Fær ekki dvalarleyfi

Það var merkileg frétt í sjónvarpinu í gær.  En þar sagði frá konu, sem vísa á úr landi á þeim forsendum að hún geti ekki framleitt sér og sínu barni.  Samt er konan búin að vinna í nokkur ár í þvottahúsi ríkisspítalana á lámarkslaunum.  Nú virðist komin sú regla að miða við tekjur eftir skatt þegar reiknað er út hvað hver og einn þarf til framfærslu sér og sínum. 

Því virðist augljóst að við öryrkjar verðum allir reknir úr landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jakob.

Hvert eigum við að fara?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Sigurður Helgason

JAKOB,,,, þetta er einkvað málum blandið,

Miðað við þann fjölda erlendra manna og kvenna sem sækja sér aðstoðar hjá mæðrastriksnefnd,

það er með endemum hvað fréttir eru rangar oft á tíðum, eins og með ánna, sem blessaðir mennirnir festu sig í, hún hét 3 nöfnum,

Og ríkisjónvarpið guð minn góður þar eru fréttir bara rugl, mjög óvandaður fréttaflutningur og lygar oft á tíðum.

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 07:59

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Útlendingastofnun hefur ákveðið að miða framfærslukostnað við tekjur eftir skatt og fæstir öryrkjar ná þeirri upphæð á mánuði.  Í opinberum tölum frá Hagstofu Íslands er hinsvegar miðað við tekjur fyrir skatt þegar reiknað er út framfærslukostnaður.  Þar sem búið er að úrskurða að hér á landi geti enginn fengið að búa nema vera með tekjur yfir lámarkstekjum og því marki ná öryrkjar ekki.  Því dreg ég þá ályktun að öllum öryrkjum verði vísað úr landi. 

En hvert við eigum að fara verða stjórnvöld að ákveða.  Ég er ekki fær um slíkt.

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jakob.

Og þá komum við kannski að kjarna málsins, það er einhver blinda hjá fólki sem hagar sér svona.

Fátækt fólk frá löndum Asíu hefur unnið vinnu með bros á vör sem við vorum hætt að vilja að sinna, sjálfsagt út af launum og menntafordómum og öðru slíku.

Ég man til dæmis vel eftir konunni frá Thailandi sem sýndi mér samúð sína með fallegu brosi, þegar hún þurrkaði af kringum rúm mitt, og sá að ég var kvalinn eftir bakuppskurðinn.  Kannski var þetta hún sem var send af landi brott.  Eða önnur, sem var frá Filippseyjum, og spurði svo mikið út í strákana mína, sem voru átta mánaða að heimsækja afa sinn á hjartadeildina.  Fannst þeir fyndnir því 2 ára sonur hennar var jafnstór og stærri minn.  Alltaf sama hlýjan og almennilegheitin.  Kannski var hún rekin úr landi?

Það er skítlegt að nýta sér starfskrafta fátæks fólks og henda þeim svo burt eins og hverjum öðrum hlut, þegar verr árar.  Þá áttum við ekki að fá þau upphaflega, en fyrst við nutum starfskrafta þeirra, þá hefur það sinn þegnrétt og hann á að virða.

Líka hjá útlendingastofnun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Sigurður Helgason

þegar skuldir voru greiddar hjá mér í síðasta mánuði, voru 154 kr eftir eru það fátækramörk eða þarf ég ekki að flytja,

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 16:12

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er ekki verið að tala um tekjur eftir að greiddar hafa verið skuldir, heldur tekjur eftir skatta.

Jakob Falur Kristinsson, 19.12.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband