Heitt vatn

Tveir sumarbústaðeigendur voru í síðustu viku kærðir fyrir meintan þjófnað á heitu vatni með því að rjúfa innsigli á inntaksloka og hafa aukið rennsli inn í húsin.

Er það nú orðið glæpur að reyna að bjarga sér í þessari miklu kreppu?  Ég get ekki ímyndað mér að það hafi breytt neinu hvað mikið heitt vatn fór inn í þessi hús, því nóg er til af heitu vatni á Íslandi og aðeins hluti þess er nýttur. Þetta kalla ég ekki þjófnað heldur;

Framtaksemi.


mbl.is Stálu heitu vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Já segðu. Eins með mjólkina í Bónus. Það er nóg af henni þar. Skil ekki af hverju þeir eru að væla þó einhver bísi nokkrum líturm. Eða kjötlærin í Hagkaup. Það er nóg af þeim og ástæðulaust fyrir þá að að vera að fetta fingur út í að einhver stingi þessu undan. Þetta er náttúrulega enginn þjófnaður heldur hrein og klár sjálfsbjargarviðleitni.

Ég veit að þér findist það alveg sjálfgefið að ef einhver kæmist í veskið þitt þegar þú er nýbúinn að innleysa örorkubæturnar og slatti af bláum seðlum þar, að ekki færir þú að gera rellu þó hann tæki eins og einn eða tvo svona fyrir sig. Enda ekki um neinn þjófnað að ræða heldur framtakssemi. Viðkomandi gæti hafa þurft meira á þeim að halda en þú. 

Landfari, 26.10.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er nú hreinn útúrsnúningur og þú ert að bera saman ólíka hluti, Því heita vatnið. sem ekki fer í hús rennur bara til sjávar og engum til gagns.

Jakob Falur Kristinsson, 27.10.2009 kl. 09:04

3 Smámynd: Landfari

Mjólkin sem fer fram yfir söludag er líka hellt niður og rennur til sjávar og kjötið urðað sem ekki selst.

Þetta er bara sama dæmið með hitaveituna og annan þjófnað. Kostnaðurinn lendir á samborgurunum. Tekjurnar sem hitaveitan missti af vegan þess sem var stolið verður hitaveitan að taka hjá þeim heiðarlegu sem borga fyrir sitt vatn.

Fullfrískir menn sem skrá sig sem öryrkja eru ekki að finna einhverja uppsprettu peninga. Þeir eru að stela þeim frá skattborgurunum annarsvegar í hækkuðum gjöldum vegna örorkubóta og hinsvegar frá fólki eins og þér sem eruð á örorku af ástæðu, þar sem minna verður til skiptanna  fyrir þá, þegar það sem til skiptanna er deilist á fleiri.

Á sama hátt eru það viðskiptavinir verslanana sem á endanum bera kostnðainn af  af því gríðarlega mikla búðarhnupli sem á sér stað. Þjófnaður úr verslunum er talinn nema að mig minnir einhverjum hundruðum milljóna á ári. Þetta er kostnaðarliður sem tekinn er með í reikninginn þegar verð vöru er reiknað út.

Sama gildir þegar einhver svíkur undan skatti. Það minnkar ekkert útgjöld ríkisins. Ríkið verður að ná í þær tekjur sem tapast hjá hjá hinum sem greiða.

Landfari, 29.10.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband