt alltaf nóg af eldspítum.

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2009 kl. 15:20

16 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þú virðist ekki geta viðurkennt það að þú hafir einfaldlega rangt fyrir þér, og að þetta sé virkilega illa sett fram hjá þér.

þess vegna helduru áfram.

við eyjamenn erum ágætis fólk, svartir sauðir inn á milli einsog all staðar annar staðar, en já, þetta með eldspýturnar, jújú það er nóg til af þeim hérna, einsog vonandi í öðrum bæjarfélögum.

versta að loftið eða vatnið þarna á bíldudal virðist vera farið að skemmast eitthvað. 

Árni Sigurður Pétursson, 15.10.2009 kl. 15:25

17 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

JaHérna....Jakob, þú átt greinilega eitthvað bágt

Anna Grétarsdóttir, 15.10.2009 kl. 16:25

18 Smámynd: Orri Arnórsson

Ég var nú að fara tala um hvað sumir hérna úr eyjum séu viðkvæmir og sjá hlutina einsog þeir vilja sjá þá og drulla yfir Jakob. Ég sá að hann mætti kanski umorða það sem hann meinti til að koma því betur til skila, en stórefast um að hann væri að kalla okkur eyjamenn brennuvarga og tryggingasvindlara, en þegar hann segir "Þið eruð öll stórskrýtin þarna í Eyjum, og skiljið þess vegna ekki venjulegt fólk. en eigið samt alltaf nóg af eldspítum" þá einhvernveginn missi ég áhugann á að standa með honum. Til hamingju Jakob þú ert dottinn niður fyrir þeirra plan sem voru að rakka þig niður fyrir allt sem þú sagðir ekki.

Orri Arnórsson, 15.10.2009 kl. 16:59

19 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Alveg rétt hjá Anna, ég á mög bágt að hafa farið að skrifa um Vestmannaeyjar, ég gerði mér ekki hvað þið eruð öll viðkvæm fyrir öllum hlutum.  Var það má vel vera að ég hafi ruglað saman brunanum í Ísfélaginu við brunann í FES, sem er reyndar líka Ísfélagið.  Ég er hættur að skilja hvernig þið skilgreinið ykkar fyrirtæki.  Ísfélagið er sem sagt mörg fyrirtæki bara með mismunandi skammstöfunum og kannski þið skilgreinið brunana eins.  Bara einn bruni en á mismunandi stöðum og svo var það Litla stúlkan með eldspýturnar, sem kveikti fyrsta eldinn.  Í raun hefur aldrei verið neinn bruni í Eyjum það bara kviknaði í nokkrum húsum og málið er dautt.  Að skammast út í Bíldudal gerir Vestmannaeyjar ekki neitt betri og loftið er alveg hreint hér en ekki fullt af grútarfýlu.  Hættið bara að kveikja í húsum ykkar og ég skal ekki skrifa orð meira um þá iðju ykkar.

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2009 kl. 17:51

20 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

í upprunalegum póst þínum varstu augljóslega að tala um ísfélagsbrunann árið 2000

það er augljóst á skrifum þínum um tryggingarbætur.

 þú verður að afsaka en ég gerði hreinlega ráð fyrir því að þú værir enþá að tala um sama bruna þegar að  þú talar um "ísfélagsbrunann"

þannig að ekki tala um einn bruna árið 2000 og annan bruna sem að gerist 6 árum seinna sem einn og sama hlutinn.

það má vel vera að þú eigir erfitt með að skilja hvernig eitt fyrirtæki geti verið með fleiri en eina starfsstöð og sitthvort nafnið á þeim, en fyrir okkur eyjamenn er þetta ekkert stórmál.

Árni Sigurður Pétursson, 15.10.2009 kl. 18:05

21 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Brennið allt sem þig viljið, sama er mér.  Passið bara að slasa ykkur ekki, því ekki er ábætandi við slæma geðheilsu og slæma samvisku.

Jakob Falur Kristinsson, 16.10.2009 kl. 00:37

22 Smámynd: Alma Eðvaldsdóttir

"Lifrarsamlagið við Strandveg í Vestmannaeyjum er nú alelda. Erfiðlega gengur að eiga við eldinn, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Allt slökkvilið bæjarins og slökkvilið Vestmannaeyjaflugvallar eru á staðnum. Tilkynnt var um eldinn um fjögurleytið í nótt.

Það mun vera elsta húsið, sem mesti eldurinn er í og talsverður vindur er í Eyjum, sem gerir slökkviliðinu erfitt fyrir að slökkva eldinn.  Eldurinn er kominn í lýsið og þá brennur þetta sennilega allt til grunna.  Þetta eru eldgamlir húskofar sem enginn eftirsjá er í.  Þetta er líka vel tryggt svo tjón eigenda verður lítið.

Þeir eru nokkuð duglegir í Eyjum að kveikja í húsum sínum, því ekki er langt síðan stórbruni varð í frystihúsi Ísfélags Vestmannaeyja, sem er eitt mesta tjón sem Tryggingarmiðstöðin hefur þurft að bæta.

Þeir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá."

Mig langar nú að skrifa nokkur orð hérna, það vill nú svo til að hús okkar hjóna brann næstum því með Lifrasamlaginu, og mér finnst hrikalegt að þú viljir reyna að koma því fram að eigandi þess hafi átt eitthvað í hlut í þessum bruna. Því það fer svo sanni langt frá sannleikanum. Ég hef þekkt eigandann mjög lengi og veit alveg hvað hann hefur verið duglegur að vinna við sitt fyrirtæki enda vann ég hjá honum um tíma og það eru ekki margir sem reka fyrirtæki sem er jafn umhugað um sinn rekstur eins og hann. Þetta var hans líf.

Þú Jakob sagðir einnig að þetta værir eldgamall húskofi sem engin eftirsjá er í. Því miður þá er það bara ekki rétt því þetta er menningartap fyrir okkur. Því Sjávarútvegur og allt sem honum fylgir er menningin okkar hér í eyjum.  

Ég vil ekki að þú takir þessu sem einhverri reiði ræðu. Þetta er bara gagnrýni frá mér til að nafn manns sem ég þekki og lít upp til verði ekki fyrir hnökrum.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Kær kveðja með ósk um bjarta framtíð

Alma Eðvaldsdóttir

Alma Eðvaldsdóttir, 16.10.2009 kl. 21:54

23 Smámynd: Kristján Gunnarsson

http://www.visir.is/article/20070509/FRETTIR01/70509086

Kristján Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 01:02

24 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Alma mín ..ég gæti ekki verið þér meira sammála. Þetta hús var heimili foreldra tengdadóttur minnar til margra ára og mér þykir alltaf vænt um Bjarmaland...:)

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 17.10.2009 kl. 15:31

25 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þarna er ástæðan fyrir því að Jakob þykir svona eðlilegt að einhverjir kveiki í húsum sínum.

vegna þess að hann er glæpamaður sjálfur þá álítur hann að aðrir séu það. 

Árni Sigurður Pétursson, 17.10.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband