Borgarhreyfingin

Friðrik Þór Guðmundsson, félagi í Borgarahreyfingunni, á von á miklum slag fyrir og á landsfundi hreyfingarinnar sem verður haldinn þann 12. september. Að óbreyttu er útlit fyrir að þar muni tveir armar innan stjórnmálahreyfingarinnar takast á.

Ég er alltaf meir og meira undrandi á þessum samtökum sem kalla sig Borgarahreyfinguna og hefur 3 menn á þingi. Fékk reyndar fjóra menn kjörna en Þráinn Bertelsson, hefur sagt skilið við hina 3 og starfa núna sem óháður þingmaður.

Mér skildist að Borgarhreyfingin ætlaði sér að koma með ný vinnubrögð í íslensk stjórnmál, en svo er ekki því þau reyna í einu og öllu að líkast svokölluðu fjórflokkunum.  Þar sem allt snýst um völd en ekki málefni.  Það eru tveir hópar sem munu takast á.  Annar undir forustu Gunnars Sigurðssonar, leikstjóra, sem stýrði mörgum mótmælafundum sl. haust. Þessi hópur hefur lagt fram lista og vill fá öll sætin í stjórn Borgarahreyfingarinnar.  Hinn hópurinn er kallaður Perluhópurinn, þar sem hann fundar vikulega í Perlunni.  Ekki veit ég fyrir hverju sá hópur mun berjast, nema að hann ætli að koma í veg fyrir áform Gunnars Sigurðssonar,leikstjóra.

Ég spái því að ekki sé langt í að Borgarahreyfinginn verði lögð niður og þingmennirnir þrír gangi í aðra flokka. Þetta hefur reynslan sýnt um örlög hinna ýmsu smáflokka sem hafa náð manni inn á Alþingi.


mbl.is Á von á átakafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að þetta sýst allt um völd. Ákveðinn hópur innan BH hefur allt frá kosningum viljað ná völdum og stjórna því hvernig þingmennirnir haga sér og jafnvel kjósa í einstökum málum. Þessi hópur getur ekki hugsað sér að aðrir en skoðanabræður þeirra séu í stjórn.

 Það er umhugsunarefni fyrir Frjálslynda flokkinn að þessi sami hópur (alla vega hluti hans) hafði fyrst hugsað sér að taka yfir Frjálslynda flokkinn. Þegar það tókst ekki tóku þeir þátt í að stofna BH en halda nú að þeir einir eigi hreyfinguna. 

Það er líka rétt hjá þér að dagar BH í þeirri mynd sem lagt var upp með séu taldir. Það sama má segja um Frjálslynda flokkinn enda er hann ekki með neinn þingstyrk núna og hefur logað í deilum síðustu ár.

HanYi 5.9.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þegar fólk fer að deila um völd og gleymir málefninu þá er flokka fljótir til að glata stuðningi kjósenda.  Þegar ég sá í hvað stefndi með Frjálslynda flokkinn, þá sagði ég mig úr honum strax.

Jakob Falur Kristinsson, 6.9.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband