Innan marka

Samkvæmt nýjum mælingum Umhverfisstofnunar á magni brennisteinsvetnis í lofti í Hveragerði er styrkur þess langt innan marka og viðmiða. Þetta kemur fram í grein sem Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ritað og birtist m.a. á vef OR.

Þetta ætti að vera léttir fyrir íbúa Hveragerðis, sem hafa haft af þessu miklar áhyggjur, sem virðast nú vera óþarfar.  En auðvitað verður kvartað áfram, það er bara mannlegt eðli.


mbl.is Brennisteinsvetni innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður Jakob.

Ég les vott af kaldhæðni í færslunnni þinni.

Það er mjög jákvætt að lotfmengunin hér sé ekki meiri en raun ber vitni. Það er hreint ótrúlegt vegna þess að ofan á allt annað þá eru hér innanbæjar, margir stórir opnir hverir og nóg af hveralykt.

Annað jákvætt við þessa frétt er það að loksins er Umhverfisstofnun farin að sýna umhverfismálumáhuga. Ég hefði talið það vera í þeirra verkahring að fylgjast með mengun og áhrifum á lífsgæði landans og gott að sjá stofnunina vera þó a.m.k. byrjaða því ekki fyrir svo löngu töldu þeir ekki ástæðu til að mæla þessa mengun því það væri hlutverk OR.

Það er í mínum huga eina og að láta afbrotamanninn hafa eftirlit með sjálfum sér. (Þá er ég ekki að segja að OR sé að brjóta af sér, mér datt bara ekki önnur líking í hug.)

Hvergerðingar hafa ekki kvartað yfir núverandi ástandi loftgæða og eru í raun ekki að kvarta. Heldur hafa þeir réttilega bent á gríðarlega mikla brennisteinsmengun sem mun verða hér, ef Bitruvirkjun verður að veruleika.

Það er töluverður munur á áhrifum á lífskjör íbúa nærliggjandi bæjarfélaga hvort virkjað verði við Hverahlíð eða Bitru. Bitra er hér nánast ofan í hálsmálinu á okkur og ég geri ekki ráð fyrir að þurfa að útskýra fyrir neinum sem komið hefur jafn nálægt jarðvarmavirkjun og Bitra er Hveragerði, hver loftmengunin er á þeim stöðum. Svoleiðis bónus vill enginn fá í jólagjöf ef svo má að orði komast.

Ég er handviss um að þessar virkjanir hafa lítil sem engin áhrifa vestur á Bíldudal nema ef væri vegna erlendrar lántöku OR. Brennisteinninn flýtur a.m.k. nánast óblandaður yfir ykkur þar, sem betur fer.

Góðar stundir.

Karl Jóhann Guðmundsson 13.11.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband