Refaveiðar

Æðarræktarfélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að hætta þátttöku ríkisins í refaveiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður félagsins, Jónas Helgason ritar undir. Skilur fólk ekki hvað þarna er á ferðinni, sparnaðurinn skiptir engu máli.  Ef ríkið styrkti áfram refaveiðar væri það hvatning til að skjóta ref hvar, sem hann sést.  Þá yrði stór hluti þingmanna í bráðri lífshættu alla daga.
mbl.is Æðarræktendur vilja að ríkið greiði fyrir refaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fyrirkomulag, að ráða menn á launum til að fækka ref og mink, hefur snúist upp í andstæðu sína. Ég þekki það því að ég hef verið við svona veiðar. Seitarstjórnir ráða gjarnan gæðinga, sem eru oft oddvitar eða aðrir úr þeirra fjölskyldu, burt séð frá því hvort þeir hafi reynslu eða kunnáttu til starfans. Þessir menn líta síðan á það sem sinn einkarétt að fá að veiða ref í sveitarfélaginu. Sjálfur hef ég lent í því að oddviti vildi banna mér og minum félögum að veiða ref í sinni sveit. Vorum við þó að gera þetta ókeypis. Við hirtum skinnin og rukkuðum ekki fyrir skottin og það er til nóg af áhugasömum veiðimönnum sem vilja gera þetta fyrir ekki neitt en eiga erfitt með að komast í þessar veiðar vegna andstöðu þessara ráðnu veiðimanna enda hafa þeir stofnað hagsmunafélag til að verja sinn einkarétt. Þetta snýst semsagt um peninga en ekki um að fækka þessum dýrum.

Svo er annar flötur á málinu, sem er sá að þetta skapar atvinnu og tekjur í fámennum sveitarfélögum.

Húnbogi Valsson 18.11.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já peningagræðgin tekur á sig ýmsar myndir og ég trúi þér vel að margir vildu taka þátt í að skjóta ref endurgjaldslaust.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband