Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Kosningar og einstaklingar

fara í sparifötin, ganga inn í

barnaskóla og félagsheimili

og taka hátíðlega af skarið.

(Pétur Gunnarsson)


Suður-Afríka

Stuðningsmenn ANC fögnuðu ákaft í gær Stjórnarflokkurinn Afríska þjóðarráðið (ANC) var nálægt því að hljóta tvo þriðjuhluta atkvæða í þingkosningum landsins þegar 99% þeirra höfðu verið talin. Slíkur meirihluti er nauðsynlegur í þinginu til að unnt sé að vinna stjórnarskrárbreytingar.

Það er víðar en á Íslandi sem eru spennandi þingkosningar.


mbl.is Talningu að ljúka í S-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð kjörsókn

Mynd 496615 Klukkan 10 í morgun höfðu 3,22% kjósenda skilað atkvæði sínu á Akureyri en klukkan 11 var talan komin upp í 8,30% sem er rúmu prósentustigi hærra en á sama tíma 2007. Sé farið lengra eða til 2003 var þátttaka 6,30%. Akureyringar virðast því hafa tekið vel við sér í dag.

Ég hugsa að í dag verði slegið Íslandsmet í kjörsókn.  Bæði er veðrið gott og svo hefur fólk að því virðist miklu meiri áhuga á stjórnmálum en oft áður.  Eins munu úrslitin verða söguleg, því bæði Samfylkingin og VG munu fá mun meira fylgi en skoðanakannanir hafa sýnt og ég hef fulla trú á að togaraskipstjórinn á Vestfjörðum komi á óvart og báðir efstu menn Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi komist inn á þing og kippi með sér 2 öðrum í leiðinni, sem yrðu Sturla Jónsson og Karl V. Matthíasson.  Sjálfstæðisflokkurinn mun bíða afhroð og ég spái því að hann fái mun minna en skoðanakannanir hafa gefið til kynna og fylgi flokksins verði undir 20% og margir núverandi þingmenn falli út.  Framsókn heldur sennilega sínu spillingarfylgi og verður nálægt því sem spáð hefur verið.  Hástökkvari þessarar kosninga verður Samfylkingin, sem mun nálgast 40% fylgi.


mbl.is Góð kjörsókn á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árneshreppur

Mynd 496675„Sá fyrsti er kominn,“ sagði Guðmundur Þorfinnsson á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum í samtali við mbl.is. en hann stóð vaktina á kjörstað. Árneshreppur er fámennasti einstaki kjörstaðurinn með 42 á kjörskrá. Formaður kjörstjórnarinnar var upptekinn við snjómokstur.

Þótt þarna séu ekki nema 42 á kjörskrá í þessum fámenna hreppi eru þessi atkvæði jafn mikilvæg og önnur í fjölmennari byggðum.


mbl.is Sá fyrsti mættur í Árneshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór

Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, kaus í... „Lýðræðishreyfingin lætur ekki bjóða sér að mæta aftur í sjónvarpsumræður sem rammaðar eru inn af vitringum RÚV sem fundnir eru m.a. úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar. Hann er illur yfir umræðum leiðtoga flokkanna í RÚV í gærkvöld og segir útilokað að mæta aftur hjá RÚV við þessar kosningar. Venja er að leiðtogar allra flokka séu í sjónvarpssal þegar fyrstu tölur eru birtar að kvöldi kjördags.

Það er óhætt að segja að það gusti um þar sem Ástþór er.  Hann er það sem ég kalla;

Skemmtilegur. Ofviti


mbl.is Ástþór illur út í RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óánægðir Sjálfstæðismenn

Margir sjálfstæðismenn eru mjög óánægð með sinn flokk í dag.  Ég hlustaði á viðtal við Svein Andra lögfræðing, sem var að lýsa sínum vonbrigðum með Landsfund Sjálfstæðisflokksins og þá aðallega hvað varðar stefnu flokksins í Evrópumálum en hann sagðist vera eindregin stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB, en samt ætlaði hann að kjósa flokkinn í kosningunum í dag.  Það sama hef ég heyrt frá Benedikt Jóhannssyni, hann vill aðild að ESB, en ætlar samt að kjósa Sjálfstæðisflokinn í dag.  Það er vitað að þeir sem standa að vefnum sammála.is eru flestir óánægðir sjálfstæðismenn.  Þótt það sé skýr stefna Sjálfstæðisflokks að ganga EKKI í ESB munu margir sem það vilja samt kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða skila auðu.  Sumir eru þó aðeins skýrari í kollinum og kjósa Samfylkinguna, sem er eini flokkurinn sem er með það á sinni stefnuskrá að ganga í ESB.  Þannig að flest þeirra auðu atkvæða sem verða í kosningunum núna eru frá óánægðum sjálfstæðismönnum.  En það sem þeir Sveinn Andri og Benedikt ætla að gera hefur hingað til verið kallað eftirfarandi;

Að kyssa á vöndinn.


Borgarahreyfingin

Birgitta Jónsdóttir, efsti maður á lista... Birgitta Jónsdóttir, efsti maður á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, mætti upp úr klukkan 10 í Hagaskóla til að greiða atkvæði.

Þótt ótrúlegt sé þá virðis þessari hreyfingu ætla að takast að fá 4 menn á þing og þá tekur alvaran við.

Einu sinni bauð fram í Alþingiskosningum, flokkur sem kallaði sig Sólskinsflokkurinn og hafði aðeins eitt mál á dagskrá sem var að hér á landi yrði sól og blíða alla daga ársins nema á jólum átti að vera snjór en samt logn.  Það munaði sáralitlu að sá flokkur næði mönnum inn á þing.  Nær allir sem voru í framboði fyrir þennan flokk voru nemendur í Háskóla Íslands.  Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að ræða í matarboði við einn af þessum frambjóðendum, sem þá var orðin virðulegur læknir í Reykjavík.  Hann sagði mér að þetta hefði allt verið gert í gríni og þeirra flokkur fékk sömu umfjöllum í fjölmiðlum eins og önnur framboð.  Læknirinn sagði mér að þegar farið var að telja atkvæðin og allt virtist stefna í að þeir næðu manni á þing.  Þá hefði gripið um sig mikil hræðsla innan hópsins, því auðvitað ætlaði engin þeirra að fara á þing.  Þetta var bara grín og sýnir okkur hvað hægt er að spila á kjósendur. 

Ég er ekki að fullyrða að Borgarahreyfingin sé eitthvað í ætt við Sólskinsflokkinn, en eitthvað er við þessa hreyfingu sem hrífur fólk.


mbl.is Birgitta kaus í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstur til að kjósa

Mynd 496647 Björgvin G. Sigurðsson, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mætti snemma á kjörstað á Selfossi í morgun. Atkvæði hans var komið í kjörkassann klukkan 9:10 í morgun. Björgvin var nú í fyrsta sinn að kjósa á Selfossi en fram til þessa hefur hann kosið á sínum æskuslóðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sko minn mann ekki að bíða með hlutina.  Þar sem ég er orðin meðlimur í Samfylkingunni er Björgvin Sigurðsson einn af mínum nýju þingmönnum.  Ég hef þegar sent hönum tölvupóst og sagt honum að ég að hætti Vestfirðinga geri miklar kröfur til þeirra sem ég kýs á þing.  Ég sagði honum einnig að hann ætti oft eftir að heyra frá mér bæði gagnrýni og hrós.


mbl.is Kaus í fyrsta sinn á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógrækt

Trönum í fiskihjalla hlaðið á bíl á Hallormsstað haustið 2005. Skógrækt og nýting auðlindarinnar hefur nokkuð verið til umræðu á síðustu mánuðum og eftirspurn eftir afurðum hefur aukist eftir bankahrunið.

Það er ekki mjög langt í að við getum farið að nýta okkar skóga og framleiða okkar eigin við.  En við verðum að gæta þess að ganga ekki of langt í þeim efnum.  Við eigum að setja okkur það markmið að fyrir hvert tré sem við fellum gróðursetjum við tvær plöntur.  Þannig byggjum við upp samhliða nýtingu skóganna.


mbl.is Hvenær getum við farið að nýta þessa skóga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór ákvörðun

Í gær sagði ég mig úr Frjálslynda flokknum og gekk til liðs við Samfylkinguna, sem ég er búinn að kjósa í morgun.  Þetta var vissulega stór ákvörðun að taka,  Þar sem ég hef stutt þennan flokk frá stofnun hans.  Ástæðan fyrir þessu er sú að ég þoli ekki yfirgang og einræðistilburði Grétars Mars Jónssonar, sem skipan efsta sætið á listanum.  En ég er nú að flytja vestur á Bíldudal í júní svo kannski mun ég breyta minni skoðun þar, ef flokkurinn verður starfandi eftir þessar kosningar.

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband