Fullveldi Íslands

Fullveldið var umfjöllunarefni þáttar Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisands, á Bylgjunni í dag. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að fullveldið sé í hættu þar sem ríki sem getur ekki staðið við skuldbindingar sínar geti talist fullvalda ríki. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, félagi í Heimssýn, sagði í þættinum að þau ríki sem væru aðildarríki Evrópusambandsins hafi glatað fullveldi sínu.

Ég tek heilshugar undir að ríki, sem ekki getur staðið við sínar skuldbindingar, mun fyrr eða síðar glata sínu fullveldi,því hef ég áður nefnt að við ættum að sækjast eftir að fá að vera fylki í Noregi.  En að það glatist við inngöngu í ESB er þvílíkt andskotans kjaftæði að það hálfa væri nóg.  ESB eru samtök fullvalda ríkja.  Eða telja þessi samtök sem kallast Heimsýn að Þýskaland, Frakkland, England, Spánn ofl. ríki, séu ekki fullvalda ríki. 

Sá áróður er kjaftæði og lygi og sett fram gegn betri vitund.


mbl.is Tekist á um fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Jakob Falur, hér hefðir þú miklu fremur átt að veita því eftirtekt, að það er Guðmundur Hálfdánarsn sem fer hér með það, sem þú kallað "kjaftæði". Hann hefur lengi staðið í því (mætti halda, að það væri hálft hans starf) að gera lítið úr gildi eiginlegs fullveldis, hann hefur relatívíserað það (gert það afstætt) og látið eins og það skipti ekki máli, þótt það skerðist í 1. lagi samkvæmt þeim miklu stjórnarskrárbreytingum, sem gerðar yrðu við inngöngu (viljandi innlimun) í Evrópubandalagið (EB, ESB), og í 2. lagi við þær tröllauknu valdheimildir sem yfirstofnanir EB fengju þar með yfir okkar málefnum.

Þessa relatíviseringu sína og sjálft fullveldsframsalið réttlætir Guðmundur m.a. með þeirri fullyrðingu, að við höfum ekki verið 100% fullvalda á þjóðveldisöld (!), og umfram allt með þvi, að við fáum það, sem EB-sinnarnir kalla "hluttöku í fullveldi hinna þjóðanna í ESB". En sú fullyrðing er gersamlega hláleg, þegar horft er á það algera valdaleysi og nánast algera áhrifaleysi sem biði okkar í því bandalagi. Eins lítil og áhrif okkar þar yrðu við inngöngu, yrðu þau ennþá minni eftir breytingar (nú þegar ákveðnar) á valdahlutföllum milli stórþjóanna og hinna smærri þar, sjá um það sérstaklega þessa grein eftir Harald Hansson viðskiptafræðing: Ísland svipt sjálfsforræði.

Með von um, að þú hugleiðir þá grein, kryfjir hana til botns í allri hennar dýpt, sem og þessi framansögðu atriði,

Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jakob, hvort er Ísland fullvalda þegar það getur tekið sjálft ákvarðanir um flest eða öll sín mál sjálft eða þegar þær ákvarðanir eru teknar af öðrum?

Ríki Evrópusambandsins hafa framselt það mikið af fullveldi sínu til sjálfstæðra stofnana sambandsins að þau geta ekki talizt fullvalda lengur. Hins vegar er staða ríkjanna mismunandi að þessu leyti. Því minni sem ríkin eru því minna hafa þau að segja um eigin mál vegna þeirrar reglu Evrópusambandsins að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra til áhrifa innan þess, fer eftir því hversu fjölmenn þau eru.

Þetta er ekkert flókið. Það er auðveld að segja að eitthvað sé kjaftæði án þess að hafa fyrir því að rökstyðja það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.12.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú hefur uppi barnalegan málflutning Jakob. Öllum má vera ljóst, að það eru ekki minnstu ríkin sem stjórna Evrópusambandinu. Öllum má einnig vera ljóst, að völd einstakra þjóðríkja innan ESB fara minnkandi. Nýlenduveldin sem stjórna ESB stefna að stofnun Þriðja ríkisins, þar sem núverandi þjóðríki verða í stöðu sem svipar til þeirrar sem Íslendskar sýslur eru í núna innan Íslendska ríkisins.

 

Fullvalda ríki merkir, að það hefur fullt vald yfir ÖLLUM sínum málum. Þú hlýtur að skilja að þetta gildir ekki um aðildarríki Evrópusambandsins. Þau rök sem aðildarsinnar nota fyrir inngöngu í ESB eru nákvæmlega þau sömu sem notuð voru gegn slitum á ríkjasambandi Íslands við Danmörku. Varla telur þú, að Ísland hafi verið fullvalda ríki í því sambandi.

 

Þeir sem hafa drauma um að verða borgarar Þriðja ríkisins, ættu að hafa heiðarleika til að játa forsendur sínar. Það er óheiðarlegt að halda því fram, að afsal fullveldis við inngöngu í ESB sé ekki afsal fullveldis. Það er óheiðarlegt að tala um “hlutdeild í fullveldi hinna þjóðanna í ESB” eða fáránleikann “hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar”. Fullveldi er ekki huglægt ástand, heldur lögfræðileg skilgreining. Annað hvort er ríki fullvalda eða ekki, enda er þjóð sem hefur glatað fullveldi sínu ekki lengur ríki.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.12.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þið sannfærið mig ALDREI um að ríki ESB, séu ekki fullvalda ríki.  Þau eru það öll.

Jakob Falur Kristinsson, 7.12.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jakob, fróðlegt væri að sjá hvaða skilgreiningu þú telur eðlilega varðandi fullveldi. Ekki bjóða samt upp á skýringu Eiríks Bergmann Einarssonar um "hið huglæga sjálfstæði". Við gætum strax hætt að tala saman, ef fullveldi er huglægt og því einstaklingsbundið.

Ég minni á: http://indefence.is/

Nú vantar bara rúmlega 100 til að ná 30.000 !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband