Rjúpnaveiðimenn

Rjúpnaveiðimenn á Suðurlandi hafa sést aka fjórhjólum utan vega við veiðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Slíkt er stranglega bannað, enda er hvorki leyfilegt að aka utan vegar, né að vera með hlaðið skotvopn í minna en 250 metra fjarlægð frá ökutæki.

Ég hef þá trú að flestir rjúpnaveiðimenn fari eftir lögum.  En alltaf eru til svartir sauðir inn á milli sem setja ljótan blett á alla hina.


mbl.is Rjúpnaskyttur sem kunna sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir menn hafa greinilega aldrei velt vöngum yfir því hvers vegna þeir eru að þessu. Ef ætlunin er að nota vélknúið farartæki til að ná í jólamat á sem auðveldastan hátt, þá er miklu auðveldara og ódýrara að kaupa matinn í búð. Niðurstaðan er þá sú að þeir sem elta rjúpur á fjórhjólum, brjóta lög og skemma náttúruna eru augljóslega líkamlega slappir bjánar.

Húnbogi Valsson 2.11.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Fór á rjúpu á snæfellsnesið, á degi eitt, landið var útkeyrt af fjórhjólum, mér varð það að orði, ekki er þetta eftir rjúpnaskyttur,

Nei sagði kunnugur á svæðinu, þetta er eftir smalamennina,

eru þeir ekki að brjóta lög og aka utan vega eða á þetta einungis um rjúpnaveiðimenn,

Sigurður Helgason, 2.11.2009 kl. 18:17

3 identicon

Tek undir með Sigurði. Hef sjálfur horft á bændur og aðra landeigendur aka utan vega. Menn sem ekki nenna að ganga eiga ekkert erindi út fyrir þéttbýli og vegi.

Fyrir mörgum árum fór ég á hreindýraveiðar með oddvita nokkrum. Hann vildi nota fjórhjól en ég var á móti því. Hann sagði þá að ekki væri hægt að stunda þessar veiðar nema með fjórhjóli og af því að hann var heimamaður og vel kunnugur en ég hins vagar aðkominn og ókunnugur, þá varð ég að sætta mig við hans ákvarðanir. Veiðin fór síðan þannig fram að mest allan daginn hljóp ég á undan til að finna leiðir fyrir fjórhjólið og hann ók á eftir. Eftir að heim var komið, þá rukkaði hann mig um leigu á fjórhjólinu. Eftir á að hyggja, þá tel ég að það sé miklu einfaldara og skemmtilegra að vera laus við fjórhjól og þessáttar leiðindatæki.

Er ég því hérmeð með tillögu að nafni á fjórhjól, sem eru tæki hinna sporlötu. Nafnið er: Aulafákur.

Húnbogi Valsson 2.11.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fjórhjól getur verið gagnlegt á margan hátt.  En að nota það við rjúpnaveiðar og smalamennsku er vítavert og er hreinlega leti.

Jakob Falur Kristinsson, 3.11.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband