Erlendir aðilar með veð í stórum hluta kvótans

Það var athyglisvert viðtal í Kastljósi í gær, þar sem rætt var við Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims hf.  En í lok árs 2008 gerðu eigendur Brims tilraun til að færa eignarhald á þremur togurum Brims í nýtt félag.  Söluverð hvers skips var undarlega lágt miðað við allan þann kvóta sem þessi skip hafa.  Þetta útskýrði Guðmundur með því að aðeins væri um að ræða skipin sjálf en ekki kvótann.  Síðar í viðtalinu sagði Guðmundur þó að alltaf væru fiskiskip seld sér en bætti síðan við að kvótinn fylgdi að sjálfsögðu hverju skipi en væri ekki verðlagður sér.  Þessi gjörningur var háður samþykki veðhafa eins og alltaf er við sölu skipa og kaupandi á að yfirtaka einhver lán.  Þessi lán höfðu verið tekin hjá Glitnir og þegar leitað var eftir samþykki þeirra, kom í ljós að Glitnir átti ekki lengur þessi skuldabréf.  Þau höfðu ásamt mörgum öðrum verið seld til Seðlabanka Evrópu.  þar með féll niður þessi áform um að selja skipin og eru nú í eigu Brims hf.  Það munu fleiri stór fyrirtæki í sjávarútvegi vera í sömu sporum og Brim hf.  Nú hefur Seðlabanki Evrópu í hendi sér hvað verður um þessi skuldabréf.  Bankinn gæti hugsanlega selt þau öðrum eða gengið að veðinu og hirt þessa togara og miðað við orð Guðmundar fylgir aflakvóti alltaf hverju skipi.  Það eru að vísu í lögum á Íslandi að erlendir aðilar geti ekki átt aflakvóta hér við land.  En spurningin er hvort þau lög haldi, ef Seðlabanki Evrópu verður orðin stærsti kvótaeigandi á Íslandi, því eins og áður sagði eru mörg stór fyrirtæki í sjávarútvegi búinn að missa sínar skuldir til erlendra aðila.  Aðeins einu sjávarútvegsfyrirtæki hefur tekist að færa eignir úr gjaldþrota fyrirtæki yfir í nýtt.  En það gerðu eigendur fyrirtækisins Soffanías Cesilsson hf. í Grundarfirði.  Þar var stofnað nýtt félag sem eignaðist öll fiskiskipin og allar aflaheimildir en skuldirnar ásamt einum hluthafa var skilið eftir í gamla fyrirtækinu og þetta var gert með samþykki viðskiptabanka þessa félags.  En það mál er nú fyrir dómstólum og óvíst hvernig það fer að lokum.  Það verður því ekki svokölluð fyrningarleið, sem mun færa allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum í hendur réttra eigenda.  Heldur mun Seðlabanki Evrópu sjá til þess.

Það eru komnir alvarlegir brestir í núverandi kerfi og LÍÚ þegir, sem aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband