Vopnaðu maður

Tilkynnt var um vopnaðan mann í Bústaðahverfi í Reykjavík fyrir stundu. Hefur sérsveit lögreglunnar verið kölluð út og er búið að loka hluta Bústaðavegarins á meðan málið er rannsakað. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var einnig tilkynnt að skothvellur hefði heyrst.

Alltaf eru sömu lætin þegar einhver vopnaður maður sést á ferð.  En í flestum tilfellum er um saklausan atburð að ræða.


mbl.is Tilkynnt um vopnaðan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Alltaf eru sömu lætin þegar einhver vopnaður maður sést á ferð.  En í flestum tilfellum er um saklausan atburð að ræða.

Er þetta allt bloggið þitt um fréttina? Innan við tvær línur.

Hvernig getur það verið saklaust ef vopnaður maður er á ferð? Ber ekki Lögreglu að kanna hvert einasta slík mál? Hvað ef þú mætir svona vopnuðum manni á götu? Yrðir þú ekki alveg skýt hræddur og skjálfandi á beinunum? Alla vega væri ég engin hetja að ætla að mæta vopnuðum manni. Ber ekki almennum borgurum að hafa frið fyrir svona fólki þar sem ekki er vitað hvort hætta er á ferð?

Ef þú sæir svona vopnaðan mann ber þér umsvifalaust að láta lögreglu að vita. Það myndi ég gera.

Guðni Karl Harðarson, 16.12.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég spyr: hvernig vita þeir að það var skothvellur?

Ásgrímur Hartmannsson, 16.12.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Ég spyr: hvernig vita þeir að það var skothvellur?

Einmitt. Einhver vakandi borgari hefur heyrt skothvellinn og hringt í lögreglu.

Guðni Karl Harðarson, 16.12.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Kannski þetta hafi verið brjálæður maður, sem ætlaði að drepa alla, sem á vegi hans yrðu og góðborgari, sem heyrði skothvell og hringdi í lögregluna.  Er þetta í lagi svona Guðni?

Jakob Falur Kristinsson, 16.12.2009 kl. 14:59

5 identicon

Ég heyri mjög oft skothvelli 31.desember á hverju einasta ári.... sérstaklega kringum miðnætti!

I I 16.12.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Sigurður Helgason

það eru svona menn  sem eru hættulegir, sem sjá skrattað í hverju horni og eiga að vistast á geðdeild,

Guðni,,,,,,,Nú hefur komið í ljós að maðurinn var ekki vel vakandi hann hafði dreymt hvellin og byssan var vasaljós,

Svo Jakob þú hafðir rétt fyrir þér,

Sigurður Helgason, 16.12.2009 kl. 19:23

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég sagði að oftast væri um saklausan atburð að ræða og hefur það sannast nú, þegar upplýst hefur verið að þetta var meindýraeyðir með vasaljós.  En það er alltaf til fólk, sem vill gera mikið úr öllu og hringt á lögreglu af minnsta tilefni.

Jakob Falur Kristinsson, 17.12.2009 kl. 10:02

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurður og Jakob.

Það er skilda borgarana að fá Lögreglu til að athuga alla svona atburði! Þannig á árvakult fólk alltaf að hringja í Lögreglu. 

Saklaust atburður var það  vissulega en þú veist ekki um það fyrirfram. Það er málið. Hinsvegar mætti fólk sem tilkynnir svona fá eins og second álit hjá einhverjum í kringum sig. Þar að segja ef hægt væri og tími til.

Hvorki ég né þeir sem sjá eða heyra erum hættulegir eða eigum að vistast á geðdeild. Það er skilda Lögreglu að verja borgarana fyrir svona atburðum sem ekki er vitað fyrirfram um að sé saklausir.

Það er alltaf gott að vita að atburður sé saklaus; eftirá!

Læt ég svo duga að skrifa um máli..............

Góðar stundir.

Guðni Karl Harðarson, 17.12.2009 kl. 10:25

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vil þó bæta því við að þessir Sérsveitarmenn eiga það til að ganga alltof hart til verks. Tildæmis eins og í þessu tilfelli hefðu þeir átt að byrja á að tala við manninn þegar að hann kom út í stað þess að skella honum í jörðina og handjárna hann og konu hans (eftir því sem ég heyrði um málið).

Öll svona mál eru vand meðfarin og þarf að grandskoða vel aðstæður og bregðast rétt við hverju atviki fyrir sig. 

Ég vil benda á að ég hef unnið við öryggisgæslu í fjölda ára og vinn sem öryggisvörður.

Guðni Karl Harðarson, 18.12.2009 kl. 11:36

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Málið snýst ekki um að vera vitur eftir á, heldur að vera vitur fyrir fram.

Jakob Falur Kristinsson, 19.12.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband