Fyringarleiðin

Stjórn Ungra vinstri grænna skorar á sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, að hefja að fullu vinnu við framkvæmd fyrningarleiðarinnar til að afnema kvótakerfið í núverandi mynd í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og stefnu VG, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Vonandi tekur Jón Bjarnason mark á þessari ályktun og gerið eins og með skötuselinn að ríkið leigi þessar aflaheimildir gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi, sem renni í ríkissjóð.  Ef þetta væri gert myndi ríkissjóður fá gríðarlegar tekjur. Það hefur verið rætt um að leigan yrði kr: 50,- á kíló í botnfiski, sem flestar útgerðir ættu að ráða vel við að greiða.  Nefnd sú sem Jón skipaði um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, mun aldrei skila neinni vitrænni tillögu því í nefndinni eru fulltrúar frá LÍÚ, sem ekki vilja breyta neinu.  Þótt það standi skýrt í lögum um stjórn fiskveiða, að einn af tilgangi þeirra sé að byggja upp fiskistofna og stuðla að aukinni atvinnu um allt land eru sumir haldnir þeirri þráhyggju að þetta kerfi hafi verið sett á til að hagræða í greininni og hafi ekkert með fiskvernd að gera.  En hvar er öll hagræðingin?  Útgerðin skuldar í dag yfir 500 milljarða og hefur aldrei skuldað meira.  Það er líka oft spurt hvað koma eigi í staðinn og hvernig útgerðin eigi að greiða sínar skuldir?  Því er til að svara að þær útgerðir, sem eru starfandi í dag geta auðveldlega fengið að veiða sama magn og áður, en gegn ákveðnu gjaldi.  Útgerðarmenn hljóta að hafa gert sínar áætlanir um greiðslu skuldanna miðað við sinn rekstur.  En það sem breytist að óveiddur fiskur í sjónum verður ekki lengur veð fyrir þessum skuldum.  En veðið eitt og sér greiðir engar skuldir heldur verður reksturinn að geta greitt þær.  LÍÚ fullyrðir að allt tal um fyrningarleiðina hafi komið sjávarútveginum í mikið uppnám vegna óvissu um hvað má hver útgerð veiða mikið.  En hefur útgerðin á Íslandi ekki búið við slíka óvissu í mörg ár eða allan þann tíma sem kvótakerfið hefur verið við lýði.  Hafró hefur fram að þessu ekki komið með sína veiðiráðgjöf fyrr en á vorin eða snemma sumars og á meðan sú ráðgjöf liggur ekki fyrir hefur útgerðin búið við óvissu um hvað veiðar verða miklar á næsta fiskveiði ári.  Með fyrningarleiðinni yrði þessari óvissu eytt og hver útgerðarmaður gæti ákveðið strax í ársbyrjun hvað hann ætlaði að leigja mikinn kvóta af ríkinu fyrir viðkomandi ár.


mbl.is Jón beiti sér fyrir fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband