Alþingi

Formenn þingflokka áttu í dag fund með forseta Alþingis um atburði morgunsins í fjárlaganefnd. Í kjölfarið funduðu formenn flokkanna og á næsta klukkutíma munu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd setjast niður og ræða málin. Einn nefndarmanna telur þó alls óvíst að niðurstaða fáist.

Auðvitað fæst engin niðurstaða og það furðulega er, að það þurfi að semja sérstaklega um að ákveðið mál fari til fjárlaganefndar.  Ég hélt að eftir hverja umræðu á Alþingi færu mál nánast sjálfkrafa til viðkomandi nefndar.  En það á ekki við um Icesave-frumvarpið, þar er annarri umræðu ekki lokið og því fer mákið ekki til fjárlaganefndar.  En svo virðist, sem fjárlaganefnd vilji ekki taka við málinu aftur.  Því munu þingmenn aftur fara að ræða um Icesave, næstu daga og nætur.  En öll sú umræða er tilgangslaus og skilar engu.  Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þórðarson, sagi í fréttum í gær að það ætti eftir að ræða þetta mál vel og lengi áður en kæmi að málþófi og engar líkur væru á að það kæmi til fjárlaganefndar á næstunni, en þar á þingmaðurinn sæti.  Ef öll sú umræða, sem hefur verið um þetta mál við aðra umræðu og er ekki málþóf.  Þá býður okkar mikill hryllingur, þegar sjálft málþófið tekur við, sem mun sennilega standa fram á næsta ár.

Eftir allar þær ræður, sem hafa verið fluttar um Ivesave-frumvarpið, eigi síðan að taka við málþóf með endurteknu efni.  Hvort sem þingmönnum líkar það betur eða verr, getum við ALDREI komist hjá því að greiða Icesave-skuldina.  Auðvitað mun það ekki afla núverandi ríkisstjórn neinna vinsælda, en svo virðist vera að stjórnarandstöðunni sé svo umhugað um að núverandi ríkisstjórn sitji áfram, að þeir leggja nótt við dag til að forða henni frá falli.  Ástæðan er einföld; 

Stjórnarandstaðan treystir sér ekki í ríkisstjórn.


mbl.is Fundað utan þingsals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband