Ekki rétt

Prófessor í hagfræði við Hoover stofnunina í Stanford háskóla, Melvyn Krauss, segir það ekki rétt að hollenski seðlabankinn eigi að bera hluta ábyrgðarinnar á Icesave líkt og Robert Wade, stjórnmálahagfræðingur og prófessor við London School of Economics, hélt fram í grein sem birtist í Financial Times í síðustu viku. Krauss skrifar bréf til FT um málið í dag.

Það er búið að bulla svo mikið um þetta Icesave-mál að maður er löngu hættur að skilja hvað er rétt og hvað er rangt í því sambandi.  En vonandi koma skýrari línur eftir að Icesave-frumvarpið hefur verið fellt í Þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Segir Wade hafa rangt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Stríðið er karlmanninum,

það sem móðurhlutverkið

er konunni.

(Mussolini)


Brugg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi bruggframleiðslu í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust nokkrar tunnur af gambra á staðnum og áhöld til þess að eima. Einn var færður til yfirheyrslu vegna málsins en segja má að lögreglan hafi runnið á lyktina af landaframleiðslunni.

Fær fólk nú ekki einu sinni frið til að bjarga sér í allri kreppunni, því menn eru aðeins að brugga í neyð til eigin nota en ekki til sölu.


mbl.is Runnu á lyktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkavör Croup hf.

Bakkavör Group hf. mun í dag óska eftir heimild til að leita nauðasamnings hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Kröfuhafar félagsins sem hafa yfir um 80% af skuldum félagsins að ráða hafa mælt með nauðasamningi. Nauðasamningsferlið mun engin áhrif hafa á starfsemi Bakkavarar, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Hvernig má það vera að fyrirtæki, sem er í nauðasamningum geti fullyrt að slíkt hafi engin áhrif á starfsemi félagsins.  Annars geta þeir Bakkabræður verið ánægðir, því að þegar þeir seldur sjálfum sér Bakkavör frá Exista, var sett inn ákvæði að þótt kröfuhafar tækju yfir fyrirtækið skyldu þeir bræður alltaf halda sínum stöðum.  Því munu þeir sem að lokum eignast Bakkavör alltaf sitja uppi með þá bræður, annan sem framkvæmdastjóra og hinn, sem stjórnarformann.

Þvílíkt andskotans rugl.


mbl.is Bakkarvör óskar eftir heimild til nauðasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neikvæð orka

Forsetakosningar, sem fóru fram í Rúmeníu í desember, voru um margt óvenjulegar. Nú heldur sá, sem tapaði kosningunum, því fram að aðstoðarmenn andstæðings hans hafi truflað sig með neikvæðri hugarorku í mikilvægum sjónvarpskappræðum fyrir kosningarnar.

Flest dettur nú mönnum í hug þegar afsaka þarf tap í kosningum.  Var ástæðan einfaldlega ekki sú að kjósendur höfnuðu þessum frambjóðanda.  Allt tal um neikvæða orku gerir manninn að athlægi og ekkert skrýtið að svona kexrugluðum frambjóðenda sé hafnað.


mbl.is Segir neikvæða orku hafa kostað sig embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slasast í hálku

Á fjórða tug einstaklinga leituðu aðstoðar slysadeildar Landspítalans eftir að hafa dottið í hálku frá klukkan átta til ellefu í morgun. Áverkarnir eru í mörgum tilfellum nokkuð alvarlegir, og hefur fólk t.d. komið með slæm ökklabrot, brot í hnéskel, axlaáverka og handleggsbrot.

Það munaði ekki um það, margir á hausnum í hálkunni og slasast.


mbl.is Á fjórða tug slasaðist í hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garnaveiki

Héraðsdýralæknir lógaði í seinustu viku þremur ám á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði vegna gruns um garnaveiki, sem síðar var staðfestur við krufningu. Fram kemur á vef Austurgluggans, að búist sé við að bólusetning við garnaveiki hefjist að nýju á svæðinu.

Það yrði skuggalegt ástand ef þessi veiki næði að breiðast út og því verður með öllum ráðum að stopp að svo verði ekki.


mbl.is Garnaveiki í Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mansal

Hæstiréttur staðfesti fyrir helgi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sakborningar í mansalsmáli víki úr dómssal á meðan meint fórnarlamb ber vitni gegn þeim. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði þar sem hann komst að gagnstæðri niðurstöðu.

Þetta er ósköp eðlilegt, því sakborningarnir hafa verið á eftir þessari stúlku lengi í þeim tilgangi að hindra að hún vitni gegn þeim.  Þess vegna væri mikil hætta á að stúlkan yrði svo hrædd ef sakborningarnir væru inni í réttarsalnum, að hún myndi ekki þora að segja allt, sem hún ætlar sér að gera.


mbl.is Víkja úr dómssal í mansalsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðin til HÍ

Ásta Möller hefur verið ráðin forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og hefur þar störf í vikunni. Hún mun jafnframt hefja kennslu í stjórnmálafræðideild nú á vormisseri.

Þeir hugsa vel um sína fyrrum þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn og eru snöggir að útvega þeim vinnu eftir að þingmennsku líkur. 

Þetta er dæmigerð pólitísk ráðning.


mbl.is Ásta Möller ráðin til HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun

Samkvæmt könnun Félags vélstjóra og málmtæknimanna telja um 60% félagsmanna að mánaðarlaun þeirra dugi ekki fyrir útgjöldum. „Það setur að mér óhug við að sjá þessa niðurstöðu ef þetta er raunin og undirstrikar það sem maður hefur haft á tilfinningunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.

Þetta er ekki aðeins bundið við þetta stéttarfélag, því miður.  Það er víða sem launin duga ekki fyrir framfærslu hjá fólki.


mbl.is Telja launin ekki duga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband