Persónuafsláttur

Fulltrúaráðsfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar mótmælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að standa ekki við þau fyrirheit sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga á árinu 2008.

Þessi fyrirheit voru að persónuafsláttu hækkaði um kr: 7,000,- umfram verðlag á næstu þremur árum og hækkaði hann um kr: 2.000,- um síðustu áramót, þegar þetta loforð var gefið ríkti hér góðæri á öllum sviðum.  En nú ríkir hér hallæri, sem er vegna mesta hruns efnahags Íslandsögunnar.  Þess vegna verð allir íslendingar að taka á sig auknar byrgðar í formi hærri skatta.  Það er skorið niður útgjöld allstaðar þar sem það er hægt.  Meira að segja hafa bætur til ellilífeyrisþega og öryrkja verið skertar.  Þau loforð sem voru gefin í góðærinu er ekki hægt að standa við nú, eins og staða ríkissjóðs er í dag.  En þar sem þetta átti að gerast á þremur árum og fyrsti hlutinn kominn er ekki útilokað ef allt gengur vel að hægt verði að standa við þetta innan þess tímaramma sem gefin var.Félagar í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa þó það umfram marga aðra að hafa örugga vinnu og ættu því að hafa meiri getu til að raka á sig tímabundið hækkun skatta.

 


mbl.is Mótmæla harðlega sviknum loforðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum ekki að taka á okkur neinar byrðar í formi neinna skatta.

Til að byrja með má hagræða í rekstri sveitarfélaga og ríkis.  Og efla atvinnusköpun til þess að fleiri komast í það að borga skatta.

Ríkisstjórnin á svo að hætta að taka yfir stórskuldug fyrirtæki og taka á sig allar skuldbindingar heimsins.

Ef ekki væri verið að taka IceSave skuldbindingar og taka yfir alla bankana værum við ekki svona skuldsett og ekki jafnmikil þörf á auknum sköttum.

Efnahagstjórnin er gjörsamlega útúr kortinu um þessar mundir.

Arnar Geir Kárason 20.10.2009 kl. 09:01

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Efnahagstjórinn er í góðu lagi og Steingrímur J. Sigfússon, stendur sig vel, við mög erfiðar aðstæður.  Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá sitjum við uppi með Icesave-skuldina og verðum að greiða hana.  Ég er aftur á móti sammála þér um, að það mætti hagræða meira hjá ríkinu og sveitarfélögunum.  Eins er nauðsynlegt að auka atvinnu og fá þá fleiri skattgreiðendur.  Ríkið á ekki að koma nálægt yfirtöku á stórskuldugum fyrirtækjum.  Þau verða einfaldlega að fara í gjaldþrot.

Jakob Falur Kristinsson, 20.10.2009 kl. 14:48

3 identicon

Það eru engin lög sem gilda á Íslandi um það að ríkið sé ábyrgt fyrir tryggingarsjóð.

Darling, sagði líka aðspurður að hann myndi ekki tryggja innistæður breskra banka í öðrum löndum.

Rétturinn stendur okkar megin og hvað er það sem fær þig til að halda að það sé hagkvæm lausn fyrir þjóðina að taka kúguð á sig skuldbindingu langt umfram greiðslugetu.

Arnar Geir Kárason 20.10.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Samkvæmt lögum á EES-svæðinu sem Ísland hefur staðfest, ber íslenska ríkinu að tryggja að ávalt sé nægt fé í tryggingasjóði innistæðueigenda til að tryggja inneignir í íslenskum bönkum.  Hvernig getur þú fundið út að rétturinn sé okkar megin? Þetta mál hefur aldrei farið fyrir dómstóla og getur það ekki, því þótt við vildum láta alþjóðadómstól skera úr þessari deilu, þá yrði málið ekki tekið fyrir nema með samþykki Breta og Hollendinga.  Þegar Ísland var í sínum þorskstríðum þá vildu bæði Bretar og Þjóðverjar að málið færi fyrir alþjóðadóm en af því að Ísland neitaði alltaf fór málið aldrei fyrir dómstóla og nákvæmlega það sama gildir um Icesave.  Hvað Darling er að bulla kemur þessu máli akkúrat ekkert við.  Ríkisstjórn Geirs H. Haarde samþykkti sl. haust að semja við Breta og Hollendinga og síðar var sú ákvörðun samþykkt á Alþingi með miklum meirihluta.  Það má segja að við séu búin að klúðra þessu máli svo rækilega að við neyðumst til að semja.

Jakob Falur Kristinsson, 20.10.2009 kl. 16:08

5 identicon

Að ætla að semja þýðir og þýddi ekki skuldbindingu síðast þegar ég vissi.

Þegar ljóst er að viðunandi samkomulag næst ekki þá hljóta menn að taka annan pól í hæðina.

Bretar geta bara komið og sótt málið fyrir íslenskum dómstólum.  Sýnt framá það hvar í okkar lögum stendur að ríkið megi taka á sig þessa skuldbindingu.

Ég er jafnframt þeirrar skoðunnar að þessi skuldbinding hafi verri áhrif á þjóðarbúið en það að taka hana ekki.

Hvað heldurðu að þetta komi til með að gera fyrir lánshæfismat þjóðarinnar í framtíðinni ?

Arnar Geir Kárason 20.10.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Lánshæfismat Íslands lækkar ef við greiðum ekki þessa skuld.  Það er rétt að það eitt að ætla að semja er ekki skuldbinding, þegar ríkisstjórn og Alþingi eru búin að samþykkja að fara samningaleiðina og tilkynna það Bretum og Hollendingum, þá er komið á ákveðið samkomulag um þessa skuld.  Ég var áður búinn að segja að í EES-samningnum er ákvæði , sem Ísland hefur samþykkt að hér skuli vera tryggingasjóður innistæðueigenda í íslenskum bönkum og Ísland skuldbatt sig til að í þeim sjóði væri nægt fé til að standa við þær skuldbindingar.  Í þennan sjóð áttu allir íslenskir bankar að greiða visst hlutfall af sínum innlánum,en það var trassað að fylgja því eftir af hálfu stjórnvalda þegar bankarnir urðu svona stórir.

Milliríkjadeilur eru aldrei teknar fyrir í aðeins öðru landinu, heldur þarf alþjóðadómstól til og hann tekur ekki mál á dagskrá nema allir deiluaðilar séu því samþykkir.  Ef við tilkynnu Bretum einhliða að þeir geti sótt sitt mál fyrir íslenskum dómstólum.  Þá geta þeir alveg á sama hátt tilkynnt okkur að málið verði tekið fyrir breskum dómstólum.  Þannig að hvernig sem litið er á málið er það í algjörum hnút, sem verður að höggva á.  Það er líka stórhætta á að þessar þjóðir gangi að eignum Íslands erlendis ef við bara neitum að borga.  Þeir gætu gert fjárnám í íslenskum skipum, flugvélum ofl. sem væri erlendis.

Jakob Falur Kristinsson, 20.10.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband