Uppeldisstöð Al-Qaida

Fangelsið Bucca í Írak, sem rekið var af Bandaríkjastjórn, var uppeldisstöð fyrir liðsmenn Al-Qaida, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og fyrrum föngum í fangelsinu. Alls var yfir 100 þúsund föngum haldið þar í rúm sex ár.

Þetta eru skelfilegar fréttir ef satt reynist.  Bandaríkjamenn eru að berjast í Afganistan og víðar við þessi samtök en ala svo liðsmenn þeirra upp í Írak.  Hvernig má þetta eiginlega geta skeð.


mbl.is Segja fangelsi Bandaríkjamanna uppeldistöð Al-Qaida
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

utanríkisstefna bandaríkjanna er orsök öfgastefnu islamista í arabaheiminum.  stjórnvöld í Washington bera miklar byrðar á herðum sér eins og glöggt má sjá aðeins við lestur þessara greinar.  en auðvitað er ekki erfitt að lesa sér til um þessi mál til að sjá hversu sek bandaríkjastjórn hefur verið síðustu áratugina.

til gamans má geta þess að bandarísk stjórnvöld snúa þessari fullirðingu við og segja að utanríkisstefna bandaríkjanna sé afleiðing öfgastefnu islamista (al-Qaeda).

í fjölmörgum heimildum er sú skoðun trúverðugri að bandaríkin (CIA) sjái til þess að þessir öfgasinnuðu islamistar geti starfað.  því bandaríkin þurfi að hafa afsökun fyrir að fara í stríð reglulega til að halda vopnaiðnaðinum gangandi.

einnig hefur CIA það hlutverk að fá hin flestu hryðjuverkasamtök heimsins til að nota bandaríska banka og fjármálastofnanir (Wall street) til að hýsa fjármuni þess og vera milliliður.  bandaríska hagkerfið þrífst á þessu gríðarlega magni af peningum sem er í kringum hryðjuverkasamtök um allan heim.

mér grunar á skrifum þínum Jakob að þú eigir erfitt með að trúa því sem ég er að skrifa.  en öll þau rök sem ég nota hérna hef ég fengið staðfest af fleiri en einni heimild.  þessar upplýsingar liggja ekki í einhverjum vestrænum fjölmiðlum sem eru allar tengdir sömu fréttaveitunni.

el-Toro, 15.11.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tek undir með þér el-Toro, þú virðist hafa kynnt þér þetta ítarlega og komist að sömu niðurstöðu og flestir sem það hafa gert og eru ósnertir af heilþvætti stórfyrirtækjanna í gegnum "fjölmiðla" sína.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er sennilega rétt að það eru peningarnir sem ráða þarna för.

Jakob Falur Kristinsson, 16.11.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband