Kína

Kína munu veita löndum Afríku 10 milljarða dollara lán ef marka má orð kínverska forsætisráðherrans, Wen Jiabao, við setningu sameiginlegs fundar ríkjanna, FOCAC, í dag. Kínversk fyrirtæki hafa fjárfest gríðarlega í olíu og hráefnum í Afríku til að keyra áfram efnahag Kína og viðskipti þar á milli hafa tífaldast undanfarin áratug.

Þeir virðast eiga næga peninga í Kína, því auk þessara lána hafa þeir keypt mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum.  Þeir eru ekki að veita löndum Afríku þessi lán af góðmennsku, heldur til að auka áhrif sín í Afríku, sem voru mikil fyrir.  Til dæmis eru í Egyptalandi 950 kínversk fyrirtæki, sem framleiða vörur, sem merktar eru "Made in China".  Viðskipti Kína og Afríku hafa meira en tífaldast síðastliðinn áratug.  Nú þegar frjálshyggjan og kapítalisminn er búin að koma öllu efnahagslífi í hinum vestræna heimi um koll.  Þá blómstrar kommúnisminn í Kína, sem aldrei fyrr.


mbl.is Kína lánar Afríku 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir eru ekki bara að auka áhrif sín, þetta er líka góð aðferð fyrir þá til að innleysa bandarísku ríkisskuldabréfin sín áður en þau verða algjörlega verðlaus. Það er spurning hvort að Íslendingar ættu ekki að leita eftir fjárfestingum frá Kína, þeir eiga nóg af fjármagni sem einhvernveginn þarf að breyta í verðmæti og Ísland hefur margt að bjóða.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Kína á USA með húð og hári, þeir gætu innkallað allar skuldir USA við Kína og þar með sett USA á brunaútsölu.

Sævar Einarsson, 8.11.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita ættum við að kanna hvort Kína gæti lánað okkur peninga í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jakob Falur Kristinsson, 9.11.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sævarinn, eina ástæðan fyrir því að þeir eru ekki búnir að gera það er vegna þess þeir myndu tapa á því sjálfir. Á einhverjum tímapuntki þurfa þeir samt að gera upp við sig hvort það er áhættunnar virði að halda áfram að eiga skuldabréf í dollurum eða hvort það borgi sig að selja þau með afföllum til að losna við áhættuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband