Fiskvinnsla

„Vert er að taka fram að okkur ber að reyna með öllum ráðum að halda uppi atvinnustigi í landinu. Í ljósi þess langar mig að spyrja hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort hann geti beitt einhverjum ráðum til þess að auka fiskvinnslu hér í landinu,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurn til Jóns Bjarnasonar ráðherra.

Þarna er ég sammála Sigmundi Erni um aukna fiskvinnslu hér á landi.  Árlega flytjum við út árlega um 50-60 þúsund tonn í gámum af óunnum og óvigtuðum botnfiski, sem er mjög hátt hlutfall af allri veiðinni á botnfiski á Íslandsmiðum.  Þetta mun vera nálægt því sem Bretar veiddu hér við land áður en landhelgin var færð út í 200 sjómílur.  Væri nú ekki skynsamlegra að leyfa Bretum að veiða þetta magn sjálfir og bera þar með allan kostnað af veiðunum. Við fengjum í staðinn beinar greiðslur eða veiðiheimildir í þeim lögsögum sem Bretar hafa nú leyfi til að veiða.  Þar á ég við Barentshaf og Grænlandsmið.

Jón svarði því til að þetta mál væri í skoðun hjá ráðuneytinu og fór síðan að ræða um minni ýsukvóta, sem ekkert var verið að spyrja um, bara til að dreifa athyglinni annað.

Það er mín skoðun að á meðan Jón Bjarnason er sjávarútvegsráðherra verður þessu ekki breytt.  LÍÚ er á móti að þessu verði breytt og Jón virðist ætla að verða sama strengjabrúða hjá LÍÚ og allir fyrri sjávarútversráðherrar og gera ekkert varðandi sjávarútveginn nema með samþykki LÍÚ.  Hann hefur nú þegar afskrifað hugmyndina um innköllun veiðiheimilda vegna þess að LÍÚ var á móti þeirri leið.  Þar með hefur Jón brotið gegn stjórnarsáttmálanum og ætti að segja af sér strax.


mbl.is Fiskvinnslan verði heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað vilja LÍÚ ekki breyta þessu.  Það er miklu ódýrara fyrir þá að fá einhverja útlendinga í kúalalúmpur til að verka fiskinn heldur en að borga íslenskum verkamönnum.

Ég held að örfáar breytingar á kvótakerfinu myndu bæta það allverulega.

í fyrsta lagi.  Þá ætti að skattleggja þá sem seljakvóta um 70-90% nema þeir séu að halda áfram starfsemi í sjávarútvegi og andvirði sölunar sé notað í sjávarútveginn.

Þetta heldur verðmætum í fyrirtækjunum en kemur í veg fyrir óréttmæta afhendingu verðmæta til kvótaeigenda.

Í öðr lagi þá ætti að takmarka eða banna veðsetningu fiskveiðiheimilda.  Nema þó kannski til að fjármagna kaupa á bátum eða húsnæði undir starfsemi ef raunin myndi sína að erfitt væri að fá aðgang að slíku fjármagni.

Og síðast en ekki síst þá þarf að byrja að verka meira af aflanum hérlendis.  Og launin við slík störf þurfa einnig að hækka töluvert enda eru laun í fiskvinnslu orðin til háborinnar skammar miðað við hvenrig þau voru áður fyrr.

Arnar Geir Kárason 20.10.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það á að innkalla allan kvótann og leigja hann út aftur gegn hóflegu verði, sem síðan rynni í Auðlindasjóð, sem stofnaður yrði.  Leiga í eitt ár ef miðað væri við kr. 50,- á kíló, skilaði í þennan sjóð um 1.500 milljörðum á hverju ári.  Ef þessir peningar yrðu síðan notaðir til að greiða skuldir ríkisins yrði Ísland skuldlaust land eftir örfá ár.  Það er enginn sú útgerð svo aum að hún geti ekki greitt þessa leigu.  Þeir sem eru í útgerð í dag hefðu visst forskot á aðra vegna þess að þeir eiga fiskiskip og hafa sjómenn.  Þetta auðveldaði nýjum aðilum að komast inn í þessa grein, því +í dag eru þeir sem eru að byrja í útgerð að leigja kvóta af öðrum útgerðum fyrir kr.  250,- á kíló af þorski, en af þeirri leigu fær eigandi auðlindarinnar, sem er íslenska ríkið ekkert.  Einnig ætti að setja í lög að allur afli yrði seldur á íslenskum fiskmörkuðum og þá sæti öll fiskvinnslufyrirtæki við sama borð.

Jakob Falur Kristinsson, 20.10.2009 kl. 15:01

3 identicon

Það væri ágætisfyrirkomulag, að undanskildri ákveðinni óvissu.

Fjárfestingar sem útgerðir gera reiknast með að borga sig upp á einhverjum árum.  Veiðiheimildir sem leigaðar eru væri þá væntanlega til skammstíma.  Og það skapar augljós vandamál.  Samningar yrðu þá í það minnsta að vera gerðir til lengri tíma.  Slíkt gæti hinsvegar skapað vandamál ef að stæðstu aðilarnir myndu leigja kvótann í langann tíma og lítið eftir á lausu fyrir aðila sem hyggjast byrja í bransanum.

Annars þykir mér þetta snjöll aðferð að því leiti að hún skilar sanngjörnu verði fyrir afnot af fiskimiðunum í þjóðarbúið.

Arnar Geir Kárason 20.10.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það yrði miðað við eitt ár í senn.  Tekjumöguleikar þeirra sem nú eru í útgerð og hafa fjárfest mikið breytast lítið og þeir hljóta að hafa gert ráð fyrir að þeirra rekstur greiddi niður skuldirnar.  Það er vandalaus að hafa hámark á því hvað hver útgerð má leigja mikið.

Jakob Falur Kristinsson, 20.10.2009 kl. 18:11

5 identicon

Ég er ekki ennþá alveg sannfærður.

Ef hámarksfjöldi á hverja kennitölu er ákveðinn þá fer bara útgerðin að skrá einn bát á konuna, annan á strákinn og svo framvegis.  Þá held ég að það sé nú betra að hafa frekar heildrænni yfirsýn yfir hlutina.

Ég hefði lítinn áhuga á því að kaupa mér bát og leigja kvóta út á það að ég fengi kannskiað leigja aftur árið á eftir.

En þetta er góð hugmynd sem mætti útfæra á sanngjarnan og farsælan hátt ef tekin væri ákvörðun um að fara þá leið.

Arnar Geir Kárason 20.10.2009 kl. 18:36

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt hjá þér að þetta mætti útfæra á sanngjarnan og farsælan  hátt, ef til þess væri vilji.  Það yrði ekki hámark á kennitölu, heldur á hvert skip.

Jakob Falur Kristinsson, 21.10.2009 kl. 06:52

7 identicon

Það er reyndar bara mjög góð hugmynd

Arnar Geir Kárason 21.10.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband