Hvíta Húsið

Áfram heldur hið sérkennilega mál boðflennanna í veislu Hvíta hússins. Nú hefur komið í ljós að hjónin óforskömmuðu hittu Barack Obama, þvert á yfirlýsingar leyniþjónustunnar um að þau hafi aldrei komist nálægt forsetanum og því hafi honum aldrei stafað hætta af yfirsjón öryggisgæslunnar. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir CIA.

Auðvitað er þetta mikið hneyksli fyrir CIA að hjón skuli geta farið í veislu í Hvíta Húsinu og jafnvel spjallað aðeins við sjálfan forsetann Barack Obama.  Ef þetta fólk hefði haft eitthvað illt í huga gátu þau auðveldlega myrt forsetann í sjálfu Hvíta Húsinu.  En sem betur fer hefur þetta verið heiðarlegt fólk, sem langaði bara í fína veislu og að hitta forsetann.


mbl.is Boðflennurnar hittu víst Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál hefur ekkert með CIA að gera.  Í fréttinni er vísað til "leyniþjónustunnar" sem er þýðing á Secret Service, stofnun sem heyrir undir Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna og hefur þann megintilgang að gæta að öryggi forsetans.

H.T. Bjarnason 28.11.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Í fréttinn er vísað beint til CIA en ekki leyniþjónustunnar, sem þú nefnir.

Jakob Falur Kristinsson, 28.11.2009 kl. 11:47

3 identicon

Ég þykist vera nokkurnveginn læs en ég hef lesið fréttina tvisvar ef ekki þrisvar og ég hef enn ekki komið auga á CIA í fréttinni.  Orðið "leyniþjónustan" sé ég nokkrum sinnum en ekki CIA. 

H.T. Bjarnason 28.11.2009 kl. 12:09

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Herferð H.T.Bjarnasonar heldur ótrauð áfram á moggablogginu, enda ekki vanþörf á aðstoð við að hreinsa hið útbíaða orðspor CIA eftir síðustu öld og það sem af er þessari!

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.11.2009 kl. 04:22

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hversvegna stendur þá í fréttinni að málið þykir hið vandræðalegasta fyrir CIA, ef sú stofnun hefur ekkert með malið að gera.

Jakob Falur Kristinsson, 29.11.2009 kl. 11:08

6 identicon

Nú ætla ég að afrita fréttina af mbl.is þannig að þú getur séð með eigin augum að ekkert sé talað um CIA.

 "Áfram heldur hið sérkennilega mál boðflennanna í veislu Hvíta hússins. Nú hefur komið í ljós að hjónin óforskömmuðu hittu Barack Obama, þvert á yfirlýsingar leyniþjónustunnar um að þau hafi aldrei komist nálægt forsetanum og því hafi honum aldrei stafað hætta af yfirsjón öryggisgæslunnar. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir leyniþjónustuna.

Hvíta húsið hefur nú sent frá sér mynd sem sýnir Michaelle Salahi alsæla í handabandi með Obama og í bakgrunni má sjá forsætisráðherra Indlands, sem var heiðursgestur boðsins. Salahi hjónin eru c-stjörnur úr raunveruleikasjónvarpsþáttum og var ekki boðið til veislunnar. 

Leyniþjónustan hefur nú tekið á sig alla sök fyrir uppákomunni og segjast í tilkynningu hafa bæði djúpar áhyggjur af og skammast sín fyrir að þetta hafi getað gerst. Áður hafði talsmaður leyniþjónustunnar, Jim Mackin, lýst því yfir að hjónin verði hugsanlega kærð fyrir glæpsamlega hegðun. Nú þykir hinsvegar ljóst að leyniþjónustan fylgdi ekki eigin öryggisreglum um gæslu forsetans. Talsmenn Hvíta hússins hafa þó lýst því yfir að Obama hafi enn fullt traust á leyniþjónustunni.

Salahi hjónin virðast því ætla að sleppa með skrekkinn og þakka sumir þeim kærlega fyrir að hafa með sakleysislegum hætti sýnt fram á galla í öryggisgæslu forsetans, þótt það hafi sennilega ekki verið markmið þeirra þegar þau smygluðu sér í partýið."

H.T. Bjarnason 29.11.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mé er andskotans sama hvort það stóð CIA eða leyniþjónustan, því þetta er allt það sama ruglið.

Jakob Falur Kristinsson, 29.11.2009 kl. 12:12

8 identicon

Það er gott að sjá að þú hafir tekið hina skynsamlegu afstöðu.

H.T. Bjarnason 29.11.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband