Icesave

Samtök hollenskra innistæðueigenda Icesave-reikninga Landsbankans í Hollandi, er nefna sig Icesaving, hafa sent kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel, ESA.

Hvaða andskotans rugl er nú þetta?  Eru Hollensk yfirvöld ekki með kröfur á íslendinga vegna þess að þau hafa fullyrt að þau væru búin að greiða öllum innistæðueigendum út sína innistæður.  Er þetta þá bara lygi og Hollendingar bara að reyna að ná sér í meiri peninga.  Það er augljóst að Samtök hollenskra innistæðueigenda, sem í eru um 200 manns væru ekki að senda þessa kæru ef allir væru búnir að fá greitt.


mbl.is Kæra vegna taps á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Freyr Viðarsson

Þetta snýst einmitt um sparifjáreigendur sem áttu meira á Icesave-reikningum en hollenska ríkið ábyrgðist (meira en €100.000). Þeir hafa því ekki fengið þá peninga til baka, ólíkt Íslendingum, því að íslenskar innistæður voru tryggðar upp í topp, líka hærri upphæðir en €100.000. Þeim finnst sér því, sumir segðu réttilega, vera mismunað.

Þetta tengist því bara neyðarlögunum, ekki þeirri upphæð sem evrópulög kveða á um að sé tryggð, né það sem Holland ákvað að tryggja og rukkar nú Ísland um í Icesave-samningi.

kveðja, Heimir Freyr Viðarsson, Hollandi.

Heimir Freyr Viðarsson, 15.10.2009 kl. 07:51

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Telja samtök þeirra einnig að kröfuhöfum hafi verið mismunað á grundvelli þjóðernis

Ætli þetta hafi verið misþýtt hjá fréttamanni mbl, því það var engin mismunum eftir þjóðerni, það var mismunað eftir staðsetningu og þar liggur mikill munur, innistæðueigendur hér heima fengu greitt hvort sem þeir voru Íslendingar eður ei.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.10.2009 kl. 09:26

3 identicon

Þurfa menn ekki að fara að átta sig á því að það er ólöglegt að mismuna fólki.  Hvers kyns óréttlæti er einfaldlega ólöglegt.  Íslenska ríkið átti einfaldlega ekkert með það að greiða íslenskum fjármagnseigendum ótryggðar innistæður og láta síðan skuldug heimili greiða fyrir með hærri lánum með upploginni vísitölu og ólöglegum gengistryggingum.

Gísli Gunnlaugsson 15.10.2009 kl. 09:39

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað á ekki að mismuna fólki á nokkurn hátt.  Ég hef bara misskilið fréttina.  Ég hélt að um væri að ræða þessa lámarkstryggingu á innistæðum.  En þó ekki alveg því Hollenska ríkið greiddi 100 þúsund evrur á meðan lámarkstryggingin er rúmar 20 þúsund evrur.

Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2009 kl. 10:17

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Fjármagnseigeindur halda hagkerfi íslands í gíslingu  og taka stöðug ákvarðanair sem koma illa niður á hagkerfinu og þjóðinni í heild.

Vilhjálmur Árnason, 15.10.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband