Sjórán

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt stóru flutningaskipi sem var að flytja olíu til Bandaríkjanna. Skipið, sem er í eigu gríska fyrirtækisins Maran Centaurus, var rænt í gær um 1300 km undan ströndum Sómalíu að sögn talsmanns sérsveitar sjóhers Evrópusambandsins.

Alveg er það ótrúlegt hvað þessir sjóræningjar geta komist upp með.  Þegar búið var að raða herskipum undan ströndum Sómalíu, þá brugðust sjóræningjarnir þannig við að fara á sínum manndrápsfleytum enn lengra á haf út og ræna nú þar hvert skipuð eftir annað.


mbl.is Rændu stóru olíuflutningaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Skrítið að þetta sjóræningjalið skuli ekki vera skotið miskunnarlaust niður hvar sem til þeirra næst og móðurskipunum þeirra sökkt. Lítum okkur nær ...af hverju er ekki farið með verslunarræningja og innbrotsþjófa hér á landi eitthvað afsíðis og þeir barðið þar til óbóta? Það er örugglega miklu ódýrara en að eyða tíma og fjármunum í yfirheyrslur og svoleiðis vesen. Kenna þessu hyski að það sé vont að vera nappaður eftir rán og innbrot.

corvus corax, 30.11.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: el-Toro

þó svo þessir "sjóræningjar" séu farnir að sigla lengra frá landi til að ná sér í fórnarlömb, þá get ég nú ekki tekið undir að herskipum hafi verið raðað upp að ströndum landsins á neinu tímabili.  það voru nokkur herskip þarna auðvitað, en þetta er gríðarlegt flæmi sem þeir þurfa að verja.

þessi manndrápsfelytur þeirra eru á ögn stærri en árabátar (sést á mynd við fréttina) með utanborðsmótor.  það eru engin móðurskip sem senda út þessa litlu báta.  við erum ekki að tala um Terminator hérna sko.  á þessum litlu bátum sínum eru þeir með eldflaugar og byssur og hóta því að skjóta gat á skipin ef þau gefast ekki upp tafarlaust. 

til að vinna bót á máli þessu, er eins og í flestum tilfellum að gera öfugt við það sem bandaríkin hafa verið að gera síðustu árin í sómalíu.  þessir sjóræningjar lifa við full miklar nægtir í annars mjög svo fátækum sjávarþorpum við strendur Sómalíu.  væri örugglega ekki erfitt að spotta þá ef leiniþjónusta bandaríkjanna gæti dregið hausin út úr rassgatinu á Bin laden í eitt augnablik og þefað af raunveruleikanum.

til gamans má geta að sómalísk stjórnvöld hafa löngum kvartað yfir því að gömul skip frá evrópu, bandaríkjunum og kína sé strandað við strendur sómalíu og nágranna landana til að losna við gömul skip.  þessir "sjóræningjar" sögðu eitt skipti er í þá náðist að slíkt hefði minnkað til muna eftir að þeir hófu iðju sína.

el-Toro, 30.11.2009 kl. 13:38

3 identicon

SJÓRÁN JIHADISTA ÚT Í  HAFSAUGA

 

Árið 1786 átti Thomas Jefferson, sem þá var sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi og John Adams, sem þá var sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi fund í London við sendiherrann frá Tripóli, Sidi Haji Abdul Rahman Adja. Jefferson og Adams spurðu hvaða rétt Barbaríu ríkin hefðu til að ræna Bandarískum skipum, og hneppa áhafnirnar og farþegana í þrældóm.


Adja svaraði því til að aðgerðir Íslamskra þjóða væru ,, ——– grundvallaðar á Lögmálum Spámanns þeirra, að skrifað stæði í Kóraninum, að allar þjóðir sem ekki hefðu játast Íslam og undirgefni við Íslam væru syndaselir, og að það væri réttur og skylda að berjast við þá og taka fanga, (Kóran  009:005) og að sérhver Múslimi sem félli í orrustu væri tryggð dvöl í Paradís.”

 

 

Meira  lesefni   hér     eða  ef  hlekkurinn  ekki  virkar  þá    er  slóðin  þessi.

 

 

http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/11/30/sjoran-jihadista-ut-i-hafsauga/

 

Helga Ingólfsdóttir 30.11.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: el-Toro

Helga mín, í dag er 2009.  ekki 1786.

það er mín reinsla þegar maður rýnir í hin ýmsu málefni, að passa sig að kítta sig ekki við kanntana.  reina að forðast öfgarnar, hvorummegin sem er.  reina að skilja hlið beggja og hugsa hlutina út frá þeim sem eiga hlut að máli.

þú ert nú ansi nálægt naflanum í öfgakristnini þinni ef marka má þessa stuttu lesningu hjá mér á bloggsíðunni þinni.  ég tek það fram að ég á eftir að lesa meira þarna, þannig að álit mitt gæti breist....

öll trúarbrögð eiga það sameiginlegt að vera gömul og úr takti við nútíman.  islam er ekkert einstakt í því efni.  sagan er skrifuð af sigurvegurunum.  við erum hinir sigurvegarar lífsins, við búum á vesturlöndum og lifum í mun betri heimi heldur en fólk frá arabískaganum og asíu.  það að múslimar halda svo sterkum taugum við trúnna sína er afleiðing fátæktar, lélegs skólakerfis, ótraustrar vinnu, lágar tekjur, lélegar samgöngur og fleira í þessum dúr.  þessir þættir eru kallaðir einu orði innviður samfélagsins.  innviður þessarra samfélaga sem hafa orðið undir í lífinu endurspeglar svo menningu þessarra þjóða. 

og svo til að þagga niður í rasistunum strax, þá á ekkert öðruvísi við um samfélagið á vesturlöndum t.d. Ísland.  eini munurinn er sá að við erum sigurvegarar.  okkar samfélag hefði aldrei getað þróast í þessa átt nema fyrir það að aðrir hafi þurft að þjáðst.  mannlegt eðli segir manni að það séu sigurvegarar og það eru þeir sem tapa.

el-Toro, 30.11.2009 kl. 20:54

5 identicon

El-Toro,  Þú  segir:

 

,,það að múslímar halda svo sterkum taugum við trúnna sína er afleiðing fátæktar, lélegs skólakerfis, ótraustrar vinnu, lágar tekjur, lélegar samgöngur“

 

Mistök  þín  hér  er    tala  um  íslam  sem  trúarbrögð.  Það  er  ekki  þannig   ,,íslam“  er  pólitísk  hreyfing  sem  er  alræðisstefna,  sem  stjórnar  í  smáatriðum   lífi  fólks  út  og  inn.   Þessum  flokkum  stjórna    ,,imamar“  sem  hafa  aðsetur  í  moskunum.  Stjórnarskrá  þeirra  er  Kóraninn,  og  útfærð  lög  eru  Shariah.

 

Slík  stjórn  skapar  ekki  grundvöll  fyrir  blómstrandi  þjóðlíf  í  listum,  vísindum, félagsmálum   og  bókmenntum.  Við  höfum  séð  tvær  svona  draumsýnir  rísa  og  hníga  á  síðustu  öld.  Íslam   á  enga  möguleika  í  samkeppni  við  lýðræðið.

  

Múslímar  lögðu  undir  sig  lönd  sem  voru  með  blómlega  menningu  og  ástand  á  þeim  tímum  sem  múslímar  komust  til  valda.   Þeir  drápu  um  280  milljónir  manna  á  þeim  tíma  og  fram  á  okkar  daga.   Á   um  það  bil  300  ára  tímabili  sem  er  venjulega  það  tímabil  sem  tekur    íslamsvæða  sigraðar  þjóðir,  þá   hnignar  öllu  og  ástandið  verður  eins  og  þú  telur  upp  hjá  þér.

 

Ef  þú  skilur  ensku  þá  er   nokkuð  fróðlegt  samtal  hér  á  þessu  myndbandi  sem  þú  gætir  haft  áhuga  á    sjá:   http://www.youtube.com/watch?v=NU_e7NJTOIY&feature=player_embedded

 

 Mbk.

Helga Ingólfsdóttir 30.11.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: el-Toro

veistu Helga,  ég var að svara nákvæmlega eins grein frá þér áðan hjá annari athugasemd frá þér.  þetta nákvæmlega sama orðalag og sama bullið fær mig til að vera ennþá vissari að þú sért vélmenni :)

hættu þessu bulli þínu og reindu að lesa þér til á báðum endum öfgana frekar.  þá kannski færistu nær raunveruleikanum þegar þú getur vinsað frá þá hluti sem þú veist að eru rangir út af því að þú hefur lesið þér til um hlutina og ert orðin þjálfuð í að hugsa sjálfstætt.

þú hljómar eins og einhver bæklingur frá miðöldum.

ég hefði gaman að vita hvar þú lést heilaþvo þig svona rosalega.  og ef mögulega hvernig hægt var að koma þessum hugmyndum inn í hausin á þér. 

en að öllu gamni sleppt, hafðu það sem allra best.  ég vona að þú takir þetta sem uppbyggilega gagnrýni og haldir áfram að lesa þér til um þessa hluti. 

el-Toro, 30.11.2009 kl. 22:53

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef aldrei séð annað eins bull og kjaftæði og kemur frá elToro.  Hann er að reyna að þykjast vera einhver sérfræðingur í málefnum Sómalíu og Íslam.  En skrifar samt eins og sá sem ekkert veit, þótt ég hafi skrifað að herskipum sé raðað við strendur Sómalíu, þá átti ég ekki við neina röð af herskipum.  Heldur er fjöldi herskipa á þessu svæði til að koma í veg fyrir sjórán.  Hvað varðar Íslam, þá voru það eitt sinn trúarbrögð en hafa snúist í að vera tákn fyrir alls hins slæma og eru í reynd orðið að stjórnmálaafli og séu sigurvegarar og þeir sem tapi séu hinir raunverulegu sigurvegarar.  Hvaða sigur unnu t.d. allir þeir sem töpuðu öllu sínu í fjármálahruninu á Íslandi. 

Hvað varðar að ýmsar þjóðir losi sig við gömul skip með því að sigla þeim í strand við strendur Sómalíu er ekki rétt.  Þarna villist þú á löndum, því þetta á sér stað í Thælandi og er gert með samþykki stjórnvalda þar.  Vegna þess að fjöldi manna hefur sitt lífviðurværi af því að rífa niður þessi skip og landið fær talsverðar tekjur af útflutningi brotajárns úr þessum skipum. Gagnrýni þín á skrif Helgu Ingólfsdóttur er þér til skammar því hún hefur nákvæmlega rétt fyrir sér,  En sú gagnrýni þín sýnir einfaldlega að þú veist ekkert um þessi mál og ætti að skammast þín fyrir allt þetta bull og kjaftæði.

Jakob Falur Kristinsson, 1.12.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: el-Toro

sæll Jakob,

ég hef aldrei sagst vera sérfræðingur í einu né neinu.  ég hef hinsvegar yfir að ráða mikilli þekkingu um þessi mál sem ég er að tala um. 

mér þykir leitt að heira álit þitt á islam sem tákn hins illa og stjórnmálaafl.  ég hvet þig til að lesa þér til um islam á sem fjölbreitilegasta máta.

ég var ekki að tala um thæland þegar ég var að tala um þegar vestræn úrelt skip séu siglt í strand og skilin eftir.  ég las viðtal, meira að segja á bbcnews.com þar sem einn af sjóræningjunum í "SÓMALÍU" segir að gömlum úreltum skipum sé ekki lengur siglt í strand við strendur sómalíu eftir að sjóránin urðu þetta almenn.  ég veit ekki Jakob, hvernig ég á að útlista þetta betur fyrir þér.

svo er náttúrulega annað mál hvort þessi sjóræningi er að segja sannleikan eður ey.

eins grátbroslegt eins og það er.  þá með skrifum ykkar Helgu eru þið í raun að lísa því yfir hversu lítil ykkar vitneskja er um islam.

ég ætla hinsvegar ekki að hafa þetta lengra.  ég bið ykkur vel að lifa.

el-Toro, 1.12.2009 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband