Afsökunarbeiðni

Nú hefur það verið upplýst að bruninn í Lifrasamlaginu í Vestmannaeyjum, sem ég skrifaði um í gær, var EKKI af mannavöldum, heldur er sagt að eldsupptök séu ókunn, sem þýðir að eftir er að rannsaka málið.  Þar sem ég vil hafa mín skrif sem réttust og sönn ætla ég að LEIÐRÉTTA, mín skrif í gær hér með.  Sá maður sem ég heyrði í á einhverri útvarpstöð og sagðist vera lögreglumaður í Eyjum, reyndist vera einhver hlustandi og var að grínast með þennan bruna og það voru mín mistök að taka það sem sannleika.  En hinsvegar get ég viðurkennt að þegar ég lendi í ritdeilum, þá hef ég gaman af æsa fólk upp og láta það skrifa allskonar vitleysu, þótt ég viti sjálfur að ég hef rangt fyrir mér.  Því vil ég segja þetta;

ÉG BIÐ ALLA VESTMANNAEYINGA AFSÖKUNAR Á MÍNUM SKRIFUM Í GÆR OG SÉRSTAKLEGA EIGANDA LIFRASAMLAGSINS, SEM ÉG VEIT AÐ HEFUR ORÐIÐ FYRIR MIKLU TJÓNI.

Af kynnum mínum við fólk úr Eyjum veit, ég að þar býr gott, harðduglegt og heiðarlegt fólk.

Ég vona að Eyjamenn taki þessa afsökunarbeiðni mína til greina og við ljúkum þessum leiðindum í góðri sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jakob, Mér hefur fundist alltaf menn meiri fyrir það að viðurkenna vanmátt sinn og biðjast fyrirgefningar, og er hún tekin til greina, öllum getur orðið á í messunni, þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þrasi.

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir.

Jakob Falur Kristinsson, 16.10.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Alma Eðvaldsdóttir

Sæll Jakob,

Mér var sent bloggið þitt síðan í gær áðan og commentaði ég við það og sá þar að leiðandi ekki þess færslu þína. En vinur passaðu þig á því hvað þú skrifar því orð geta sært meira en gjörðir.

Kær Kveðja

Alma Eðvaldsdóttir

Alma Eðvaldsdóttir, 16.10.2009 kl. 22:04

4 Smámynd: Eyjabangsinn

Sæll Jakob

Afsökunarbeiðni móttekin...

kveðja

Eyjabangsinn

Eyjabangsinn, 16.10.2009 kl. 23:01

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vil ekki særa fólk, en eins og ég segi hér í afsökunarbeiðninni, hef ég mjög gaman að þrasa við fólk og  fullyrði ýmislegt þótt ég viti að ég fari með rangt mál.  Það geri ég ekki til að valda fólki sárindum, heldur til að fá fólk til að skrifa alls konar vitleysu.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband