Forsetinn

Átta af þeim sautján bréfum forseta Íslands sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá forsetaembættinu hafa verið birt á heimasíðu embættisins. Eru þetta bréf forsetans til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra.

Þetta er til fyrirmyndar hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta.  En hvenær mun þessi rannsóknarnefnd birta eitthvað af sínum gögnum? 

Fer ekki að koma tími á það.


mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Og stóð svo einkvað merkilegt í bréfunum,

Eða fengu hrægammarnir bara veðruð bein og ekkert til að fóðra sig á.

Sigurður Helgason, 24.10.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég held að þetta hafi ekki verið neitt merkilegt, en samt vildi þessi nefnd endilega fá þau birt.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: DanTh

Ég held þarna sé verið að veifa framan í þjóðina innihaldslausu efni, svona alveg í takt við margt annað frá okkar æðstu embættismönnum.  

Það sem hugsanlega skekur og þá hrekur Ólaf úr embætti gæti verið í þeim níu bréfum sem við fáum ekki að sjá.  Á meðan bréfin eru ekki birt, má ætla að maðurinn hafi eitthvað óhreint í pokahorninu.

DanTh, 24.10.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þau níu bréf sem forsetinn ákvað að birta ekki er vegna þess að þau eru til manna, sem enn eru í opinberum stöðum.  Það mun vera venja að slík bréf eru ekki birt fyrr en viðtakandinn er látinn eða hættur í sínu embætti og þarf ekkert að vera neitt óhreint í þeim bréfum.

Jakob Falur Kristinsson, 25.10.2009 kl. 08:37

5 identicon

Þetta er frekar af illri nauðsyn.  Maðurinn farinn að átta sig á því hvað hann er í litlum álitum hjá þjóðinni um þessar mundir og til að reyna að redda sér birtir hann 8 bréf.

Spurningin sem brennur eftir er hinsvegar afhverju birti hann ekki hin bréfin ?

http://forseti.is/ForsetiIslands/DorritMoussaieff/

Athugavert að lesa síðustu línurnar í þessum texta.

Arnar Geir Kárason 26.10.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband