Vatn

Við getum lifað af stríð og hörmungar en án ómengaðs vatns lifir enginn nema í 1-3 daga, sagði Nelson Mandela á sínum tíma.

Ég var að horfa á mjög fróðlegan þátt í sjónvarpinu í gærkvöldi, sem fjallaði um vatn.  Þar kom fram að vatn er að verða verðmætari en olía í heiminum og mikil barátta er um vatnið.  Einnig var farið vel yfir hvernig mörg stórfyrirtæki hafa með aðstoð frá Alþjóðabankanum og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, náð yfirráðum yfir vatni í mörgum ríkjum og rústað þar með öllum möguleikum íbúa til að bjarga sér.  Í Brasilíu setti AGS það sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð að stórfyrirtæki frá Bandaríkjunum fengju öll vatnsréttindi landsins afhent án nokkurrar greiðslu.  Víða í Bandaríkjunum hafa þessi stóru vatnsfyrirtæki farið inn á landbúnaðarsvæði og keypt í mesta lagi einhvern lítinn landskika og bora síðan eftir vatni og dæla upp í stórum stíl, sem hefur síðan orsakað að flestir bændur á svæðinu misstu sitt vatn.  Síðan er þessu vatni dælt á vatnsflutningabíla og að lokum átappað á flöskur til sölu í verslunum, með stórhagnaði. En svæðið þar sem vatnið var tekið breytist í forarsvað með tilheyrandi mengun.  Einnig voru sýndar myndir fá Indlandi, þar sem fólk hefur öldum saman búið við ómengað vatn og hefur getað stundað ýmiskonar landbúnað.  En þá komu stóru vatnsfyrirtækin og rústuðu öllu, það sama hefur líka skeð víða í Afríku.  Þessi fyrirtæki koma og hirða vatnið og skilja síðan allt eftir í rúst.  Víða í löndum Asíu og Afríku hafa þessi fyrirtæki komið upp stöðum, þar sem fólk getur fengið að kaupa sér vatn til neyslu.  En fátæktin er slík að margir hafa ekki efni á að kaupa vatnið og verða því að sætta sig við að notast við mengað vatn, sem safnað er saman af þökum húsa þegar rignir og veikjast vegna þess.  Það er talið að í hinum fátækari hluta heimsins deyi yfir 70 þúsund börn árlega fyrir 5 ára aldur vegna notkunar á menguðu vatni.  Nú hefur hinsvegar indverskur hugvitsmaður stofnað samtök til að berjast gegn þessari þróun og hefur hannað tæki, sem notar útfjólubláu geisla sólarinnar til að drepa alla sýkla í vatninu.  Þetta hefur nú víða verið sett upp í löndum Asíu og Afríku og þar sem slík tæki eru sett upp fá nú loksins hinir fátæku ókeypis vatn til notkunar.  En þessi samtök óttast mikið að hin stóru vatnsfyrirtæki stoppi þetta, þar sem þau hafa víða keypt öll vatnsréttindi í mörgum þessara landa.  Það var einnig sýnd mynd frá Bandaríkjunum af hjónum á veitingarstað, sem pöntuðu sér vatn í flöskum með matnum og síðan sást þjóninn fara út í bakgarð og láta þar kranavatn renna í flösku með áletrun að um ómengað vatn væri að ræða og bar síðan á borð fyrir hjónin.  Einnig var sýnd athyglisverð hringrás vatnsins hjá venjulegum Bandaríkjamanni.  Hann fer í sturtu í menguðu vatni, sem samt skaðar húðina, en vatn til að drekka kaupir hann á dýru verði í næstu verslun, síðan pissar hann þessu vatni í klósettið og það fer sömu leið og baðvatnið og sú leið er í gegnum hreinsikerfi þess vatnsfyrirtækis sem sér um vatnið á viðkomandi svæði og er síðan sett aftur inn í vatnskerfið og notað á ný.  Það eru allir möguleikar nýttir til að græða á.  Ekki nota þessi fyrirtæki geislatæknina til að hreinsa vatni, heldur nota síur til að tala mesta viðbjóðinn úr vatninu og er það því jafn mengað og áður.  Þessi geislahreinsitæki eru nokkuð dýr og því tíma þessi fyrirtæki ekki að nota þau.  Ég var á sínum tíma einn vetur verkstjóri í rækjuvinnslu á Brjánslæk á Barðaströnd.  Þar var allt vatn til verksmiðjunnar sótt langt upp í fjallshlíð og á því svæði gekk laus þó nokkuð af sauðfé á sumrin og skildu auðvitað eftir sig úrgang, sem með rigningarvatni rann í sama lækinn og vatnið var tekið úr.  Var því hótað að loka verksmiðjunni því að í vatnssýnum frá verksmiðjunni mældust alltaf saurgerlar, þótt að mikið síukerfi hafi verið á vatnsinntakinu.  Þá keypti eigandi verksmiðjunnar, Eiríkur Böðvarsson frá Ísafirði, eitt svona geislatæki til að hreinsa vatnið og þegar ég hafði sent fyrsta vatnssýnið í rannsókn var hringt í mig frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins og spurt hvar í ósköpunum við fengjum þetta vatn, því þeir höfðu aldrei fengið áður vatn til skoðunar sem væri nánast eins og sótthreinsað, ekki ein einasta sýking væri í okkar vatni.  Fyrst einstaklingur sem rak litla rækjuverksmiðju nánast út í sveit gat keypt slíkt tæki ættu þessir milljarða vatnsrisar að geta það, en peningagræðgin er slík að þeir hafa engan áhuga.

Á Íslandi var mikið deilt um lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lagði fram á þingi en þar var gert ráð fyrir að einkavæða vatnið á Íslandi og heimila að stofna eignarhaldsfélög til að kaupa vatnsréttindi og feta þar með í fótspor Bandaríkjanna og þessi umræða endaði þannig að lögin voru samþykkt.  En um leið og Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar beitti hún sér fyrir því að þessum lögum var breytt og er í dag ekki heimilt að stofna félög til að eignast vatnsréttindin á Íslandi og allir landsmenn hafa jafnan aðgang að ókeypis vatni.  Hinsvegar eru möguleikar Íslands miklir hvað varðar útflutning á fersku vatni og í dag erum við að flytja út mikið vatn í flöskum.  En þar sem hin stóru vatnsfyrirtæki heimsins hafa beitt blekkingum við sölu á hreinu vatni, er markaðssetning erfið því þessir risar ráða nær öllu og fólk er hætt að treysta því að vatn á flöskum sé ómengað.  Þannig að útflutningur á vatni verður alltaf frekar smár i sniðum, því ættum bið íslendingar að kaupa nokkur tankskip sem væru svona 300-500 þúsund að stærð og flytja vatnið þannig út og koma á svipuðu fyrirkomulagi og er með olíuna að þetta vatn væri selt hæstbjóðanda. Þá yrði hver farmur seldur á nokkra milljarða og á hverju ári gætum við náð okkur í mörg hundruð milljarða króna gjaldeyristekjur.Eftirfarandi er álit Sameinuðu Þjóðanna á vatni;

Einkavæðing á vatni er glæpur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband