Borgarahreyfingin

Borgarahreyfingin lýsir furðu sinni og miklum vonbrigðum með þá fyrirætlun forsætisnefndar Alþingis að ætla níu manna pólitískt skipaðri þingnefnd að ákveða einróma hvernig unnið verður úr niðurstöðum rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þetta kemur fram á vef Borgarahreyfingarinnar.

Hvað er Borgarhreyfingin að álykta um störf Alþingis, því þar eiga þeir engan þingmann.  Þessi hreyfing fékk að vísu fjóra menn kjörna á Alþingi í síðustu kosningum en einn þeirra starfar nú sem óháður þingmaður og hinir þrír hafa sagt skilið við Borgarahreyfinguna og og eru nú í flokknum sem heitir Hreyfingin.  Ég held að þetta fólk ætti að líta í eigin barm áður en það fer að gagnrýna störf annarra.


mbl.is Borgarahreyfingin ósátt við skipun nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Þannig að þú vilt meina að enginn megi gagnrýna störf alþingis nema að eiga þar fulltrúa?

Ég get fullvissað þig um að stjórn BH hefur litið í eigin barm marg oft. Mæli með því að þú gerir slíkt hið sama.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 17.11.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jakob. Ég er nú þeirrar skoðunar að menn geri full mikið af því að líta í eigin barm þessa dagana. Allir virðast dæma út frá sjálfum sér og álykta eftir því. Það var hraustlega gert hjá Borgarahreyfingunni að knýja fram kosningar og koma fjórum  mönnum á þing en því miður varð uppskeran eins og til var stofnað. Rústirnar rjúka og fokin út í vindinn öll tiltrú fólks á að smáflokkar og ný framboð séu til einhvers árangurs. Ég er ekki frá því að þetta framboð hafi tekið mikið frá Frjálslynda flokknum þó ég sýti það ekki mikið  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.11.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað eiga allir sama rétt til að gagnrýna störf Alþingis hvort þeir eiga þar fulltrúa eða ekki.  Það er rétt að það var vel að verki staðið að koma 4 mönnum á þing í síðustu kosningum.  En í dag er Borgarahreyfinginn ein rjúkandi rúst.  Fyrir kosningar var sagt að eina erindi Borgarahreyfingarinnar væri að koma mönnum á þing til að berjast fyrir auknu lýðræði og síðan yrði Borgarahreyfingin lögð niður og það er hún einmitt að gera hægt og rólega núna.  Sá flokkur sem getur ekki einu sinni virt lýðræði í eigin flokki breytir því ekki á Alþingi.

Jakob Falur Kristinsson, 18.11.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband