Skrýtinn auglýsing

Það er ákveðin auglýsining, sem oft er í sjónvarpinu og ég hreinlega skil ekki alveg.  Í auglýsingunni er mynd af bónda að berja í ljósaskilti og við hvert högg kviknar á einum staf og eftir þrjú högg er komið orðið EGG og ör sem vísar sjálfsagt á einhvern stað, sem selur egg.  Síðan er lesinn eftirfarandi texti: "Með rafmagninu frá okkur máttu gera hvað sem þú vilt við rafmagnið frá okkur,  Skiptu strax í nýtt og ferskt rafmagn frá okkur" og síðan er sagt frá nafni orkusalans, sem ég man ekki nafnið á.

Það sem vekur furðu mína er þetta með nýtt og ferskt rafmagn og fólki sé frjálst að nota það eftir eigin vild.  Ég hef aldrei heyrt um að þeir aðilar sem selja rafmagn í smásölu á Íslandi, setji einhver skilyrði til hverra hluta má nota rafmagnið í, eða er það kannski þannig að maður verði að velja hvort maður setur ísskáp, eldavél og fleiri heimilistæki í samband eða kveikir ljós og sækja þarf um leyfi hvernig maður nýtir það rafmagn sem maður kaupir.  Að tala um nýtt og ferskt rafmagn er hreint bull, því auðvitað er allt rafmagn nýtt og ónotað þegar það kemur inni á hvert heimili.  Eða hefur einhver heyrt um að einhver orkusali sé að selja gamalt og notað rafmagn.  í vélfræðinni er kennt að orka eyðist aldrei og á það við um rafmagn eins og alla aðra orkugjafa.  Því orkar breytist í annað efni við notkun og sem dæmi má nefna að þegar hitablásari er settur í samband, breytist raforkan í varma og hita og nýtist þannig.  Það rafmagn er ekki hægt að selja aftur til annarra notaenda.  Einnig getur rafmagn aldrei orðið gamalt.  Eða heldur þetta ágæta fyrirtæki að rafmagnið eldist við að vera í straumlögn hvers húss og bíða þurfi í nokkur tíma til að ljós kvikni á meðan rafmagnið er að renna eftir lögnum hússins, svipað og fólk lætur vatn renna til að það verði nógu kalt.  Rafmagn getur að vísu horfið af rafgeymum eftir langa geymslu þar eins og í bílum og öðrum farartækjum ef rafgeymirinn er ekki hlaðinn lengi.  En rafmagn til heimilisnota er alltaf nýtt og ferskt, eða heldur þetta ágæta fyrirtæki að sumir orkusalar geymi hjá sér rafmagn og selji síðan eldgamalt og illnotanlegt.  Það er hreinlega ekki hægt að geyma rafmagn hjá raforkuframleiðenda til sölu seinna.  En hins vegar á sér stað talsverð raforkutap við flutning langar leiðir, því er það rafmagn flutt með hárri spennu til að sem mest skili sér á leiðarenda en þar er rafmagnspennan lækkuð aftur til að hún sé nothæf hjá venjulegum notendum.  Þetta orkutap þar hinn endanlegi notandi ekki að greiða fyrir heldur er það kostnaður hjá viðkomandi raforkuframleiðanda og kemur notandanum akkúrat ekkert við.  Hinsvegar geyma margir framleiðendur vatnsaflsvirkjanna hjá sér vatnsbirgðir til að nota við framleiðslu rafmagns síðar.  Þannig að sú auglýsing sem ég vitnaði til er eintóm blekking og ætti viðkomandi fyrirtæki að taka hana til baka, sem fyrst. Því eins og sést í auglýsingunni þarf bóndinn að berja í hvern staf til að ljós kvikni á honum og ef það á að tákna að rafmagnið sé hálf fast í leiðslunum er ljóst að sá sem gerði þessa auglýsingu hefur ekki hundsvit á raforku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband