Ivesave

„Það sem stendur upp úr í áliti Mishcon de Reya er að fyrirvarar Alþingis frá því í sumar eru að engu orðnir, það hallar gríðarlega á hagsmuni Íslands, það er ekkert jafnvægi á milli samningsaðila, og það er fjallað um hina lagalegu skyldu á þann veg að hún sé í reynd ekki til staðar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks. Álitið staðfesti því máflutning stjórnarandstöðunnar í meginatriðum.

Þetta er alveg rétt hjá Bjarna, en hann gleymir að nefna að það kom líka fram í þessu áliti að ef Icesave-frumvarpið verður fellt verða Íslendingar í enn verri málum, því hægt væri að gjaldfella kröfuna og krefjast greiðslu strax.  Það er alltaf gott að geta vitnað í svona álit, en þá verður að segja allan sannleikan, en ekki  bara hluta hans.


mbl.is Staðfestir málflutning minnihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Reikningurinn verður gjaldfeldur þá vegna þess að Íslenska ríkið vill ekki ganga í ábyrgð á allri þessari skuld sem er ekki hennar, svo þá hlítur innheimtan að berast að réttum eigendum þessa ICESAVE reiknings. Þetta eru hótanir út í loftið, Bretar og Hollendingar væru löngu búnir að fara dómstólaleiðina ef þeir hefðu réttinn sínu megin. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.12.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Þurfa þeir þá ekki að sækja þetta fyrir íslenskum dómstólum og fá greitt í is. kr. EF þeir vinna?

Gunnlaugur Bjarnason, 22.12.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég get ekki skilið lögin á annan hátt en að íslenskur banki hafi íslenska krónu sem lögeyri og varnarþing hans er á Íslandi.

Að auki er skuldin í íslenskum krónum og ef borga þyrfti gjaldeyri út myndi gengi krónununnar að sjálfsögðu falla niður úr tunnubotninum, að öllu eðlilegu. Gjaldeyrisforðinn ógurlegi er því eingöngu ætlaður til þess að færa Icesave skuldina til, frá Tryggingasjóði Innistæðueigenda til Seðlabanka, þannig að við komumst aldrei hjá því að borga hana.

Gleðileg jól

Sindri Karl Sigurðsson, 22.12.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvað sem öllum talnaleik líður er það staðreynd að Ísland kemst  ALDREI frá því að greiða Icesave.  Þótt þetta sé vissulega skuld einkafyrirtækis, sem Landsbankinn var, ber íslenska ríkinu að hafa svo sterkan Tryggingasjóð innistæðueigenda í bönkum að hann geti greitt út inneignir ef banki fer í þrot.  Það var þetta atriði sem klikkaði í allri bankavitleysunni.  Ef skuldin verður gjaldfelld þá verður íslenska ríkið rukkað en ekki Landsbankinn.

Jakob Falur Kristinsson, 23.12.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband