Góðar tekjur

Árið 2009 er fyrir fjöldamörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eitt besta rekstrarár í langan tíma og má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn komi með u.þ.b. 150 milljarða króna í erlendum gjaldeyri inn í landið, en það gera u.þ.b. 400 milljónir á dag að meðaltali.

Þessa upphæð mætti örugglega tífalda með lengingu á ferðamannatímanum.  Við eigum ekki að vera að reyna að selja erlendum ferðamönnum sól og gott veður.  Þar höfum við litla möguleika gagnvart öðrum þjóðum.  Við eigum að selja þeim vont veður og höfða til ríkra ævintýramanna.  Ég hef verið að vinna að hugmynd um ferðaþjónustu á Hornströndum yfir háveturinn.  En skortur á fjármagni hefur hindrað mig.  Það er vitað að margt fólk er tilbúð að greiða stórfé til að komast á bæði Norður- og Suðurpólinn.  Þegar veður eru hvað verst á Hornströndum er það ekki svo ólíkt því að vera staddur á Norðurpólnum.  Fólk gæti látið mynda sig í vitlausu veðri, dúðað í fatnað frá 66 gráður Norður og sagst hafa farið á Norðurpólinn.  Það myndi dvelja í notalegum húsum og hafa allt til alls, nema ekki væri sími,sjónvarp eða nein afþreying önnur en að spjalla saman og spila.  Svo væri hægt að leika sér á snjósleðum.  Ég kynnti þessa hugmynd mína fyrir ferðaskrifstofu í Bandaríkjunum og þeir sögðu mér að auðvelt yrði að selja mörg þúsund manns svona ferðir og því dýrari sem þær væru því betra.  Þannig að möguleikarnir í ferðaþjónustunni eru margir ef vel er gáð.


mbl.is 400 milljónir í erlendum gjaldeyri á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband