Reiði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason að hún ásaki sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiðibylgju í samfélaginu.

Er Ingibjörg nú ekki að ofmeta sjálfa sig, ef hún telur að öll reiði í samfélaginu megi rekja til hennar.


mbl.is Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Hún allavega neitaði að kannast við að útúrfullt Háskóabíó gæti verið þverskurður af þjóðinni.  Fyrir það kallaði hún yfir sig réttláta reiði almennings. 

Svo má hún skammast sín fyrir þann hroka sem fylgir henni eins og Davíðs-skuggi.  En þau eru eins og síamstvíburar hvað geðslag varðar.

Megi hún og Davíð svo hér eftir halda sig frá stjórnmálunum, landi og þjóð til gæfu.

DanTh, 9.11.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason


Ef Ingibjörg Sólrún hefur einhvern manndóm í sér

Kristbjörn Árnason 9. nóvember 2009

www.visir.is
 Ingibjörg Sólrún: Á erfitt með að fyrirgefa sér sjálfri

Biður hún þjóðina að fyrirgefa sér flumbruganginn

 

Það er dálítið erfitt að átta sig á því, hvað Ingibjörg Sólrún er að reyna að segja af þessum línum sem birtast hér í þessari frétt. Því fátæklegar eru þær.

 

Hún á auðvitað, biðja þjóðina afsökunar á því dómgreindarleysi sínu að hlaupa beint í fangið á Geir Haarde  til að mynda ríkisstjórn um að framlengja frjálshyggju stjórnarháttum á Íslandi.

Þar segir orðrétt:
„segist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér í kringum hrunið og það að hafa kallað fram þá reiði sem varð í samfélaginu á þeim tíma“.

Þessi setning er mér algjörlega óskiljanleg

 

Áfram segir hún:
„Ég held að reiðin sé mjög vont afl og það er eitt af því sem að ég ásaka sjálfan mig fyrir og á kannski erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér í kringum hrunið og það er það að hafa átt þátt í því að kalla fram alla þá reiði sem varð í samfélaginu.”
  

Það sem að mér snýr í þessu efni er: 

Ingibjörg Sólrún sveik mig sem sinn kjósanda, sem hafði kosið þennan flokk alveg frá byrjun. Hún sveik mig og þúsundir annarra kjósenda Samfylkingarinnar þegar hún myndar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Geirs Haarde. 

****

Hún sveik okkur þegar hún neyðir flokksmenn til að kok- kyngja frjálshyggjustefnu  íhaldsflokksins. Þvert ofan í þá stefnumótun flokksins að vera valkostur kjósenda vinstramegin í pólitíkinni og vera helsta mótvægi við hægri flokkinn.

****

Ef Ingibjörg Sólrún er ekki enn farin að skilja það, að það voru fyrst og fremst kjósendur Samfylkingarinnar sem þyrptust út á torg og kröfðust þess að þessari ríkisstjórn yrði slitið strax.

****

Þá á hún mikið ólært og það er eins gott að aðrir þingmenn flokksins hafi lært það.

Kristbjörn Árnason, 9.11.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi orð Ingibjargar, segja manni það að hún á mikið ólært í pólitík.

Jakob Falur Kristinsson, 10.11.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband