Brandari dagsins

Kaupsýslumaður utan af landi fór í viðskiptaferð til Reykjavíkur.  Hann hitti þar unga og huggulega konu og fékk að njóta ásta með henni næturlangt.  Umsamið verð fyri greiðan var 30 þúsund.  Daginn eftir mundi maðurinn að hann var ekki með á sér neitt lausa fé, bara greiðslukort, sem hann gat ekki notað til að greiða konunni.  Því samdi hann við hana um að ritari sinn myndi senda greiðsluna, það yrði búin til nóta og á henni stæði; "Leiga fyrir íbúð" svo allt liti nú vel út.  Með þetta skildu þau.  Þegar heim var komið fannst manninum að greiðslan 30 þúsund hefði ekki verið þess virði og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á sér kræla, enda var hann giftur.  Hann lét því ritara sinn senda konunni helming greiðslunnar eða 15 þúsund sem leigu fyrir íbúðina, ásamt eftirfarandi athugasemdum:

1.   "Það kom í ljós að íbúðin hefur verið notuð þess vegna er leigan of há".

2.  "Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni".

3.   Þessi íbúð var alltof stór til þess að líða vel í henni og hafa það notalegt".

"Því mun ég því ekki greiða nema 15 þúsund fyrir húsaleiguna."

Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:

1.   Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður, annað væri heimska.

2.   Hitinn var nægur, en þú kunnir ekki að stilla hann.

3.   Íbúðin var ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn til að fylla upp í hana.

"Því krefst ég að þú greiðir umsamda leigu að fullu fyrir íbúðina.  Verði það ekki gert mun ég hafa samband við fyrri leigusala þinn!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega hefur manngreyið tekið þann kostinn að hleypa fyrri leigusala ekki að málinu!

Árni Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góður þessi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband