Festi

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið af skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festi ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess. Starfsemi félagsins felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði sem samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheimildum.

Festi ehf. er gott dæmi um gallana á núverandi kvótakerfi.  Þetta fyrirtæki var upphaflega stofnað í Grindavík og gerði út tvö loðnuskip og hafði aflaheimildir í loðnu og síld. Eftir að annað skipið, strandaði við Noreg á sínum tíma var hitt skipið selt og allar veiðiheimildirnar.  Þá áttu eigendur þessa félags nokkra milljarða.  Einn eigandinn hóf trilluútgerð frá Sandgerði og varð frægur þegar hann stundaði róðra á kvótalausum bát sínum.  En hinir hluthafarnir tveir keyptu fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og keyptu hvern bátinn eftir annan og aflaheimildir í stórum stíl á uppsprengdu verði kr. 3000-4000 þúsund krónur fyrir hvert kíló af óveiddum þorski.  Þannig að milljarðarnir voru fljótir að fara í allar þessar fjárfestingar.  Sjálfur reksturinn skilaði ALDREI neinum hagnaði, en þar sem þetta fyrirtæki átti orðið svo miklar eignir að auðvelt var að fá lán, þá gekk þessi rekstur sæmilega fyrir lánsfé.  En svo kom að því að bankinn gat ekki lánað meira og þá hrundi þetta allt eins og spilaborg.  Þetta er einungis fyrsta dæmið úr sjávarútveginum sem kemur upp á yfirborðið, en örugglega ekki það síðasta.  Það eiga mörg sjávarútvegsfyrirtæki eftir að fara sömu leið á næstu mánuðum.  Þetta sýnir betur en nokkuð annað hvað brýnt það er að stokka upp á nýtt í þessu kerfi.  En nú er bara spurningin sú hvort einhverjir kaupendur eru að þessum gjaldþrota fyrirtæki og sjálfsagt verða einhverjir útgerðarmenn sem stökkva á þetta og fá allan pakkann gegn yfirtöku lána og kenna svo fyrningarleiðinni um þegar allt fer í þrot aftur, sem næsta öruggt er að gerist. 

Þetta kallast kvótabrask.


mbl.is Landsbankinn setur Festi í sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband