Fordæmd vinnubrögð

Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framferði fjármálastjóra Knattspyrnusambands Íslands, og viðbrögð sambandsins í kjölfarið, eru fordæmd. Femínistafélagið krefst þess að stjórnin segi f sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfið hið fyrsta.

Hvaða læti eru þetta út af því að fjármálastjóri KSÍ, hafi óvart farið inn á súlustað í Sviss og greitt fyrir með greiðslukorti frá KSÍ.  Hann ætlaði sér þetta aldrei, heldur lenti óvart í þessum vandræðum og hefur nú endurgreitt KSÍ þær milljónir, sem fóru út af greiðslukortinu.  Fjármálastjórinn er fórnarlamb aðstæðna í þessu máli.


mbl.is Femínistar segja KSÍ hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Soffía Ástþórsdóttir

iss....ekki nógu góð röksemdafærsla, ef hann er fórnarlamb þá hljóta forstjórar bankann að vera mestu fórnarlömb aldarinnar, á sukki með krítarkort þjóðarinnar.

Ásta Soffía Ástþórsdóttir, 7.11.2009 kl. 15:26

2 identicon

Tek undir með Ástu Soffíu! Mér persónulega kemur það auðvitað ekkert við ef einstaklingur heimtar að fara inn á svona staði. Við höfum séð fréttir og mögulega myndir af manni eins og Cristiano Ronaldo í sama herbergi og mellur (sem leiðir líkur að því að vændi hafi verið stundað?) og svo var það formúlu-kallinn... þannig að annað eins hefur jú gerst.

En þarna er hann fulltrúi KSÍ og notar greiðslukort hreyfingarinnar. Ég las frétt í DV.is um að fyrir liggi undirskriftir mannsins á úttektunum! Hann hefur þá ekki verið meira fórnarlamb en það!

Og ef hann er saklaust fórnarlamb, af hverju greiddi hann hreyfingunni milljónirnar til baka? Og ef hann hefur eitthvert vit í kollinum ... af hverju fór hann þá með þetta kort inn á staðinn??? Af hverju ekki sitt eigið kort???

Ég vorkenni manninum ekki neitt og skil ekki af hverju hann er enn starfandi í hreyfingunni eftir svona skandal!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson 7.11.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Baldur Blöndal

Hvaða læti eru þetta út af því að fjármálastjóri KSÍ, hafi óvart farið inn á súlustað í Sviss og greitt fyrir með greiðslukorti frá KSÍ. 

Æi góði besti.

Baldur Blöndal, 7.11.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Dexter Morgan

KSÍ-klíkann er söm við sig. Þetta er eins og mafíósa-samtök þarna hjá KSÍ. Skömminn er algjör hjá þeim.

Dexter Morgan, 7.11.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Baldur Blöndal

@ Dexter

Af hverju ekki þegar þeir hafa fólk eins og Jakob til að taka upp hanskann?

Baldur Blöndal, 7.11.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband