SMS-skilaboð

Vefurinn Wikileaks hefur birt upplýsingar um smáskilaboð sem Þorsteinn Ingason, fyrrverandi fyrrverandi fiskverkandi og útgerðarmaður, sendi fyrr á árinu á Finn Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra.

Þorsteinn Ingason, hefur árum saman verið í deildum við banka, sem sífellt skiptir um nafn.  Fyrst var það Búnaðarbankinn, sem varð að Kaupþingi, Nýja-Kaupþingi og nú Arion-banki.  Deilan snýst um það að á sínum tíma var fyrirtæki Þorsteins Ingasonar einn aðaleigandi að togaranum Hólmadrangi frá Hólmavík.  1988 var tekið lán hjá Búnaðarbankanum og sem trygging fyrir láni þessu lagði fyrirtæki Þorsteins hluta af sínum hlutabréfum inn hjá Búnaðarbankanum og útbúið var skjal þar sem bankinn ábyrgist að skila þessum hlutabréfum þegar lánið væri uppgreitt.  En við einkavæðingu Búnaðarbankans, þar sem Finnur Ingólfsson var einn af þeim, sem eignuðust bankann og tók virkan þátt í rekstri hans, glataðist áðurnefnt skjal.  Þótt lánið hafi verið fyrir löngu greitt upp fannst þetta skjal aldrei og Þorsteinn fékk ekki til baka sín hlutabréf og missti því Þorsteinn því meirihluta sinn í áðurnefndri útgerð togarans Hólmadrangs og varð fyrirtæki hans því gjaldþrota  En löngu seinna þegar Finnur Ingólfsson var búinn að stofna eignarhaldsfélag um allt sitt fjármálabrask, komu þessi hlutabréf þar fram sem eign Finns. 

Finnur Ingólfsson hefur verið eins og krabbamein í íslensku fjármálalífi í mörg ár.


mbl.is SMS skilaboð til Finns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Gott að vita þetta.Ég fylgist alltaf með síðunni þinni.

Ég vona að sem flestir sendi upplýsingar til Wikileaks. Leyndin skapar mikla tortryggni og grefur undan trausti á Alþingi. Ég held að það traust muni vera í sögulegu lágmarki núna . Menn eins og FI , einn gerspilltasti stjórnmálamaður

íslandssögunnar ef ekki bara ótíndur glæpamaður, bæta ekki ímyndina.

Við verðum að geta treyst alþingismönnum, allt skal koma í dagsins ljós og engu haldið undan. Þeir tímar eru liðnir.

Árni Þór Björnsson, 7.12.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband