Norrænt ríki

Þetta er góð hugmynd að sameina öll Norðurlöndin í eitt ríki undir stjórn Danmerkur og Margrét Danadrottning verði þjóðhöfðingi.  Þar sem bæði Danmörk og Svíþjóð eru í ESB yrði þetta ríki það sjálfkrafa án nokkurra samninga og biðtíma.  Við fengjum alvöru þjóðþing og betri lífskjör og þetta yrði Íslandi á allan hátt til bóta.  Þetta yrði öflugt ríki og best að drífa í þessu, sem fyrst.
mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

áhugavert verkefni sem ég styð

Jón Snæbjörnsson, 27.10.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gott að það eru fleiri en ég þessu hlynntir.

Jakob Falur Kristinsson, 27.10.2009 kl. 10:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En þá gætum við bara alveg eins gengið strax í ESB, frekar en að fara þangað inn sem hluti af stærri einingu þar sem Ísland yrði aldrei nema útnárahreppur. Ástæðan fyrir því að ég held að Íslendingar vilji það ekki er sú sama og að fáir vilja búa í Súðavík. Það er útnárahreppur, þó með fullri virðingu því þar er örugglega gott að vera fyrir þá sem það vilja.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Stærri eining er sterkari og hefði meira vægi innan ESB.

Jakob Falur Kristinsson, 27.10.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi samnorræna eining sem slík hefði kannski meira vægi innan ESB en hvert ríki fyrir sig, en það þýðir ekki að Ísland hefði meira vægi en ef það t.d. færi bara inn sjálft á eigin forsendum. Ég hef samt engan áhuga á því frekar en afgerandi meirihluti þjóðarinnar sem vill hvorki ESB né Evru.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2009 kl. 11:57

6 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Margrét Danadrottning er kannski ágæt. Hún virðist vera hluti af aðdráttarafli hugmyndarinnar - það er bara eitt vandamál: Hún verður ekki eilíf - styttist reyndar sífellt í hennar kerti - megi hún þó lifa sem lengst.

Það er engin trygging fyrir því að síðari tíma þjóðhöfðingjar sameinaðs Norræns ríkis verði jafn ágætir -

Því viljum vér engan kóng/drollu hafa!

Fyrir utan að ég sé ekki neina sérstaka kosti við þetta rugl.

Örvar Már Marteinsson, 27.10.2009 kl. 12:51

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég mundi hiklaust styðja svona samninga. Selja okkur undir danska drottningu væri vitleysa og alveg úrelt, en Bandaríska módelið væri mun betra - Búa til sameiginlega stjórnstöð fyrir ríkjasambandið, svipað og Washington DC.

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.10.2009 kl. 16:10

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað verður Margrét Danadrottning, ekki eilíf, frekar en annað fólk og ríkjasambandið yrði ekki stofnað aðeins vegna hennar.  Annars líst mér betur á hugmynd Rúnars Þórs um bandaríska mótelið.

Jakob Falur Kristinsson, 28.10.2009 kl. 09:07

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eins og ég lagði til við annað blogg, þá þyrftu ríki, t.d. Svíþjóð og Noregur að gefa undir það landskika, t.d. á suðurhluta landamæra sinna og við mundum svo kalla það eitthvað gott og kraftmikið úr norrænni goðafræði eins og t.d. Miðgarð eða Ásgarð.

Ásgarður væri sennilega best þ.s. því fylgdi Valhöll og fleira fallegt og samnorrænt.

Þetta væri ekki sérlega flókið eða langsótt, eins og ég sagði þá er fyrirmyndin til vestan að hafi og samkenndin meðal norðurlandanna er svo sannarlega til staðar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.10.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband