SPRON

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, hefur verið kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur miðvikudaginn 10. september næstkomandi.

Eru formenn skilanefnda orðnir svo merkilegir með sig að þeir vilji ekki svara einfaldri spurningu, nema fyrir dómstólum.


mbl.is Svarar því í næstu viku hver seldi í SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennitöluflakk

Skóverslanirnar Steinar Waage, Skór.is og Ecco hafa verið keyptar út úr eignarhaldsfélaginu Sporbaugi og færðar undir nýja kennitölu. Eftir stendur fjárfestingarskuld í gamla fyrirtækinu.

Dæmigerð aðgerð þegar eigandi ætlar að hirða sjálfur allt sem vermætt er í einu fyrirtæki og skilja skuldirnar eftir í gamla félaginu.  Hvort þetta er löglegt veit ég ekki en siðlaust er það nú samt.  Fordæmi slíkra að gerða var gefið af einum af ríkisbönkunum, þegar það yfirtók rekstur Pennans og stofnaði nýtt fyrirtæki með sama nafni en nýrri kennitölu.  Þá voru allar eignir Pennans fluttar í nýja félagið og skuldirnar skildar eftir í því gamla.

Það á því vel við að segja;

Eftir höfðinu dansa limirnir.


mbl.is Steinar Waage, Skór.is og Ecco undir nýja kennitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjórar

Ágreiningur hefur komið upp meðal fjármálaráðherra helstu iðnríkja heims um hvernig stemma eigi stigu við ofurlaunum stjórnenda banka. Málið verður rætt á fundi fjármálaráðherra G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims og stórra þróunarlanda, í London í dag.

Þessi ofurlaun bankastjóra koma að mest vegna bónusgreiðslna og hefur verið réttlætt með mikilli ábyrgð sem fylgdi starfinu.

Auðvitað eiga þessir menn að hafa góð laun til að koma í veg fyrir að þeir næli sér í peninga frá viðkomandi banka. en þegar launin er farinn að nálgast nokkra milljóna íslenskra króna er þetta orðið rugl.  En bónusar eiga ekki að þekkjast

Hvað varðar ábyrgðina þá er hún ekki mikil þegar á reynir, það þekkjum við hér á Íslandi vel.  Því þegar allir íslensku bankarnir komust í þrot, reyndist ábyrgð bankastjóranna vera enginn.  Þeir fluttu sína fjármuni úr landi og flúðu síðan land.  Lifa nú ý vellestingum á einhverri eyju í Karatískahafinu og er skít sama um ástandið á Íslandi.


mbl.is Deilt um kaupauka bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi

Verið að kanna þann möguleika að nýtt fangelsi verði reist af einkaaðilum á höfuðborgarsvæðinu og Fangelsismálastofnun leigi það til langs tíma, t.d. 30-40 ára. Fangelsismálastofnun muni því ekki eiga húsnæðið, heldur reka það.

Þessa hugmynd líst mér ekki á ef fara á að einkavæða fangelsin hvar endum við þá?

Ég er með aðra hugmynd til að leysa bráðann vanda vegna yfirfullra fangelsa.  En það væri að nota einhverja eyjuna sem eru úti fyrir Reykjavík og byggja þar mörg smáhýsi sem fangar væru vistaðir í.  Ekki þyrfti að vera mikil gæsla á slíkum stað aðeins há rafmagnsgirðing umhverfis eyjuna.  Matur fyrir fanganna yrði sendur daglega út í þessa eyju og öllum kostnaði haldið í lámarki.  Nú ef einhverjum tækist að komast í land með aðstoð úr landi gerði það bara ekkert til, því margir af þessum mönnum eru alltaf lausir af og til.  En þeim sem tækist að flýja á þennan hátt yrði síðan refsað með lengri dóm, þegar pláss losnar í einhverju fangelsanna.


mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósanótt

Góð stemmning var á kvöldskemmtum Ljósanætur í Reykjanesbæ á hátíðarsvæðinu í gærkvöld. Dagskráin á hátíðarsviðinu hófst með barnasöngleik í umsjón Keflavíkurkirkju og í kjölfarið tróðu upp hljómsveitirnar Hrókar, Pakkið í Pakkhúsinu, Klassart, Deep Jimi & The Zep Creams og Lifun. Síðust á svið var GCD þar sem Júlíus Guðmundsson fyllti í skarð föður síns, Rúnars Júlíussonar, við hlið Bubba á sviðinu.

Þó það nú væri þar sem þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð en ekki drykkjuveisla.  Lögreglan á Suðurnesjum hefur greinilega staðið sig mjög vel, því talið að á milli 30-40 manns séu mætt í Reykjanesbæ eða sem nemur tvöföldum íbúafjölda á Suðurnesjum. 

En hátíðinni er ekki lokið, svo enn er tækifæri fyrir þá sem vilja verða sér til skammar.


mbl.is Góð stemming á Ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fangageymslu

Síðast liðin nótt var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og gistu 10 manns fangageymslur lögreglunnar í nótt.  Það var þessi hefðbundinn kokteill, innbrot, líkamsárás og partý í heimahúsum.

Meira að segja heil afmælisveisla leystist upp í ein allsherjar slagsmál og þurfti að handtaka þrjá afmælisgesti.

Slæmt er það ef ekki er hægt að halda afmælisveislu á þess að allt verði vitlaust.


mbl.is Þjófar og ósáttir afmælisgestir í fangageymslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarhreyfingin

Friðrik Þór Guðmundsson, félagi í Borgarahreyfingunni, á von á miklum slag fyrir og á landsfundi hreyfingarinnar sem verður haldinn þann 12. september. Að óbreyttu er útlit fyrir að þar muni tveir armar innan stjórnmálahreyfingarinnar takast á.

Ég er alltaf meir og meira undrandi á þessum samtökum sem kalla sig Borgarahreyfinguna og hefur 3 menn á þingi. Fékk reyndar fjóra menn kjörna en Þráinn Bertelsson, hefur sagt skilið við hina 3 og starfa núna sem óháður þingmaður.

Mér skildist að Borgarhreyfingin ætlaði sér að koma með ný vinnubrögð í íslensk stjórnmál, en svo er ekki því þau reyna í einu og öllu að líkast svokölluðu fjórflokkunum.  Þar sem allt snýst um völd en ekki málefni.  Það eru tveir hópar sem munu takast á.  Annar undir forustu Gunnars Sigurðssonar, leikstjóra, sem stýrði mörgum mótmælafundum sl. haust. Þessi hópur hefur lagt fram lista og vill fá öll sætin í stjórn Borgarahreyfingarinnar.  Hinn hópurinn er kallaður Perluhópurinn, þar sem hann fundar vikulega í Perlunni.  Ekki veit ég fyrir hverju sá hópur mun berjast, nema að hann ætli að koma í veg fyrir áform Gunnars Sigurðssonar,leikstjóra.

Ég spái því að ekki sé langt í að Borgarahreyfinginn verði lögð niður og þingmennirnir þrír gangi í aðra flokka. Þetta hefur reynslan sýnt um örlög hinna ýmsu smáflokka sem hafa náð manni inn á Alþingi.


mbl.is Á von á átakafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarbústaður

Gamall sumarbústaður brann til kaldra kola við Þingvallavatn í nótt en engin slys urðu á fólki. Verið er að rannsaka eldsupptökin en grunur leikur á að kviknað hafi í bústaðnum út frá arni.

Fólkið sem átti bústaðinn var búinn að byggja annan sumarbústað við hliðina á þeim gamla og svaf þar.  Þess vegna var aldrei neinn í hættu vegna brunans.  Því er undarlegt að logað hafi á arinn í gamla bústaðnum.

Nema tilgangurinn haf verið að láta gamla bústaðinn brenna.


mbl.is Sumarbústaður brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Listir fækka letin eykst,

land fátækt rúið,

agann vantar, illskan leikst,

er við háða búið.

(Páll Vídalín)


Uppskrift af stórslysi

„Hér er uppskrift að stórslysi. Takið eitt stykki litla og frekar skrítna eyju í N-Atlantshafi. Bætið við slatta af fiskimönnum sem halda að þeir séu alþjóðlegir bankamenn. Blandið með skvettu af víkingablóði. Og voila! Þið eruð komin með hreinar hamfarir sem kallast Ísland.“

Þetta er úr þættinum 60 mínútum og svona líta margir á Ísland í dag erlendis.  Hvort okkur líkar betur eða verr.

Þokkaleg landkynning eða hitt þó heldur.


mbl.is „Uppskrift að stórslysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband