Bílalán

Fjárhagsvandi er algengasta ástæða hjónaskilnaða, sagði Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimila er hún lýsti á ársfundi ASÍ upplifun starfsfólks Ráðgjafarstofunnar á hverjum degi þegar það aðstoðar fólk sem á í gríðarlegum fjárhagsvandræðum.

Leitar fólk virkilega til Ráðgjafarstofu heimilanna vegna hjónaskilnaðar?  Annars þarf ekki að koma á óvart að vandi fólks sé mikill vegna bílalána.  Því í góðærinu keyptu íslendingar bíla, sem óðir væru, ef bíll bilaði þá var honum einfaldlega hent og nýr keyptur í staðinn og allt fjármagnað með bílalánum, sem var svo auðvelt því þau fyrirtæki sem veittu bílalán könnuðu aldrei hvort viðkomandi gæti greitt af bílaláninu, það var bara afgreitt um leið og búið var að skrifa undir lánaskjölin og oftast var eina veðið bíllinn sjálfur.  Nú eru þessi fjármögnunarfyrirtæki að taka bílana af fólki í stórum stíl og það sem búið er að greiða af þessum lánum fæst ekki til baka, það fer allt í kostnað við að gera bílinn söluhæfan á nýjan leik og eftir situr fólk bíllaust og með miklar skuldir, sem það ræður ekkert viðað greiða.

Svona er Ísland í dag.


mbl.is Bílalán stóra vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er nú mikil einföldun hjá þér. Margir - þ.á.m. ég sjálfur - standa frammi fyrir því að skuldbindingar vegna myntkörfuláns fer úr 55.000 kr. í 110.000 kr. Á sama tíma voru laun kannski lækkuð um 10%, afborganir af verðtryggðu húsnæðisláni fór úr 90.000 í 115.000 og matvara hefur hækkað um 30-40%.

Þannig er það að menn í ágætis stöðum með þokkaleg laun, sem áttu vel fyrir sínum reikningum og gátu lagt peninga til hliðar, ná ekki endum saman í dag! Ég held að ríkisstjórnin og bankarnir verða að átta sig á því að fólk vill borga og er að reyna að borga sína reikninga. Vegna algjörs forsendubrests getur fólk hins vegar ekki greitt sín lán til baka eða verður að gera það á lengri tíma.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.10.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vel vera að þetta sé of mikil einföldun hjá mér.  En engu að síður er staðan svona í dag.  Ég þykist vita að flestir sem tóku bílalán hafi gert það á vissum forsendum og reiknað með að geta greitt lánin til baka miðað við sínar tekjur.  En svo kom Hrunið mikla og þá breyttust allar forsendur hjá fólki, bæði hvað varðar bíla- og húsnæðislán.  Ég er ekki að ásaka þá sem tóku bílalán, heldur hvað ríkisstjórnin gerir lítið til að greiða úr allri þessari lánaflækju hjá fólki.  Auðvitað vilja allir standa í skilum með sín lán.  En núverandi ástand gerir flestum það ókleyft, en því miður virðast bankar og aðrar lánastofnanir ekki skilja það.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband