Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kreppa

Fasteignaverð hefur hrunið í Bretlandi undanfariðKreppan í Bretlandi verður lengri og dýpri en áður var haldið samkvæmt mati stærsta þrýstihóps hagsmunasamtaka í landinu, The Confederation of British Industry (CBI), sem birt var í dag.

Ef Bretar hefðu ekki sett hryðjuverkalög á Ísland þá væru fleiri störf í boði en nú er, því íslensku bankarnir í Bretlandi sköpuðu fjölda starfa.  Ekki vorkenni ég þeim í núverandi ástandi.  Það uppsker hver eins og hann sáir. Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem Það stendur.


mbl.is Langri kreppu spáð í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar

Frá Moskvu Rússar íhuga að veita Íslendingum lán en segja að fjórir milljarðar Bandaríkjadala sé of há fjárhæð. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir Dmitrí Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands í dag. Segir hann að ákvörðun Rússa muni byggja á efnahagsástandinu á Íslandi og hvaða önnur lán séu tryggð.

Nú eigum við að láta leka til NATO að við ætlum að bjóða Rússum aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og er ég viss um að um leið færu allar NATO-Þjóðirnar að bjóða okkur aðstoð og Bandaríkin líka.  Þá værum við í þeirri stöðu að geta sagt við þessar þjóðir að við tækjum ekki meiri lán og er ég viss um að þá myndu þessar þjóðir bjóða okkur hreina styrki.  Þannig yrðum við fljót í gegnum fjármálakreppuna. Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Rússar íhuga enn að lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert val

Mynd 483567Utanríkisráðuneyti Íslands hefur þegar lagt drög að umsókn um aðild að Evrópusambandinu í byrjun næsta árs, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum euobserver. Vefurinn vísar í umfjöllun Financial Times og segir að markmiðið sé að Ísland verði aðili að ESB árið 2011.

Eins og ég var að skrifa hér áðan þá höfum við ekkert val lengur og neyðumst til að fara í viðræður við ESB um aðild hvort sem okkur líkar það eða ekki.  En að sjálfsögðu þarf að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt mál og kosningar samfara, því við getum ekki farið í slíkar viðræður nema að gera ákveðnar breytingar á stjórnarskrá landsins og slíkt er ekki hægt nema að kosningar til Alþingis fylgi í kjölfarið. Og að lpkum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Nú ætti ekkert að vera lengur því til fyrirstöðu að við gengjum í ESB.  Helstu rökin gegn aðild hafa verið þau að þá misstum við yfirráð yfir okkar fiskimiðum, en í dag stefnir allt í að við munum missa þau hvort sem er.  Nú er búið að samþykkja að kröfuhafar í gömlu bankanna fái þá upp í skuldir og jafnvel að þeir eignist hlut í nýju bönkunum líka.  Þarna er aðallega um erlenda banka að ræða frá ESB.   Sjávarútvegurinn er gríðarlega skuldsettur vegna svokallaðrar hagræðingar í greininni, sem hefur byggst á því að stór fyrirtæki hafa keypt upp minni aðila og veiðiheimildir eru stöðugt að færast á færri aðila.  Nú munu þessir erlendu bankar algerlega hafa íslenskan sjávarútveg í hendi sinni og nánast ráð því hvaða fyrirtæki fá að lifa og hvaða fyrirtæki eigi að fara á hausinn.  Veiðiheimildir fyrirtækja eru botnveðsettar og ef þessir aðilar beita sér geta þeir einfaldlega knúið fyrirtæki í sjávarútvegi til að láta þær af hendi upp í skuldir og selt síðan hæstbjóðenda hvort sem hann er á Íslandi eða í ESB án þess að íslendingar geti gert eitt né neitt.  Við verðum verr sett en að fara í aðildarviðræður við ESB því í slíkum viðræðum er ekki útilokað að tekið væri tillit til þess hvað Ísland er háð sjávarútveginum.  En að óbreyttu fara veiðiheimildir við Ísland til ESB hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


Að verða ríkur trillukarl

Ég skrifaði fyrir stuttu frásögn af einni sjóferð sem ég og sonur minn fórum haustið 1994 á 6 tonna trillu.  Þá voru veiðar báta undir 6 tonnum frjálsar að miklu leyti, einu takmarkanirnar voru að ekki mátti róa í desember og janúar og síðan varð að stoppa aðra hverja helgi.  Þess vegna urðum við að stoppa róðra 30. nóvember 1994 en máttum byrja aftur 1. febrúar 1995.  Þar sem veðurfar er mjög erfitt á Vestfjarðamiðum yfir veturinn, tókum við þá ákvörðun að fara suður í Sandgerði með bátinn og róa þaðan.  Við fengu leigt einbýlishús í Garðinum og komum suður um miðjan febrúar öll fjölskyldan.  Þar sem mikil þrengsli voru í höfninni í Sandgerði var nokkuð ljóst að við myndum þurfa stöðugt að fara og líta eftir bátnum.  Því var ákveðið að róa frá Keflavík og fengum við leigða aðstöðu fyrir bátinn í smábátahöfninni í Grófinni og þurftum þar af leiðandi aldrei að líta neitt sérstaklega eftir bátnum, auk þess sem við gátum tengt landrafmagn og því var alltaf hiti um borð þegar við fórum í róður.  Öllum aflanum var landað á Fiskmarkað Suðurnesja og var ágætis aðstaða til löndunar í smábátahöfninni.  Ef gott var veður var algengt að fólk úr Reykjavík kæmi í sunnudagsbíltúr þarna suður eftir.  Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við vorum að landa seinnipart sunnudags.  Ég var uppi á bryggjunni og stjórnaði löndunarkrananum en sonur minn var um borð, þá kemur bíll og stoppar rétt hjá og út úr honum koma hjón á besta aldri.  Þau horfðu á meðan við hífðum upp hvert fiskikarið eftir annað og á bíl frá fiskmarkaðnum.  Þegar löndun var lokið og ég að ganga frá krananum kom maðurinn og ræddi við mig.  Hann spurði hvað ég teldi að þetta hefði verið mikill afli og ég sagði honum að það væri sennilega um fjögur tonn og þegar hann spurði mig af hverju við værum á sjó á sunnudegi sagði ég honum að við nýttum alla daga sem hægt væri að róa vegna veðurs.  Þá spurði hann hvaða verð við værum að fá fyrir aflann og ég sagði að undanfarið hefði það verið að meðaltali um 100 krónur á kíló (1995).  Þegar hann síðan spurði hvað við værum margir á bátnum sagði ég honum að við værum bara tveir og ættum bátinn sjálfir.  Maðurinn gapti og sagði undrandi; "Ert þú að segja mér að þið hafið í dag fiskað fyrir um 400 þúsund."  Ég sagði honum að það væri sennilega mjög nálægt því.  Þá fór maðurinn að reikna og sagði; ið getið sem sagt róið 7 daga vikunnar og ef við margföldum þennan dagsafla með 7 þá gerir vikan samtals kr. 2,8 milljónir og þið eruð bara tveir sem geri 1,4 milljónir á mann eða um 5,6 milljónir á mánuði."  Ég sagði að það gæti passað ef allir róðrar væru eins og þessi og engar frátafir frá veiðum.  Ég var ekkert að upplýsa manninn um að á móti kæmi talsverður kostnaður eins og olía,beita, veiðarfæri, vinna við að stokka línuna upp í landi og greiðslur af lánum.  Maðurinn gekk í burtu og í átt að konu sinni og ég heyrði hann segja við hana; "Þetta er ævintýri mennirnir hafa yfir 5 milljónir á mánuði í laun, þeir hljóta að vera moldríkir, ég ætti að athuga eitthvað svona sniðugt."  En sannleikurinn var sá að ekki söfnuðum við neinum auðævum á þessari trilluútgerð og hættum henni endanlega í ársbyrjun 1996 og seldum bátinn og rétt sluppum skaðlaust frá þessari útgerð.  En það er auðvelt að reikna sig mjög auðugan ef menn nenna að leika sér að tölum og miða alltaf við bestu forsendur.

Ný lög

á Alþingi í dag var verið að ræða ný lög um gjaldþrot og upplýst að nú væru að fara af stað viðræður við Breta og Hollendinga um að þeir eignuðust hluti í gömlu bönkunum uppí sínar kröfur og tækju þátt í að byggja upp fjármálakerfið aftur.  Þegar Þórarinn V. Þórarinsson sett fyrstur manna fram þessa hugmynd fannst mér hún mjög góð.  En þegar betur er skoðað þá virðist mér þetta geta verið stórhættulegt.  Erlendir aðilar myndu eignast þessa banka og ættu því allar skuldakröfur á hendur íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum.  Það liggur fyrir að margir aðilar hafa tekið stór lán til kaupa á aflakvóta og ef þessi hugmynd verður að lögum verða erlendir bankar fljótlega orðnir eigendur að stórum hluta veiðiheimilda við Ísland og hefðu mörg af okkar fyrirtækjum í hendi sér.  Því tel ég að sátt við Breta og Hollendinga verði dýru verði keypt þegar upp verður staðið.  Einnig verður okkur íslendingum algerlega óframkvæmanlegt að gera úttekt á orsökum á falli bankanna.  Þetta er auðvitað upplagt tækifæri til að spillingaröflin geti komist undan því að það verði nokkurn tíman upplýst hvað fór úrskeiðis.  Því segi ég;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


Nýtt land

Horft yfir hluta Maldíveyja.Mohamed Nasheed, nýkjörinn forseti Maldíveyja, segist vilja kaupa nýja ættjörð handa íbúum landsins. Hann segir ljóst að íbúarnir verði á endanum að finna sér nýtt land þar sem hlýnun jarðar sé þess valdandi að yfirborð sjávar fari smátt og smátt hækkandi.

Ég held að við Íslendingar ættum að skoða þennan möguleika líka.  Við verðum í það minnsta að skipta um nafn á okkar landi ef við ætlum að vinna okkur aftur traust meðal þjóða heimsins.  Óbreytt getum við ekki haldið áfram að taka tril og heinsa upp eftir alla spillinguna og lygina.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Vill fjárfesta í nýju landi handa þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnaði skipverjum

Mynd 481438 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í kvöld ungan karlmann sem ógnaði skipverjum með hnífi um borð í bát í kvöld, sem bundin var við bryggju í Sandgerði. Félagar mannsins höfðu samband við lögregluna, sem óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar. Hún var hins vegar afturkölluð þegar maðurinn kom sjálfviljugur út úr bátnum.

Þetta er gott dæmi um alla reiðina sem er í þjóðfélaginu og er látinn bitna á saklausum aðilum.  Því verður krafan sífellt háværari;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það er.


mbl.is Ógnaði skipverjum með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Nú kraumar óánægja sem aldrei fyrr í íslensku samfélagi og þarf engan að undra miðað við alla þá spillingu og sukk sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin ár í svonefndu góðæri.  Nýríkir íslendingar flugu um allan heim og keyptu og keyptu og tóku gríðarleg lán fyrir.  Þessir aðilar voru nánast með óútfyllt tékkahefti frá íslensku þjóðinni til að greiða með.  Bankakerfið þandist út á ógnarhraða og tók öll þau lán sem þeir komust yfir.  Allt virtist vera hægt að framkvæma og menn sem enginn hafði heyrt talað um áður urðu moldríkir á einni nóttu.  Fyrirtæki gengu kaupum og sölum og hækkuðu stöðugt í verði.  Veisluhöld sem kostuðu hundruð milljóna voru daglegt brauð.  Ofurlaun forstjóra í fyrirtækjum þóttu sjálfsögð og eðlileg.  Mánaðarlaun fyrir nokkur hundruð þúsund voru nú bara eðlileg fyrir skúringarfólk og smápeð, topparnir þurftu tugi milljóna í laun á mánuði svo þeir væru teknir alvarlega.  Mörgum þessara auðmanna fannst fyrir neðan síðan virðingu að búa á Íslandi og margir keyptu sér rándýrar villur í London eða á Manhattan í New York og létu börn sín ganga í dýra einkaskóla.  En við minnsta vindblæ hrundi allt eins og spilaborg og í ljós kom að auðmennirnir áttu ekki neitt nema verðlausan pappír. Þeir nutu minni virðingar  en rónar í stórborgum erlendis.  En í skjóli eftirlitsleysis Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins ofl. aðila tókst þessu spillingarliði að skuldsetja Ísland sem nam margfaldri þjóðarframleiðslu.  Á einni nóttu varð Ísland skuldugasta land í heimi en hafði áður verið talið eitt það ríkasta.  Nú var komið að uppgjörinu og ríkið stofnaði Nýja banka á rústum þeirra gömlu og fyllti nýju bankanna af fólki úr þessu spillingarliði.  Það hefði verið auðvelt verk að hindra að bankarnir yrðu svona stórir ef Seðlabankinn hefði haft vit á að auka bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum en stjórnendur þar voru nú ekki hæfari en það að í stað þess að auka bindiskyldu bankanna var hún felld niður.  Nú er sagt við þegna þessa lands að erfiðir tímar séu framundan og íslenska þjóðin verði að standa saman í að byggja allt upp á nýtt.  Við förum nokkur áratugi aftur í tímann hvað efnahagsmál varðar og stjórnvöld biðja um að ekki sé leitað af sökudólgum. 

Því er það mjög eðlilegt að mikil reiði sé kraumandi í þjóðfélaginu og það er nú einu sinni borgarlegur réttur hvers manns að mótmæla því sem honum ofbýður.  En þá verður fólk að gæta aðeins að sér.  Friðsamleg mótmæli með ræðuhöldum virka mjög sterk en ef mótmælin snúast uppí skrílslæti eins og skeði sl. laugardag þegar fólk grýtti eggjum ofl. í Alþingishúsið geta stórskaðað mótmæli og orðið vatn á myllu þeirra sem eru nú að verja núverandi ástand og eyðileggja hin raunverulegu mótmæli.  Svona atvik geta farið svo gjörsamlega úr böndunum að svo getur farið að einhver lætur lífið í átökum.

Nú mun Davíð Oddsson vera með sex lífverði alla daga og heimili hans er vaktað af lögreglu allan sólahringinn.  Það sama mun eiga sér stað með heimili Geirs H. Haarde en hann mun þó aðeins hafa einn lífvörð á daginn eins og þeir Árni Matthiessen fjármálaráðherra og Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra.  Af hverju ætli þessir menn þurfi að hafa lífverði?  Eru þeir með því ekki að viðurkenna fyrir þjóðinni sína ábyrgð á því hvernig komið er.  Hér þar rækilega hreingerningu og byggja upp heilbrigt þjóðfélag að nýju, en það verður ekki gert með sömu mönnum og komu okkur í þessi vandræði.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það er.


Tæknileg mistök

Það hefur oft verið nefnt undanfarið að tæknileg mistök hafi átt sér stað í bankakerfinu.  Þegar öll gögn um hlutafjárkaup Birnu Einarsdóttur bankastjóra hins Nýja Glitnis, fyrir 180 milljónir með láni frá gamla Glitnir, gufuðu upp voru það "tæknileg misstök" að kaupin fóru aldrei fram.

Fyrir nokkrum árum hafði Glitnir milligöngu um að fjármagna lán til nokkurra útgerðarmann sem voru að láta smíða ný fiskiskip erlendis.  Fjármagnið að upphæð sjö milljarðar fékk Glitnir að láni hjá norskum banka.  Nú hafa nær allir útgerðarmennirnir greitt lánin upp hjá Glitnir og áttu því greiðslurnar að duga til að Glitnir gæti greitt norska bankanum lánið sem hann fékk.  En við hrun Glitnis kom í ljós að norski bankinn átti enn inni hjá Glitnir sjö milljarða.  Bankinn hafði bara tekið við greiðslum frá útgerðarmönnunum en ekki greitt krónu af norska láninu.  Þegar spurt var af hverju þetta hefði skeð var svarið að um "tæknileg mistök" hefði verið að ræða.  Hvað ætli hafi verið mikið um álíka tæknileg mistök að ræða í öllu bankakerfinu?  Það veit enginn ennþá.  Og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband