Hantekinn

Karlmaður á miðjum aldri var að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins handtekinn í Stjórnarráðinu fyrir nokkrum mínútum en þar hafði hann verið með háreysti og velt um blómapotti. Hann mun hafa öskrað á starfsfólkið en ekki komist í tæri við neina ráðherra. Mun maðurinn vera mjög ósáttir við stjórnsýsluaðgerð sem snerti hann og fjölskyldu hans.

Það eiga margir svona atburðir eftir að koma á næstu mánuðum og á næsta ári.  Fólki á Íslandi er greinilega svo misboðið, aðgerðir ríkistjórnarinnar, að það hálfa væri nóg.  Við eigum eftir að sjá fjölmörg uppþot þar sem borgarar þessa lands berjast við lögregluna upp á líf og dauða.  Ég hef þá trú að hér muni eiga sér stað bylting á næsta ári og ríkisstjórnin hrökklist frá völdum.  Allt tal um að byggja hér upp réttlátt norrænt velferðarþjóðfélag, reynist vera tóm lygi og kjaftæði.


mbl.is Handtekinn við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála! Hugtakið réttlæti er víðsfjarri íslenskum ráðherrum, ríkisstjórn og þingmönnum. Þeirra "réttlæti" felst í að tryggja eigin hag, hagsmuni útrásarhyskisins og bankaglæpalýðsins sem enn ræður öllu í bönkunum. Almenningur getur étið skít eða annað það sem úti frýs. Á sama hátt hefur réttlæti ekkert með íslenska réttarkerfið og dómstólana að gera enda búið að eyðileggja það kerfi allt saman með fjölskyldu- og vinavæðingu ákveðins landráðamanns sem enn gengur laus. Mikilvægasta krafa almennings núna hlýtur að vera VERÐTRYGGING LAUNA á meðan gengi krónuhræsins fellur og fellur og verðbólgan æðir áfram. Allur kostnaður heimilanna er ýmist verðtryggður eða gengistryggður en tekjurnar ótryggðar og kaupmátturinn rýrnar dag frá degi. BYLTINGU NÚNA STRAX!

corvus corax, 20.11.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það mun verða bylting á næstu mánuðum, fram heldur sem horfir nú.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband