Krabbamein

Ekki eru taldar forsendur, við núverandi aðstæður í ríkisfjármálum, að hefja skipulega leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hjá einstaklingum af báðum kynjum á aldrinum 60-69 ára.

Má ekki með sömu rökum segja, að ekki séu forsendur í dag til að reka heilbrigðiskerfið og þeir sem fá alvarlega sjúkdóma verði bara að deyja.


mbl.is Hætt við skipulagða leit að ristilkrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki alveg saman að jafna.  Held að við ættum að reyna að sýna skilning og umburðarlyndi.

Núverandi ríkisstjórn er að gera það sem hún getur(veikur er samt mátturinn)

Allir þeir sem telja sig í áhættu fyrir að fá ristilkrabbamein geta pantað tíma hjá meltingarsérfræðing og fengið speglun.  Við erum að tala um fólk 60+ (ÉG er það)

Það er ljóst að við getum ekki bætt í heilbrigðiskerfinu, það hafa útrásar´víkingarnir í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokk séð til.

Mér finnst það með ólíkindum hvað sumir ráðast á björgunarliðið í stað þess að leggja hönd á plóg og finna út hvernig þeir geti kannski lagt hönd á plóg.

Það er algjörlega ljóst að það eru sársaukamiklar ´aðgerðir framundan og engin mun sleppa við að finna fyrir því, ekki einu sinni öryrkjar.  Það er sárt, en svona er það.

Ég þekki einn 75% öryrkja sem reykir eina 3 pakka af sígarettum á dag,  hann hafnar allri hjálp til þess að hætta að reykja.

Hvað eigum við að gera?

Held að við ættum að leggja okkur fram við að sýna æðruleysi og leggja okkar að mörkum í þessu fjárans slökkvistarfi

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.12.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gleymdi að segja þér að við erum flokkssystkin.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.12.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Gísli Gíslason

ATH ríkisstjórnin er ekki að spara, heldur að flytja fjármuni frá forvörnum á ristilkrabba í forvarnir á brjósta og leghálskrabba.

Gísli Gíslason, 13.12.2009 kl. 12:48

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Skil það ekki alveg, því skipulögð leit að legháls-og brjóstakrabba hefur verið við lýði svo langt aftur sem ég man. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.12.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Gísli Gíslason

sjá síðustu setningu fréttarinnar.  Þær 20 milljónir sem áttu að fara í þessa forvörn gegn ristilkrabba er bætt við skipulagða leit  í legháls  og brjóstakrabbameini.   Það er ekki verið að spara heldur að  aukar fjármuni í að leita að krabbameini hjá konum og á sama tíma að hætt við að leita að ristilkrabba á  60+ fólki.

Gísli Gíslason, 13.12.2009 kl. 15:35

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég styð núverandi ríkisstjórn til allra góðra verka, en ekki til að blekkja fólk með tölum.  Ég er 75% öryrki og reyki um 1 pakka á dag og ætla aldrei að hætta því.  Ég mun frekar svelta en að hætta að reykja.

Jakob Falur Kristinsson, 15.12.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband