Alþingi

Oft hefur umræðan á Alþingi verið skrýtinn og vitlaus, en aldrei eins og nú.  Við 2. umræðu um Icesave-frumvarpið, raða þingmenn stjórnarandstöðunnar sér á mælendaskrá og flytja hverja ræðuna eftir aðra, sem fæstar eru um efnisatriði frumvarpsins heldur þvælt um allt á milli himins og jarðar.  Þegar hver þingmaður hefur lokið sinni ræðu, koma 5-6 þingmenn upp í andsvörum til að spyrja viðkomandi þingmann, hvort hann sé ekki örugglega sammála því sem hann sagði í ræðu sinni.  Síðan kemur viðkomandi þingmaður upp aftur og aftur til að svara fyrirspurnunum og auðvitað er hann sammála sjálfum sér, því annars hefði hann ekki flutt sína ræðu.  Svona gengur þetta dag eftir dag, og viku eftir viku.  Illugi Gunnarsson var í viðtali í Kastljósi í gær og hann sagði að þetta væri ekki málþóf heldur þyrfti að ræða þetta mál svo vandlega á Alþingi, til að efnismeðferð málsins væri nægjanlega góð og bætti við í lokin að öruggt væri að þótt Icesave-frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi forsetinn ALDREI staðfesta þau lög, heldur vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar yrði málið örugglega fellt.  Til hvers þarf þá svona mikla umræðu um frumvarp sem þingmenn telja að verði ALDREI að lögum. Vita þessir þingmenn, sem taka þátt í þessum skrípaleik á Alþingi að það er lýðræði á Íslandi og sú ríkisstjórn, sem nú situr, er studd af meirihluta þingmanna, sem voru kosnir í lýðræðislegum kosningum.  Það versta sem gæti komið fyrir forustumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ef núverandi ríkisstjórn segði af sér.  Því þeir treysta sér ALDREI til að taka við hinum eitraða kaleik, sem Icesave-málið er.  Sjálfstæðisflokknum þykir nóg að hafa búið til þetta mikla vandamál og munu því ekki vilja taka þátt í að leysa það.  Ef Illugi Gunnarsson er svona sannfærður um að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og verði fellt þar ætti að vera óþarft að flytja allar þessar ræður eða er telur Illugi að þjóðin sé svo heimsk að hún geti ekki tekið ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að þurfa fyrst að vita að margir þingmenn séu sammála sjálfum sér.  En í viðtalinu kom skýrt fram að Illugi er ekki sammála því sem hann sjálfur er að segja á Alþingi í þessari umræðu allri.  Síðastliðið haust þurfti þáverandi ríkisstjórn að fá samþykkt með hraði ákveðin lög í kjölfar bankahrunsins og þá sýndi stjórnarandstaðan þá ábyrgð að greiða götu allra þeirra mála.  En nú þegar núverandi ríkisstjórn er á fullu að moka upp skítinn og óþverrann eftir fyrri ríkisstjórnir, sýnir stjórnarandstaðan algert ábyrgðaleysi, sem sýnir best að þeir flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu kunna það ekki og í stað málefnalegrar umræðu er gripið til þess ráðs að þingmenn spyrja hvern annan oft á dag hvort þeir séu sammála sjálfum sér. 

Er ekki allt í lagi með þetta lið, sem kallast þingmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband