Eignarhald á bönkum

Viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan 8:30 í morgun en á fundinum er rætt um eignarhald bankanna og efnahagsreikninga þeirra. Jafnframt er rætt um 43. grein laga um fjármálafyrirtæki. Í henni er fjallað um hæfi umsækjenda um að eiga eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Lilja Mósesdóttir er formaður viðskiptanefndar.

Það er full ástæða til að fara varlega í að ákveða hverjir koma til með að eignast bankanna.  Því allt verður að gera til að forðast að sama vitleysan endurtaki sig ekki aftur og skeði við einkavæðingu þeirra.


mbl.is Rætt um eignarhald á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Það eina sem við viljum,

er að fá að stjórna.

(Þýskir nasistar)


Súkkulaðiland

Iðnaðarmenn í Peking eru að leggja lokahönd á 20 þúsund fermetra „súkkulaði-ævintýraland“. Um er að ræða fimm svæði innandyra og tvö utandýra, með mannháum styttum af fornum kínverskum bardagamönnum og eftirlíkingum af hlutum Kínamúrsins - allt úr súkkulaði.

Þeir hugsa stór í Kína og örugglega eykur þetta ferðamannastrauminn til landsins, sérstaklega sælkera.


mbl.is Kínverjar byggja súkkulaðiland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbær

Ef ekki á að verða halli á rekstri Reykjanesbæjar verða útsvarstekjur á árinu 2010 að hækka um 640 milljónir. Helsta forsendan fyrir því er að álversframkvæmdir hefjist fljótlega.

Er ekki full mikil bjartsýni að ætla að byggja afkomu heils bæjarfélags á álveri, sem ekki er einu sinni búið að byggja og ekki vitað hvenær tekur til starfa.  Þeir gætu alveg eins sett í fjárhagsáætlun að bærinn fengi risastóran lottóvinning. 

Þetta kallast ábyrgðaleysi.


mbl.is Rekstur bæjarsjóðs byggist á álverinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadómur

Hæstiréttur Japans staðfesti í dag dauðadóm yfir einum liðsmanna dómsdagshreyfingarinnar Aum, er bar ábyrgð á sarin-taugagastilræðinu sem varð 12 manns að bana í jarðlestakerfi Tókýó 1995, og fleiri glæpum.

Þeir eru ekkert að hika við hlutina í Japan, glæpamenn hreinlega teknir af lífi og mun það örugglega verða til þess að fækka alvarlegum glæpum í Japan.


mbl.is Verður tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör

Erling Ásgeirsson framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Garðabæjar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum í Garðabæ en prófkjör um val á frambjóðendum flokksins fer væntanlega fram 6. febrúar n.k.

Þá er að hellast yfir prófkjörin fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor.  En nú verður mun erfiðara en áður hjá frambjóðendum að safna fé í kosningabaráttuna.  Því flest þau fyrirtæki, sem voru duglegust í að styrkja frambjóðendur eru annað hvort farinn á hausinn eða lömuð af fjármagnsleysi.  Því má búast við að frambjóðendur verði að kosta sjálfir sína prófkjörsbaráttu.


mbl.is Erling stefnir á fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafís

Ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar í gærkvöld leiddi í ljós að hafís er 8,5 sjómílur frá landi út af Barðsvík og Straumnesi á Hornströndum, þar sem hafísinn er næst landi. Er það talsvert nær landi en á laugardag þegar síðast var farið í ískönnunarflug.

Til viðbótar öllum okkar erfiðleikum er hafísinn komin skuggalega nálægt landi og gerir siglingar í myrkri mjög erfiðar.  Það þarf ekki mikið að breytast til að hafísinn verði landfastur.


mbl.is Hafís 8,5 sjómílur frá landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkavör Croup

Bakkavör Group var í gær veitt heimild til að leita nauðasamnings við kröfuhafa en kröfuhafar sem hafa yfir um 80% af skuldum félagsins að ráða hafa mælt með nauðasamningi. Brynjar Níelsson hefur verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

Það er með ólíkindum hvað hægt hefur verið að þvæla með þetta fyrirtæki, sem er í raun gjaldþrota og enn furðulegra er að sama er hverjir eignast þetta fyrirtæki að lokum þá hafa þeir Bakkabræður tryggt sér sínar stöður hjá fyrirtækinu um ókomna framtíð.


mbl.is Hefur umsjón með nauðsamningsviðræðum Bakkavarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grundaðir um innbrot í nótt. Tveir þeirra eru aðeins fjórtán ára gamlir, en sá þriðji er hátt í þrítugt. Lögreglan telur að drengirnir ungu hafi brotist inn í verslun í vesturbæ, en sá eldri tekið þátt í innbroti með þeim í söluturni í miðbænum.

Ætlar þessum innbrotum aldrei að linna, það er eitthvað mikið að fyrst ekki er hægt að stöðva þessa þjófa.


mbl.is Þrír í haldi vegna innbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstir á staðinn

Töluvert er gert úr því á vefsíðu Addreseavisen í Þrándheimi í Noregi að íslenska rústabjörgunarsveitin hafi verið með fyrstu hjálparsveita til Haítí eftir jarðskjálftann mikla. Í grein á vefsíðunni í dag er bent á að íslenska sveitin hafi meira að segja komið á undan sveitum frá Bandaríkjunum.

Þetta þarf ekki að koma á óvart, því Íslendingar hafa fyrir löngu sannað að þeir eru bestir þegar kemur að björgunarstörfum.  Hér er ekki eitthvað kerfi til að þvælast fyrir, eins og er í mörgum löndum.


mbl.is Norðmenn hrósa Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband