Alþingi

Það var fróðlegt að fylgjast með atkvæðagreiðslunni á Alþingi í gær, sem lauk með því að Ivesave-frumvarpið var samþykkt til fjárlaganefndar og þriðju umræðu, með 32 atkvæðum gegn 29.   Margir þingmenn gátu ekki stillt sig um að taka til máls og gera grein fyrir atkvæði sínu og bæta aðeins meira við athugasemdum um þetta frumvarp.  Meira að segja Ögmundur Jónasson, tók til máls og sagðist greiða atkvæði gegn málsmeðferð þessa frumvarps og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.  En sat ekki þessi sami Ögmundur í þeirri ríkisstjórn, sem undirbjó þetta frumvarp.  Lilja Mósesdóttir, sagði að í sumar hefði skuldir þjóðarinnar verið áætlaðar 250% ef væru nú orðnar yfir 360% og greiddi síðan atkvæði gegn frumvarpinu.  En Lilja gleymdi að segja frá því af hvaða upphæð þessar prósentur eru reiknaðar.  Er þetta hlutfall af landsframleiðslu? eða af skuldum Færeyinga?  Hvaða hlutfall er Lilja að tala um?  Það veit enginn eftir þessar upplýsingar Lilju.  Ásmundur Einar Daðason, gerði einnig grein fyrir sínu atkvæði, sem var svona;

"Ég er á móti þessu frumvarpi en núna ætla ég að greiða því mitt atkvæði."

Björn Valur Gíslason benti réttilega á hverjir bæru ábyrgð á að þetta vandræðamál væri komið til, en Sjálfstæðisflokkurinn ber þar auðvitað alla ábyrgð.

Haustið 2008 lagði Ríkisstjórn Geirs H. Haarde fram á Alþingi tillögu um að ríkisstjórnin fengi umboð til að semja við Breta og Hollendinga um Icesave-skuldina.  Dómstólaleiðin væri talin ófær og þessi tillaga var samþykkt og samninganefnd skipuð og sú nefnd kom heim með' samning um að Bretar og Hollendingar lánuðu Íslandi til að greiða þessa skuld.  Sá lánasamningur var til 12 ára með 6,5% föstum vöxtum og afborgunarlaus í þrjú ár.  Þar með var lögð sú lína að semja, frekar en fara með málið fyrir dómstóla.Nú þykjast Sjálfstæðismenn hvergi hafa komið nærri og núverandi samningur, sem er með 5,5% vöxtum og afborgunarlaus í sjö ár sé einn versti milliríkjasamningur, sem Ísland hafi gert og ekkert þýði að vísa til þess sem Alþingi samþykkti haustið 2008.  Meira að segja þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn haustið 2008 sverja allt af sér. 

Eins og Ólína Þorvarðardóttir benti réttilega á er Icesave ekki orsök kreppunnar, heldur afleiðing, sem verður að glíma við.  Þetta er bein afleiðin af græðgisvæðinu Sjálfstæðisflokksins undanfarin 18 ár.  Bankar voru gefnir, óveiddur fiskur í sjónum varð að verslunarvöru og allt var gefið frjálst og frjálshyggjan blómstraði sem aldrei fyrr.  En það gleymdist að efla þær eftirlitstofnanir, sem áttu að hafa eftirlit með því að ekkert færi úr böndunum.  Ef einhver benti á að of geyst væri farið var viðkomandi úthrópaður vitleysingur.  Ísland ætlaði að gleypa heiminn.  Þegar erlendur sérfræðingur benti Íslendingum á að allt væri komið út á ystu nöf og ætti ekkert eftir nema að springa framan í ríkistjórnina, þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins þessi fleygu orð;

"Ég held að þessi maður ætti að leita sér endurmenntunar, því ljóst er að hann hefur ekki hundsvit á töframætti Íslendinga."

Það er því Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber alla ábyrgð á Ivesave-málinu, en er nú að reyna að flýja frá því eins og hundur frá eigin spýju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband