Sendir úr landi

Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun dómsmálaráðherra að senda fjóra hælisleitendur aftur til Grikklands. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að meðal þeirra sé maður sem verið hefur undir læknishendi vegna mikils andlegs álags og drengur fæddur árið 1990.

Þetta er búið og gert og ekkert þýðir að væla meira um það.  Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tók þessa ákvörðun á löglegan hátt og því verður ekki breytt úr þessu.

Hvernig ætli okkar þjóðfélag yrði ef við tækjum á móti öllum hælisleitendum.  Þar sem við erum aðeins 300 þúsund manna þjóð og ef við tækjum á móti öllum, þá myndu streyma hingað fólk frá öllum heimshornum í tug þúsunda tali og fljótlega yrði erlent fólk orðið yfir 50% af þjóðinni.  Allt þarf þetta fólk húsaskjól og vinnu.  Ætli íslendingar yrðu ánægðir ef íbúðir þeirra yrðu boðnar upp og inn í þær flyttu erlendir hælisleitendur.  Eru allir þeir sem hafa verið að gagnrýna Rögnu Árnadóttur tilbúnir til að leggja á sig auknar byrgðar til að þetta fólk geti sest hér að?  Í þeim þrengingum sem við erum nú eigum við nóg með að bjarga okkur sjálf og höfum ekki efni á að taka á okkur þær byrgðar sem munu fylgja hælisleitendum.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Sæll Jakob.

 Geir Guðbrandsson heiti ég og er gjaldkeri Ungra Jafnaðarmanna, það má því segja að ég, ásamt mörgu öðru góðu fólki standi á bak við þessa ályktun.

 Það sem málið snýst fyrst og fremst um er að þegar mál hælisleitenda er tekið fyrir á hvert og eitt mál að vera skoðað í kjölinn, en svo virðist ekki hafa verið gert þar sem Ragna lýsir því að aðstæður í Grikklandi séu fullnægjandi þegar bæði Rauði Krossinn og Sameinuðu Þjóðirnar lýsa hinu gagnstæða yfir, mér finnst líklegt, með fullri virðingu fyrir Rögnu, að RK og SÞ hafi meira fyrir sér í þessum efnum.

Svo er annað að útskýringarnar af hverju þeir voru sendir út var í raun ekkert meira en "af því hin löndin gera það, þá gerum við það bara líka, svo megum við það líka".

Þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur, það að þú megir gera eitthvað þýðir ekki að þú eigir að gera það, gott betur er sú staðreynd að önnur norðurlönd geri þetta engin afsökun fyrir því að við fylgjum þeirra fordæmi að greinilega ekki nægilega ígrunduðu máli.

 Að sjálfsögðu leggur enginn til að hér verði öll landamæri opnuð og öllum hleypt inn, en hversu mörgum hælisleitendum manst þú eftir á undanförnum árum? Bobby Fisher?

 Svo má nú benda á það að með þátttöku í Schengen samstarfinu eru landamærin opin upp á gátt frá mörgum löndum.

Geir Guðbrandsson, 19.10.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit að með Schengen eru öll landamæri opinn, en það þýðir samt ekki að öllum sé hleypt þar í gegn og t.d. voru nokkrir Vítisenglar frá Noregi sendir til baka og fleiri dæmi eru til.  Hvað varðar þetta tiltekna mál þá er ég sammála ákvörðunar Rögnu Árnadóttur.  Hún tók ekki þessa ákvörðun bara af því aðrir höfðu tekið slíkar ákvarðanir.  Heldur  að við höfum ekki efni á að taka við meira af erlendu fólki.  Að öðru leyti vísa ég í pistil minn hér að ofan.

Jakob Falur Kristinsson, 19.10.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sendi hún þá úr landi af því að við höfum ekki efni á að taka við þeim?

Hvar kom það fram Jakob?

Nour var með vinnu. Hann sá fyrir sér sjálfur. Hvernig truflar það þitt og mitt líf?

Heiða B. Heiðars, 19.10.2009 kl. 12:48

4 Smámynd: St Pie

Sæll vertu, höfundur.

Ég þakka þetta innlegg þitt í mjög svo þarfa umræðu. Athugasemdirnar hér að ofan er einnig góðar og þarfar.

Í framhaldi þætti mér athyglisvert að fá að vita hvaðan þú hefur upplýsingar til grundvallar eftirfarandi staðhæfinga:

(1) "Þetta er búið og gert og ekkert þýðir að væla meira um það. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tók þessa ákvörðun á löglegan hátt og því verður ekki breytt úr þessu."

Hvar segir (í lögum/reglugerðum td) að ekki sé hægt að biðja um að fá úthýsta hælisleitendur aftur til landsins?

(2) "Hvernig ætli okkar þjóðfélag yrði ef við tækjum á móti öllum hælisleitendum. Þar sem við erum aðeins 300 þúsund manna þjóð og ef við tækjum á móti öllum, þá myndu streyma hingað fólk frá öllum heimshornum í tug þúsunda tali og fljótlega yrði erlent fólk orðið yfir 50% af þjóðinni."

Hvað hefur þú fyrir þér í því að hingað myndi fólk streyma í tug þúsunda tali?

Hvað með þessi 50% - hvaðan færðu þá tölu?

Ef þú hefur þessar upplýsingar frá nágrannaþjóðum eða eitthvað álíka þætti mér vænt um að fá etv tilvitnanir eða linka á síður m. þessum uppl. Bara svona mér til glöggvunar.

(3) "... höfum ekki efni á að taka á okkur þær byr(g)ðar sem munu fylgja hælisleitendum."

Hvar í þeim sáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir varðandi mannréttindamál stendur eitthvað um að okkur beri skylda til eða við höfum leyfi til að gera eitthvað - en bera megi fyrir sig skorti á fjármagni til að losna undan ákvæðum eða skyldum?

Enn fremur þætti mér gagnlegt að fá að vita hvað það er sem er svona kostnaðarsamt við hælisleitendur - þá bæði áður en ákvörðun er tekin í máli þeirra og svo eftir, hvort sem þeir eru sendir úr landi eður ei.

Þú virðist vera með aðgang að uppl. sem ég barasta finn ekki, og mér þætti vænt um að fá frekari vitneskju.

Kv,

Ein forvitin.

St Pie, 19.10.2009 kl. 13:32

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessar upplýsingar um kostnað er hægt að fá hjá Útlendingastofnun, á síðasta ári var kostnaður við hvern hælisleitanda 25 þúsund á dag eða 100 milljónir árið 2008.  Það er engin þjóð skyldug að taka við hælisleitendum.  Þegar ég var að tala um að fólk myndi streyma í tugþúsunda tali hingað, þá var ég að miða við Noreg og Danmörk, en þar hafa skapast stórvandræði vegna þessa.  Þótt Nour hafi haft vinnu þá skiptir það engu máli, því í þessu mikla atvinnuleysi sem hér er þá er sú vinna tekin frá öðrum.  Þetta fólk er alveg ótrúlega seigt að komast í vinnu og undirbýður íslendinga á vinnumarkaðinum og brýtur þar með kjarasamninga sem í gildi eru.  Á meðan við höfum ekki efni á að láta aldraða og öryrkja hafa mannsæmandi bætur, höfum við ekki efni á að halda hér uppi erlendu fólki.  Þetta fólk vinnur sér inn ákveðinn réttindi og þegar það leggst af fullum þunga á okkar velferðakerfi er ljóst að það kerfi fer strax á hliðina.  Ég nefndi 50% vegna þess að við erum ekki nema 300 þúsund manna þjóð og ef við opnum fyrir öllum hælisleitendum þá streyma þeir hingað í tug þúsunda tali og ekki verður lengi að fylla töluna 150 þúsund.  Við verðum líka að horfa aðeins fram í tíman því fjölgunin verður ekki öll á meðan fólkið er að streyma til landsins.  Því svo fer þetta fólk að eignast börn og síðan barnabörn.  Á sínum tíma fluttu nokkur þúsund íslendingar til Kanada og Bandaríkjanna og í dag er talið að afkomendur þessa fólks sé orðið nokkrar milljónir.  Eða margföld íbúatala Íslands.Þannig skeður þetta líka hér á landi ef við ætlum að taka við öllum hælisleitendum, sem hingað koma.  Þá endar þetta þannig að við íslendingar verðum minnihlutahópur í okkar eigin landi. Þið getið reynt að snúa út úr mínum orðum á alla kanta en mín afstaða er óbreytt; ÉG VIL EKKI HÆLISLEITENDUR FÁI AÐ BÚA HÉR OG STARFA. Burt með allt þetta pakk.

Jakob Falur Kristinsson, 19.10.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: St Pie

Takk fyrir það!

Ég sé ekki að neinn sé að reyna að snúa út úr eða breyta afstöðu þinni. Hún er skýr. Mjög skýr.

Mig langaði bara að sjá heimildir fyrir þessu, allt og sumt.

Ég veit að Íslandi ber engin skylda til að taka við hælisleitendum, þannig séð, en þá er líka tilgangurinn með að skrifa undir samþykktir þar að lútandi doldið óljós, þeas ef stefnan er samt sem áður að taka ekki við neinum. Af því við eigum ekki pening. Eða er illa við útlendinga. Eða hvað sem er.

Með kveðju,

Steinunn

St Pie, 19.10.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ísland gefur ekki skrifað undir neina samninga um að taka við hælisleitendum.  Ef þú átt við samning um mannréttindi hjá Sameinuðu Þjóðunum, þá hafa íslensk stjórnvöld ekki viðurkennt hann í sambandi við eigin íbúa og hvers vegna ættum við að hafa meiri skyldur við hælisleitendur en íslenska ríkisborgara?  Það var staðfest í Hæstarétti að  samþykktir Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna ættu ekki við hér á landi.  Það er alveg rétt hjá þér að við höfum skrifað undir að fylgja stefnu Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna.  En það eina mál sem hefur farið fyrir þá nefnd vegna íslendinga og nefndin ályktaði um, þá var það hunsað af íslenskum stjórnvöldum.  Þegar íslenskir þegnar geta ekki notið verndar þessarar nefndar á Íslandi er ekki við því að búast að erlendir hælisleitendur fái að njóta þess.

Jakob Falur Kristinsson, 19.10.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband