Ellilífeyrisþegar

Alþingi samþykkti í dag að lækka vasapeninga ellilífeyrisþega um 35 milljónir króna á næsta ári frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að um væri að ræða jafnvirði 7 klukkustunda af Icesave-skuldbindingum.

Gat ríkisstjórnin ekki fundið annað til að spara en lækka vasapeninga gamla fólksins um 35 milljónir, en til samanburðar má nefna að kostnaður við rekstur ráðherrabílanna er um 70 milljónir á ári.  Það er búið að skerða greiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja og enn er þrengt að kjörum gamla fólksins og það af ríkisstjórn, sem, kennir sig við velferð.

Þetta er nú meiri andskotans velferðin.


mbl.is Vasapeningar ellilífeyrisþega skertir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég horfði á þetta frá Alþingi og mér finnst þetta forkastanlegt. Nákvæmlega þarna þar sem þetta er svo lágt fyrir að það dugar hvergi. Skömm að þessu!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.12.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Bára Margrét Pálsdóttir

Margt af þessu gamla fólki á ekki til hnífs og skeiðar,og þau sem liggja inná sjúkrastofnunum og vilja gera eitthvað td: kaupa sér náttslopp eða eitthvað geta það ekki, því fyrir þessa lækkun voru þetta ekki miklir peningar sem þau höfðu.Sjúkrastofnunn fær alfarið ellilífeyrin og gamla fólkinu er skammtaðir einhverjir þúsund kallar á mánuði.Það er svo mikil skömm hvað þessi ríkisstjórn er að gera gagnvart því fólki sem alla tíð hefur stritað fyrir hverjum hlut,og ég held að ég geti fullyrt að flest öll hafi upplifað fátækt þegar að þau voru ung.Hvernig þessi ríkisstjórn hefur náð að blekkja svona marga til að kjósa sig er mér hulin ráðgáta.Vinstri stjórn er alltaf vinstri stjórn og fer með allt til fjandans.Fljótari en að við getum fest augun á.

Bára Margrét Pálsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér er Höskuldur að bulla eina ferðina enn. Það er ekki verið að lækka vasapeninga. Það hefur hins vegar komið í ljós að kostnaður við að greiða vasapeninga hefur lækkað vegna þess að um er að ræða tekjutengdar bætur og tekjur vismanna á dalar- og hjúkrunarheimilum hafa reynst hærri en reiknað var með. Þess vegna er kostnaðurinn á þessu ári minni en áætlað var í fjárlögum í upphafi árs.

Þetta hefur síðan leitt til þess að spár fyrir kostnaði næsta árs miðað við óbreyttar reglur hafa verið lækkaðar af bæði sérfræðingum Tryggingastofnunnar ríkisins og fjármálaráðuneytisins. Þessi lækkaða spá kom fram eftir að búið var að birta fjárlagafrumvarpið með sambærilegum tölum og fyrir þetta ár og því er þarna ekki um neitt annað að ræða en leiðréttingu á mati á kostnaði við greiðslu vasapeninga samkvæmt óbreyttum reglum.

Það er ekki verið að lækka nein réttindi vistmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til vaspeninga. Þetta ætti Höskuldur að vita ef hann hefði nennt að lesa skýringuna með þessari breytingatillögu. Því hefur hann annað hvort ekki sinnt starfi sínu að þessu leyti eða að hann er að koma fram með enn eitt lýðskrumið til að koma höggi á stjórnvöld með því að tala vísvitandi gegn staðreyndum málsins. Ég veit ekki hvort er verra. Miðað við framkomu hans hingað til tel ég síðari skýringuna líklegri. Ég man ekki eftir aumari lýðskrumara á Alþingi í háa herrans tíð og er Sigmundru Davíð sama marki brenndur.

Sigurður M Grétarsson, 22.12.2009 kl. 15:56

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gott ef satt reynist, Sigurður.

Jakob Falur Kristinsson, 23.12.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Margir eiga foreldra og aðstandendur á hjúkrunarheimilum. Það ætti ekki að vera vandi að fylgjast með því sem þeim er skammtað af ríkinu í stjórnartíð vinstri manna. Ég skora hér með á kjósendur ríkisstjórnarinnar að kanna það mál og  birta í stað þess að vísa í Morgunblaðið um þessi mál. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.12.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband