Nýr hluthafi

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur bæst í hóp helstu hluthafa Auðar Capital en hann efur keypt tæplega 10% hlut í félaginu. Vilhjálmur hefur starfað á sviði upplýsingatækni í aldarfjórðung og er í dag fjárfestir og stjórnarmaður í nokkrum fyrirtækjum, meðal annars CCP, Verne Holding, DataMarket, Gogogic og Gogoyoko.

Þetta er eitt af fáum fjárfestingarfyrirtækjum á Íslandi, sem hefur gengið vel.  Enda stofnað af konum og stjórnað af konum, en þær eru mun varfærnari í fjárfestingum er karlar.


mbl.is Vilhjálmur eignast 10% í Auði Capital
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Jakob: grein af Eyjan.is

Kristín notaði kúlulánagróða úr Kaupþingi til þess að auðvelda stofnun Auðar Capital

audurcapital.jpgKristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, var einn af þeim bankastarfsmönnum sem innleysti mikinn kúlulánsgróða á dögum íslenska góðærisins. Hún hætti í bankanum í árslok 2006 eftir að hafa selt hlutabréfin sín í bankanum sumarið 2005. Hún stofnaði svo Auði Capital ásamt Höllu Tómasdóttur árið 2007.

Þetta kemur fram í DV.

Blaðið telur að Kristín hafi notað ágóðann af sölu hlutabréfanna í Kaupþingi til að stofna Auði enda hafi hún starfað hjá bankanum frá árinu 1997, síðast sem aðstoðarforstjóri dótturfélags Kaupþings, Singer og Friedlander í London, og hlotið álíka hátt kúlulán og Kristján Arason þegar hún hætti hjá bankanum. Kristján hafði fengið tæpar 900 milljónir króna frá bankanum til að fjárfesta í hlutabréfum sumarið 2006.

Kristín var ekki með kúlulánið í einkahlutafélagi því lánið kemur ekki fram í ársreikningum eina einkahlutafélagsins sem skráð er á hana. Slíkt gilti um langflesta af þeim starfsmönnum Kaupþings sem fengu kúlulán hjá bankanum á þessum tíma, enda var starfsmönnum fjármálafyrirtækja óheimilt að stofna einkahlutafélög utan um hlutabréfaeign sína og lántökur fyrr en árið 2006.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já sennilegar er þetta eins og með margt annað, allt byggt á spillingu og siðleysi.

Jakob Falur Kristinsson, 14.11.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband